Sakaði Miðflokkinn um að draga rök gegn borgarlínu „út úr rassgatinu á sér“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. júní 2020 13:44 Björn Leví Gunnarsson og Birgir Þórarinsson tókust á í pontu Alþingis í gærkvöldi. Vísir/Samsett Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. Ekki tókst að ljúka annarri umræðu á Alþingi í gær um frumvarp samgönguráðherra sem heimilar stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Umræða um frumvarpið stóð yfir til klukkan hálf tólf í gærkvöldi þegar umræðunni var frestað og þingfundi slitið. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kveður á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga en heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á fimmtán ára tímabili. Allir nefndarmenn í fjárlaganefnd nema einn skrifuðu undir sameiginlegt nefndarálit, fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins, þó með fyrirvara. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, skilaði aftur á móti séráliti. „Við fögnum nú því að það sé kominn farvegur og vonandi farsæl lausn til þess að byggja upp samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. En fögnum sérstaklega áherslunni á nútímavæðingu til dæmis á ljósastýringarkerfinu og samkomulagi um framkvæmdir á stofnbrautum og áætlaðri uppbyggingu hjólastíga og annarra vistvænna samgöngumáta,“ segir Birgir. „En hins vegar getum við ekki fallist á þessi áform um uppbyggingu borgarlínu.“ Hann gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig staðið er að skipulagi, framkvæmd, rekstri og fjármögnun verkefnisins. Athugasemdir Birgis eru tíundaðar í nefndaráliti. „Við teljum bara ekki forsvaranlegt að ráðstafa þarna tugum milljarða í það sérstaka verkefni,“ segir Birgir um borgarlínuna. „Mesta lýðskrum sem ég hef heyrt“ Þingmenn annarra flokka lýstu ólíkri sýn sinni á málið í andsvörum í umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi. Þeirra á meðal var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem lýsti vanþóknun sinni á efni nefndarálits Birgis Þórarinssonar. „Ég freistast til þess að fara þangað að segja að þetta hafi verið eitt það óupplýstasta og mesta lýðskrum sem ég hef heyrt næstum því úr þessari pontu og þá er nú mikið sagt,“ sagði Björn Leví í andsvari. Hann sagði Birgi beinlínis fara með rangfærslur í nefndaráliti sínu. „Þetta er alveg ótrúlegur málflutningur sem kemur hérna af því að Miðflokkurinn er bara einfaldlega búinn að ákveða að vera á móti borgarlínu sama hvað. Sama þótt að við séum með sviðsmyndagreiningar og áætlanir og mismunandi kostnaðarmódel á alla framkvæmdina í bara mjög ýtarlegu máli, marga valkosti,“ sagði Björn Leví ennfremur og hélt áfram. „Það er bara gjörsamlega horft fram hjá því og sagt að þetta kosti rosalega mikið og skattahækkanir og ég veit ekki hvað. Ég skil ekki hvaðan Miðflokkurinn hefur það nema þá bara að reyna að draga það út úr rassgatinu á sér.“ „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn að gæta orða sinna,“ sagði þá Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem sat í forsetastóli, þegar Björn Leví hafði lokið máli sínu. Alþingi Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins telur ekki forsvaranlegt að verja tugum milljarða í borgarlínuverkefnið. Þingmaður Pírata sakar flokkinn um lýðskrum en Miðflokkurinn virðist einangraður á Alþingi í afstöðu sinni gegn áformun um uppbyggingu borgarlínu. Ekki tókst að ljúka annarri umræðu á Alþingi í gær um frumvarp samgönguráðherra sem heimilar stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Umræða um frumvarpið stóð yfir til klukkan hálf tólf í gærkvöldi þegar umræðunni var frestað og þingfundi slitið. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Samkomulagið kveður á um stofnun félags í sameiginlegri eigu ríkis og sveitarfélaga en heildarumfang verkefnisins varðar 120 milljarða framkvæmdir á fimmtán ára tímabili. Allir nefndarmenn í fjárlaganefnd nema einn skrifuðu undir sameiginlegt nefndarálit, fulltrúar Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins, þó með fyrirvara. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, skilaði aftur á móti séráliti. „Við fögnum nú því að það sé kominn farvegur og vonandi farsæl lausn til þess að byggja upp samgöngur á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. En fögnum sérstaklega áherslunni á nútímavæðingu til dæmis á ljósastýringarkerfinu og samkomulagi um framkvæmdir á stofnbrautum og áætlaðri uppbyggingu hjólastíga og annarra vistvænna samgöngumáta,“ segir Birgir. „En hins vegar getum við ekki fallist á þessi áform um uppbyggingu borgarlínu.“ Hann gerir margvíslegar athugasemdir við hvernig staðið er að skipulagi, framkvæmd, rekstri og fjármögnun verkefnisins. Athugasemdir Birgis eru tíundaðar í nefndaráliti. „Við teljum bara ekki forsvaranlegt að ráðstafa þarna tugum milljarða í það sérstaka verkefni,“ segir Birgir um borgarlínuna. „Mesta lýðskrum sem ég hef heyrt“ Þingmenn annarra flokka lýstu ólíkri sýn sinni á málið í andsvörum í umræðu um málið á Alþingi í gærkvöldi. Þeirra á meðal var Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem lýsti vanþóknun sinni á efni nefndarálits Birgis Þórarinssonar. „Ég freistast til þess að fara þangað að segja að þetta hafi verið eitt það óupplýstasta og mesta lýðskrum sem ég hef heyrt næstum því úr þessari pontu og þá er nú mikið sagt,“ sagði Björn Leví í andsvari. Hann sagði Birgi beinlínis fara með rangfærslur í nefndaráliti sínu. „Þetta er alveg ótrúlegur málflutningur sem kemur hérna af því að Miðflokkurinn er bara einfaldlega búinn að ákveða að vera á móti borgarlínu sama hvað. Sama þótt að við séum með sviðsmyndagreiningar og áætlanir og mismunandi kostnaðarmódel á alla framkvæmdina í bara mjög ýtarlegu máli, marga valkosti,“ sagði Björn Leví ennfremur og hélt áfram. „Það er bara gjörsamlega horft fram hjá því og sagt að þetta kosti rosalega mikið og skattahækkanir og ég veit ekki hvað. Ég skil ekki hvaðan Miðflokkurinn hefur það nema þá bara að reyna að draga það út úr rassgatinu á sér.“ „Forseti vill biðja háttvirta þingmenn að gæta orða sinna,“ sagði þá Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem sat í forsetastóli, þegar Björn Leví hafði lokið máli sínu.
Alþingi Samgöngur Borgarlína Miðflokkurinn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira