Íslenska ríkið braut ekki á Carli vegna hatursorðræðudóms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2020 09:33 Mannréttindadómstóll Evrópu er staðsettur í Strasbourg. EPA/PATRICK SEEGER Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Carls Jóhanns Lilliendahl gegn íslenska ríkinu. Hann taldi íslenska ríkið hafa brotið á mannréttindum sínum er hann var sakfelldur fyrir hatursorðræðu. Dómstólinn telur að ummæli Carls hafi falið í sér hatursorðræðu. Málinu var vísað frá í morgun og í tilkynningu frá dómstólinum segir að niðurstaða dómsins hafi verið einróma. Segir í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins að ekki sé ástæða til þess að efast um dóm Hæstaréttar í máli Carls frá árinu 2017. Forsaga málsins er sú að Carl Jóhann lét tiltekin ummæli um samkynhneigð falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af Samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum. Málið fór fyrir öll dómstig hér á landi og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ummælin hafi verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Undir þetta tekur Mannréttindadómstólinn og bætir við að ekkert í ályktun Hafnarfjarðarbæjar hafi gefið tilefni til þess að vekja upp jafn hörð viðbrögð og komu fram í athugasemd Carls. Málsmeðferð málsins hjá dómstólum hér á landi, sem hafi falið í sér vandlega íhugun á því hvort vegi þyngra, tjáningarfrelsi Carls eða réttindi minnihlutahópa, hafi verið sanngjörn og eðlileg. Var málinu því vísað frá Mannréttindadómstólinum og telst íslenska ríkið því ekki hafa brotið á mannréttindum Carls. Úrskurð Mannréttindadómstólsins má lesa hér. Dómsmál Hinsegin Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mannréttindi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Carls Jóhanns Lilliendahl gegn íslenska ríkinu. Hann taldi íslenska ríkið hafa brotið á mannréttindum sínum er hann var sakfelldur fyrir hatursorðræðu. Dómstólinn telur að ummæli Carls hafi falið í sér hatursorðræðu. Málinu var vísað frá í morgun og í tilkynningu frá dómstólinum segir að niðurstaða dómsins hafi verið einróma. Segir í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins að ekki sé ástæða til þess að efast um dóm Hæstaréttar í máli Carls frá árinu 2017. Forsaga málsins er sú að Carl Jóhann lét tiltekin ummæli um samkynhneigð falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af Samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum. Málið fór fyrir öll dómstig hér á landi og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ummælin hafi verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Undir þetta tekur Mannréttindadómstólinn og bætir við að ekkert í ályktun Hafnarfjarðarbæjar hafi gefið tilefni til þess að vekja upp jafn hörð viðbrögð og komu fram í athugasemd Carls. Málsmeðferð málsins hjá dómstólum hér á landi, sem hafi falið í sér vandlega íhugun á því hvort vegi þyngra, tjáningarfrelsi Carls eða réttindi minnihlutahópa, hafi verið sanngjörn og eðlileg. Var málinu því vísað frá Mannréttindadómstólinum og telst íslenska ríkið því ekki hafa brotið á mannréttindum Carls. Úrskurð Mannréttindadómstólsins má lesa hér.
Dómsmál Hinsegin Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mannréttindi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira