Segir of langt á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. júní 2020 10:56 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Erla Björg Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. „Staðan er mjög svipuð og hún var eftir síðasta fund. Hún er bara grafalvarleg,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, í samtali við Vísi. Aðspurð segir Guðbjörg langt á milli samninganefnda í deilunni. Of langt til þess að hún sjái fyrir sér að náð verði saman á næstunni. Hún segir einnig að þó sátt hafi náðst um margt, sé það launaliðurinn sem hafi sett verulegt strik í reikninginn, og valdi því hve langt er á milli samninganefndanna. „Ríkissáttasemjari stýrir þessum viðræðum og hefur boðað til fundar í dag. Við ætlum að mæta á hann, að sjálfsögðu. Svo sjáum við bara hvað verður rætt þar.“ Tilbúin til að funda meðan ástæða þykir til Guðbjörg segir viðræðurnar vera á erfiðu stigi, og allt útlit fyrir að af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum hjúkrunarfræðinga, þann 22. júní næstkomandi, verði. „Við erum á mjög erfiðum stað í viðræðunum og það virðist bara vera of langt í milli hjá okkur. Samhliða því erum við bara að undirbúa verkfallsaðgerðir, því það tekur tíma og daga. Við erum bara á fullu í þeim undirbúningi.“ Guðbjörg segir þrátt fyrir þetta að FÍH sé tilbúið til að funda, í það minnsta meðan ástæða þykir til. „Við erum búin að sitja við þetta borð í 15 mánuði. Ég hef nú reynt að halda í bjartsýnina og þess vegna erum við þar sem við erum í dag, enn þá þarna [við samningaborðið]. Ég er alveg hætt að spá í þá kristalskúlu. Við tökum bara einn dag í einu. Kjaramál Heilbrigðismál Verkföll 2020 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir ríkisins annars vegar, og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, FÍH, hins vegar, á sinn fund klukkan 14:30 í dag. Formaður FÍH segir stöðuna sem er uppi í kjaradeilum hjúkrunarfræðinga og ríkisins grafalvarlega. „Staðan er mjög svipuð og hún var eftir síðasta fund. Hún er bara grafalvarleg,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður FÍH, í samtali við Vísi. Aðspurð segir Guðbjörg langt á milli samninganefnda í deilunni. Of langt til þess að hún sjái fyrir sér að náð verði saman á næstunni. Hún segir einnig að þó sátt hafi náðst um margt, sé það launaliðurinn sem hafi sett verulegt strik í reikninginn, og valdi því hve langt er á milli samninganefndanna. „Ríkissáttasemjari stýrir þessum viðræðum og hefur boðað til fundar í dag. Við ætlum að mæta á hann, að sjálfsögðu. Svo sjáum við bara hvað verður rætt þar.“ Tilbúin til að funda meðan ástæða þykir til Guðbjörg segir viðræðurnar vera á erfiðu stigi, og allt útlit fyrir að af fyrirhuguðum verkfallsaðgerðum hjúkrunarfræðinga, þann 22. júní næstkomandi, verði. „Við erum á mjög erfiðum stað í viðræðunum og það virðist bara vera of langt í milli hjá okkur. Samhliða því erum við bara að undirbúa verkfallsaðgerðir, því það tekur tíma og daga. Við erum bara á fullu í þeim undirbúningi.“ Guðbjörg segir þrátt fyrir þetta að FÍH sé tilbúið til að funda, í það minnsta meðan ástæða þykir til. „Við erum búin að sitja við þetta borð í 15 mánuði. Ég hef nú reynt að halda í bjartsýnina og þess vegna erum við þar sem við erum í dag, enn þá þarna [við samningaborðið]. Ég er alveg hætt að spá í þá kristalskúlu. Við tökum bara einn dag í einu.
Kjaramál Heilbrigðismál Verkföll 2020 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira