Erlent

Manshaus dæmdur í 21 árs öryggisvistun í Noregi

Samúel Karl Ólason skrifar
Philip Manshaus í dómsal fyrr á árinu.
Philip Manshaus í dómsal fyrr á árinu. EPA/Ole Berg-Rusten

Norðmaðurinn Philip Manshaus hefur verið dæmdur í 21 árs öryggisvistun fyrir morð og hryðjuverkastarfsemi. Hann myrti stjúpsystur sína á heimili í Bærum í ágúst í fyrra og réðst að því loknu á moskuna al-Noor Islamic Centre þann 10. ágúst síðastliðinn. Fór hann þangað með með skotvopn og með það að markmiði að „drepa eins marga múslima og mögulegt væri“. Hann var þó fljótt yfirbugaður af gestum moskunnar og það áður en hann náði að skjóta nokkurn.

Hann hafði einnig áætlað að keyra niður sem flesta í miðborg Oslóar.

Þegar lögregluþjónar leituðu á heimili hins 22 ára gamla Manshaus fannst lík 17 ára stjúpsystur hans þar.

Dómarar voru sammála um niðurstöðuna og þarf Manshaus að sitja inni í minnst fjórtán ár fangelsi áður en hann getur sótt um reynslulausn. Hann hefur sömuleiðis verið dæmdur til að greiða fyrir skemmdir sem hann olli og málsrekstrarkostnað.

Manshaus bar vitni í síðustu viku og þá sagðist hann hafa séð eftir því að hafa ekki skipulagt árásina betur svo hann hefði náð því að myrða minnst einhverja, samkvæmt frétt NRK.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×