Föstudagsplaylisti Oculus Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. júní 2020 15:41 Oculus í fullum skrúða. Natascha Romboy Friðfinnur Sigurðsson, eða Oculus, er einn helsti hljóðspekúlant landsins, hvort sem það er í tónsmíðum eða þá í hljóðblöndun, hljóðjöfnun og öðrum tæknilegri málum. „Þessa dagana eyði ég nánast öllum tíma í stúdíóinu að mixa og mastera plötur fyrir ýmsa listamenn/konur,“ segir Friðfinnur aðspurður um hvað sé á döfinni hjá honum. „Ásamt þvi ad vinna i nýrri músík sem kemur til með að koma út undir sólóverkefninu mínu, Oculus.“ Næst á dagskrá er lag sem kemur út á safnplötu X/OZ, en það er útgáfufyrirtæki í eigu íslenska raftónlistarmannsins EXOS. „Svo er maður orðinn dálítið spenntur að fá að komast aftur á skemmtistaðina að spila fyrir dansþyrsta tónlistarunnendur.“ Friðfinni hefur alltaf fundist það partur af sköpunarferlinu að spila tónlistina og prófa á tónleikum áður en hann leggur lokahönd á lagið. „Það getur haft mikil áhrif á ferlið og hjálpað manni að sjá músíkina í öðru ljósi.“ Auk sólóverkefnisins Oculus hefur hann komið víða við, t.a.m. spilað með Sísí Ey, Ólafi Arnalds og GusGus. Þegar kemur að listamönnum sem Friðfinnur hefur hljóðblandað eða hljóðjafnað fyrir verður listinn ansi langur. Þar á meðal eru Hatari, GDRN, FM Belfast, Birnir, Reykjavíkurdætur, Samaris, Floni og Teitur Magnússon svo örfá dæmi séu nefnd. Föstudagslagalistann segir hann vera bræðing af lögum sem hafa annað hvort fylgt honum í gegnum árin, sem honum finnst algjörlega tímalaus og fær ekki leið á, og svo nýrri lögum sem honum finnst vera með áhugaverðan hljóðheim eða tilfinningu. Þar að auki fylgir með lagið Nostalgia af síðustu EP plötu Oculus sem kom út hjá plötufyrirtækinu Æ á síðasta ári. „Í mínum huga ætti þessi playlisti að virka í partýið jafnt sem í bíltúrinn, eða bara heima með headphones.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Friðfinnur Sigurðsson, eða Oculus, er einn helsti hljóðspekúlant landsins, hvort sem það er í tónsmíðum eða þá í hljóðblöndun, hljóðjöfnun og öðrum tæknilegri málum. „Þessa dagana eyði ég nánast öllum tíma í stúdíóinu að mixa og mastera plötur fyrir ýmsa listamenn/konur,“ segir Friðfinnur aðspurður um hvað sé á döfinni hjá honum. „Ásamt þvi ad vinna i nýrri músík sem kemur til með að koma út undir sólóverkefninu mínu, Oculus.“ Næst á dagskrá er lag sem kemur út á safnplötu X/OZ, en það er útgáfufyrirtæki í eigu íslenska raftónlistarmannsins EXOS. „Svo er maður orðinn dálítið spenntur að fá að komast aftur á skemmtistaðina að spila fyrir dansþyrsta tónlistarunnendur.“ Friðfinni hefur alltaf fundist það partur af sköpunarferlinu að spila tónlistina og prófa á tónleikum áður en hann leggur lokahönd á lagið. „Það getur haft mikil áhrif á ferlið og hjálpað manni að sjá músíkina í öðru ljósi.“ Auk sólóverkefnisins Oculus hefur hann komið víða við, t.a.m. spilað með Sísí Ey, Ólafi Arnalds og GusGus. Þegar kemur að listamönnum sem Friðfinnur hefur hljóðblandað eða hljóðjafnað fyrir verður listinn ansi langur. Þar á meðal eru Hatari, GDRN, FM Belfast, Birnir, Reykjavíkurdætur, Samaris, Floni og Teitur Magnússon svo örfá dæmi séu nefnd. Föstudagslagalistann segir hann vera bræðing af lögum sem hafa annað hvort fylgt honum í gegnum árin, sem honum finnst algjörlega tímalaus og fær ekki leið á, og svo nýrri lögum sem honum finnst vera með áhugaverðan hljóðheim eða tilfinningu. Þar að auki fylgir með lagið Nostalgia af síðustu EP plötu Oculus sem kom út hjá plötufyrirtækinu Æ á síðasta ári. „Í mínum huga ætti þessi playlisti að virka í partýið jafnt sem í bíltúrinn, eða bara heima með headphones.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira