Íslenska ríkið braut ekki á Carli vegna hatursorðræðudóms Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júní 2020 09:33 Mannréttindadómstóll Evrópu er staðsettur í Strasbourg. EPA/PATRICK SEEGER Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Carls Jóhanns Lilliendahl gegn íslenska ríkinu. Hann taldi íslenska ríkið hafa brotið á mannréttindum sínum er hann var sakfelldur fyrir hatursorðræðu. Dómstólinn telur að ummæli Carls hafi falið í sér hatursorðræðu. Málinu var vísað frá í morgun og í tilkynningu frá dómstólinum segir að niðurstaða dómsins hafi verið einróma. Segir í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins að ekki sé ástæða til þess að efast um dóm Hæstaréttar í máli Carls frá árinu 2017. Forsaga málsins er sú að Carl Jóhann lét tiltekin ummæli um samkynhneigð falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af Samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum. Málið fór fyrir öll dómstig hér á landi og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ummælin hafi verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Undir þetta tekur Mannréttindadómstólinn og bætir við að ekkert í ályktun Hafnarfjarðarbæjar hafi gefið tilefni til þess að vekja upp jafn hörð viðbrögð og komu fram í athugasemd Carls. Málsmeðferð málsins hjá dómstólum hér á landi, sem hafi falið í sér vandlega íhugun á því hvort vegi þyngra, tjáningarfrelsi Carls eða réttindi minnihlutahópa, hafi verið sanngjörn og eðlileg. Var málinu því vísað frá Mannréttindadómstólinum og telst íslenska ríkið því ekki hafa brotið á mannréttindum Carls. Úrskurð Mannréttindadómstólsins má lesa hér. Dómsmál Hinsegin Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mannréttindi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá máli Carls Jóhanns Lilliendahl gegn íslenska ríkinu. Hann taldi íslenska ríkið hafa brotið á mannréttindum sínum er hann var sakfelldur fyrir hatursorðræðu. Dómstólinn telur að ummæli Carls hafi falið í sér hatursorðræðu. Málinu var vísað frá í morgun og í tilkynningu frá dómstólinum segir að niðurstaða dómsins hafi verið einróma. Segir í niðurstöðu Mannréttindadómstólsins að ekki sé ástæða til þess að efast um dóm Hæstaréttar í máli Carls frá árinu 2017. Forsaga málsins er sú að Carl Jóhann lét tiltekin ummæli um samkynhneigð falla í athugasemd við frétt á Vísi. Í fréttinni var fjallað um ályktun sem bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hafði samþykkt og laut að gerð samstarfssamnings við Samtökin ´78 um svokallaða hinseginfræðslu í grunnskólum sveitarfélagsins. Voru ummælin kærð til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu af Samtökunum 78 og í ákæru var manninum gefin að sök hatursorðræða með fyrrgreindum ummælum og að hafa á þann hátt brotið gegn almennum hegningarlögum. Málið fór fyrir öll dómstig hér á landi og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að ummælin hafi verið alvarleg, gróflega meiðandi og fordómafull. Undir þetta tekur Mannréttindadómstólinn og bætir við að ekkert í ályktun Hafnarfjarðarbæjar hafi gefið tilefni til þess að vekja upp jafn hörð viðbrögð og komu fram í athugasemd Carls. Málsmeðferð málsins hjá dómstólum hér á landi, sem hafi falið í sér vandlega íhugun á því hvort vegi þyngra, tjáningarfrelsi Carls eða réttindi minnihlutahópa, hafi verið sanngjörn og eðlileg. Var málinu því vísað frá Mannréttindadómstólinum og telst íslenska ríkið því ekki hafa brotið á mannréttindum Carls. Úrskurð Mannréttindadómstólsins má lesa hér.
Dómsmál Hinsegin Fjölmiðlar Hafnarfjörður Mannréttindi Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent „Það er allt á floti“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Innlent Fleiri fréttir Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Sjá meira