Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2020 21:00 Sjávarútvegsráðherra kallaði nýverið eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðaflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Vísir Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. Nýverið kallaði sjávarútvegsráðherra eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Á opnum fundi um málið á Akureyri í gær var ráðherra ýmist hvattur til þess að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó sem fyrst, eða drífa sig í því að hefja ferlið sem heimilar slíkt eldi. Hann er þó á bremsunni í báðar áttir. Sjávarútvegsráðherra kynnir breytingar á lögum tengdu fiskeldi á opnum fundi á Akureyri í gær.Stöð 2 „Það þarf að taka ákvörðun þegar það er tímabært. Á þessari stundu er það ekki tímabært. Ég tel mjög mikilvægt að sveitarfélögin taki umræðu um þá þætti sem þeim finnst skipta máli varðandi fiskeldi í firðinum og aðra atvinnustarfsemi,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Málið hefur verið í brennidepli frá því að meirihluti bæjarstjórnarinnar á Akureyri samþykkti að leggja til við ráðherra að friða ætti Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó. Bæjarstjóri Fjallabyggðar vill hins vegar fá að ræða málin fyrst. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir ekki rétt að ákvörðun sé tekin í málinu áður en samtal eigi sér stað.Stöð 2 „Við viljum eiga samtal um þetta byggt á rannsóknum, skoðun og rökum. Heyra sjónarmið, í rauninni viljum við það bara núna fyrst. Svo tökum við ákvarðanir. Við viljum taka ákvarðanir byggðar á einhverju,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er ekki hrifinn af því að fjörðurinn verði friðaður, áður en að slíkt samtal fari fram. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að við séum í raun að taka ákvarðanir um að það verði ekki, byggt á mjög takmarkaðri þekkingu, og án þess að ætla að eiga samtal,“ segir Elías. Ráðherra segir að boltinn sé nú hjá sveitarfélögunum. „Þegar þau svara mér þá setjumst við yfir málið aftur og spáum í næstu skref,“ segir Kristján Þór. Sjávarútvegur Fiskeldi Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. Nýverið kallaði sjávarútvegsráðherra eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Á opnum fundi um málið á Akureyri í gær var ráðherra ýmist hvattur til þess að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó sem fyrst, eða drífa sig í því að hefja ferlið sem heimilar slíkt eldi. Hann er þó á bremsunni í báðar áttir. Sjávarútvegsráðherra kynnir breytingar á lögum tengdu fiskeldi á opnum fundi á Akureyri í gær.Stöð 2 „Það þarf að taka ákvörðun þegar það er tímabært. Á þessari stundu er það ekki tímabært. Ég tel mjög mikilvægt að sveitarfélögin taki umræðu um þá þætti sem þeim finnst skipta máli varðandi fiskeldi í firðinum og aðra atvinnustarfsemi,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Málið hefur verið í brennidepli frá því að meirihluti bæjarstjórnarinnar á Akureyri samþykkti að leggja til við ráðherra að friða ætti Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó. Bæjarstjóri Fjallabyggðar vill hins vegar fá að ræða málin fyrst. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir ekki rétt að ákvörðun sé tekin í málinu áður en samtal eigi sér stað.Stöð 2 „Við viljum eiga samtal um þetta byggt á rannsóknum, skoðun og rökum. Heyra sjónarmið, í rauninni viljum við það bara núna fyrst. Svo tökum við ákvarðanir. Við viljum taka ákvarðanir byggðar á einhverju,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er ekki hrifinn af því að fjörðurinn verði friðaður, áður en að slíkt samtal fari fram. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að við séum í raun að taka ákvarðanir um að það verði ekki, byggt á mjög takmarkaðri þekkingu, og án þess að ætla að eiga samtal,“ segir Elías. Ráðherra segir að boltinn sé nú hjá sveitarfélögunum. „Þegar þau svara mér þá setjumst við yfir málið aftur og spáum í næstu skref,“ segir Kristján Þór.
Sjávarútvegur Fiskeldi Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45
Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06