Vilja reisa nýtt húsnæði Menntavísindasviðs innan fjögurra ára Andri Eysteinsson skrifar 10. júní 2020 15:32 Frá undirritun viljayfirlýsingarinnar í dag. Aðsend Nýju húsnæði Háskóla Íslands sem áætlað er að rísi á svæði Vísindagarða skólans í Vatnsmýri á næstu fjórum árum er ætlað að verða framtíðarhúsnæði Menntavísindasviðs HÍ. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu sem undirrituð var á ársfundi HÍ í hátíðarsal skólans í morgun. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands undirritaði yfirlýsinguna ásamt Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur forseta Menntavísindasviðs og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Aðstaða menntavísindasviðs hefur verið til húsa í Stakkahlíð og í Skipholti frá sameiningu HÍ og Kennaraháskóla Íslands árið 2008. Húsnæðið þykir ekki henta og er því áætlað að byggja nýtt húsnæði fyrir deildina. „Ég er þess fullviss að flutningur Menntavísindasviðs muni stuðla að heilsteyptara háskólasamfélagi, samhæfðari stoðþjónustu við bæði kennara og nemendur sviðsins og betra aðgengi að félagslífi fyrir nemendur í menntavísindum,“ segir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs. Stefnt er að því að byggingin rísi á lóðinni sem merkt er með tölunni 9.Aðsend Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ sagði að stefnt hafi verið að því frá sameiningu HÍ og KHÍ að starfsemi yrði flutt á meginsvæði Háskólans í Safamýri. Málið hafi hins vegar ekki komist á rekspöl fyrr en nú. „Það er von mín að nýbygging sviðsins verði tilbúin innan fjögurra ára. Hún mun leggja grunn að betri samþættingu fræðigreina innan Háskóla Íslands, efla Háskóla Íslands, kennaramenntun og menntavísindi og verða íslensku skólakerfi og samfélagi til heilla,“ sagði Jón Atli. Menntamálaráðherra sagði að með nýrri og nútímalegri aðstöðu yrði fræðastarf Menntavísindasviðs enn öflugra. Sviðið gegndi lykilhlutverki í menntakerfinu og nú eigi að blása í herlúðra og bæta um betur. „Kerfið okkar er gott í grunninn, en við ætlum að bæta um betur og bjóða fyrsta flokks menntun fyrir alla, sem bæði nýtist einstaklingum og samfélaginu í heild,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira
Nýju húsnæði Háskóla Íslands sem áætlað er að rísi á svæði Vísindagarða skólans í Vatnsmýri á næstu fjórum árum er ætlað að verða framtíðarhúsnæði Menntavísindasviðs HÍ. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu sem undirrituð var á ársfundi HÍ í hátíðarsal skólans í morgun. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands undirritaði yfirlýsinguna ásamt Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur forseta Menntavísindasviðs og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra. Aðstaða menntavísindasviðs hefur verið til húsa í Stakkahlíð og í Skipholti frá sameiningu HÍ og Kennaraháskóla Íslands árið 2008. Húsnæðið þykir ekki henta og er því áætlað að byggja nýtt húsnæði fyrir deildina. „Ég er þess fullviss að flutningur Menntavísindasviðs muni stuðla að heilsteyptara háskólasamfélagi, samhæfðari stoðþjónustu við bæði kennara og nemendur sviðsins og betra aðgengi að félagslífi fyrir nemendur í menntavísindum,“ segir Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs. Stefnt er að því að byggingin rísi á lóðinni sem merkt er með tölunni 9.Aðsend Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ sagði að stefnt hafi verið að því frá sameiningu HÍ og KHÍ að starfsemi yrði flutt á meginsvæði Háskólans í Safamýri. Málið hafi hins vegar ekki komist á rekspöl fyrr en nú. „Það er von mín að nýbygging sviðsins verði tilbúin innan fjögurra ára. Hún mun leggja grunn að betri samþættingu fræðigreina innan Háskóla Íslands, efla Háskóla Íslands, kennaramenntun og menntavísindi og verða íslensku skólakerfi og samfélagi til heilla,“ sagði Jón Atli. Menntamálaráðherra sagði að með nýrri og nútímalegri aðstöðu yrði fræðastarf Menntavísindasviðs enn öflugra. Sviðið gegndi lykilhlutverki í menntakerfinu og nú eigi að blása í herlúðra og bæta um betur. „Kerfið okkar er gott í grunninn, en við ætlum að bæta um betur og bjóða fyrsta flokks menntun fyrir alla, sem bæði nýtist einstaklingum og samfélaginu í heild,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjá meira