Svandís vonar að ekki komi til verkfalls hjúkrunarfræðinga Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2020 19:20 Heilbrigðisráðherra segir bæði formlegar og óformlegar viðræður eiga sér stað til lausnar á kjaradeilu ríkisins og hjúkrunarfræðinga og hún voni að deilan leysist áður en til aðgerða þeirra komi eftir um hálfan mánuð. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherrsa kynntu aðgerðir í dag til að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Svandís segir að unnið hafi verið að því frá því í fyrra haust að móta aðgerðir til að fjölga nemendum í læknisfræði, hjúkrunarfræði og sjúkraliðanámi. Þá verður boðið upp á nám í sjúkraþjálfun á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. „Við erum að tala um að ráðist verði í að undirbúa fagnám á háskólastigi fyrir tuttugu sjúkraliða á ári við Háskólann á Akureyri. Það nám hefjist haustið 2021. En strax nú í haust hefjist undirbúningur í þeim efnum,“ segir Svandís. Þá verði skref stigið til að fjölga hjúkrunarfræðingum meðal annars með því að bjóða upp á BS nám í hjúkrunarfræði fyrir þá sem hafi lokið öðru háskólaprófi og hafi verið í þróun í töluverðan tíma, auk fjölgunar í inntöku í almennt hjúkrunarnám. Heilbrigðis- og menntamálaráðherra kynntu aðgerðir í morgun til að fjölga nemendum í hjúkrunarfræði og til að koma á sjúkraliðanámi á háskólastigi frá og með haustinu 2021.Stöð 2/Baldur „En við erum hér að tala um að bæta við tuttugu nemendum í haust í þessu námi við Háskóla Íslands og tuttugu nemendur í grunnnámi við Háskólann á Akureyri til BS prófs í hjúkrunarfræði. Þannig að við erum að tala um fjörtíu til viðbótar þarna,“ sagði Svandís. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir þetta mikilvægt skref í að bæta menntakerfið og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fjölgun kennara. Þegar ríkisstjórnin tók við hafi tíu ára spá gert ráð fyrir að þörf yrði á fleiri kennurum. „Við réðumst þar í markvissar aðgerðir og höfum algerlega náð að snúa við þróuninni. Til að mynda er 120 prósent aukning í leikskólakennarann á framhaldsskólastigi sem eru algerlega frábærar fréttir. Við erum að fjárfesta markvisst í mentun til að styrkja samfélagið okkar,“ segir Lilja. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað til verkfallsaðgerða frá og með 22. júní en ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilu þeirra á fimmtudag. Svandís segir heilbrigðismál alltaf á dagskrá. „Þannig að þessi tillaga sprettur ekki bara upp úr því umhverfi sem við erum í núna varðandi kjaraviðræður við hjúkrunarfræðinga. Og heldur ekki þeirri staðreynd að við erum búin að vera að glíma við covid19 í vetur, heldur vegna þess að við erum búinn að undirbúa okkur undir þetta með löngum aðdraganda,“ segir Svandís. Hún vilji leggja allt að mörkum til að samningar náist sem fyrst við hjúkrunarfræðinga. „En Það eru samtöl í gangi, bæði formlega og óformleg og ég auðvitað vonast til að við náum að leysa þetta í tæka tíð.“ Þannig að það verði ekki að aðgerðum? „Já, þannig að það verði ekki að aðgerðum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir bæði formlegar og óformlegar viðræður eiga sér stað til lausnar á kjaradeilu ríkisins og hjúkrunarfræðinga og hún voni að deilan leysist áður en til aðgerða þeirra komi eftir um hálfan mánuð. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherrsa kynntu aðgerðir í dag til að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum. Svandís segir að unnið hafi verið að því frá því í fyrra haust að móta aðgerðir til að fjölga nemendum í læknisfræði, hjúkrunarfræði og sjúkraliðanámi. Þá verður boðið upp á nám í sjúkraþjálfun á háskólastigi við Háskólann á Akureyri. „Við erum að tala um að ráðist verði í að undirbúa fagnám á háskólastigi fyrir tuttugu sjúkraliða á ári við Háskólann á Akureyri. Það nám hefjist haustið 2021. En strax nú í haust hefjist undirbúningur í þeim efnum,“ segir Svandís. Þá verði skref stigið til að fjölga hjúkrunarfræðingum meðal annars með því að bjóða upp á BS nám í hjúkrunarfræði fyrir þá sem hafi lokið öðru háskólaprófi og hafi verið í þróun í töluverðan tíma, auk fjölgunar í inntöku í almennt hjúkrunarnám. Heilbrigðis- og menntamálaráðherra kynntu aðgerðir í morgun til að fjölga nemendum í hjúkrunarfræði og til að koma á sjúkraliðanámi á háskólastigi frá og með haustinu 2021.Stöð 2/Baldur „En við erum hér að tala um að bæta við tuttugu nemendum í haust í þessu námi við Háskóla Íslands og tuttugu nemendur í grunnnámi við Háskólann á Akureyri til BS prófs í hjúkrunarfræði. Þannig að við erum að tala um fjörtíu til viðbótar þarna,“ sagði Svandís. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir þetta mikilvægt skref í að bæta menntakerfið og í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi fjölgun kennara. Þegar ríkisstjórnin tók við hafi tíu ára spá gert ráð fyrir að þörf yrði á fleiri kennurum. „Við réðumst þar í markvissar aðgerðir og höfum algerlega náð að snúa við þróuninni. Til að mynda er 120 prósent aukning í leikskólakennarann á framhaldsskólastigi sem eru algerlega frábærar fréttir. Við erum að fjárfesta markvisst í mentun til að styrkja samfélagið okkar,“ segir Lilja. Hjúkrunarfræðingar hafa boðað til verkfallsaðgerða frá og með 22. júní en ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í deilu þeirra á fimmtudag. Svandís segir heilbrigðismál alltaf á dagskrá. „Þannig að þessi tillaga sprettur ekki bara upp úr því umhverfi sem við erum í núna varðandi kjaraviðræður við hjúkrunarfræðinga. Og heldur ekki þeirri staðreynd að við erum búin að vera að glíma við covid19 í vetur, heldur vegna þess að við erum búinn að undirbúa okkur undir þetta með löngum aðdraganda,“ segir Svandís. Hún vilji leggja allt að mörkum til að samningar náist sem fyrst við hjúkrunarfræðinga. „En Það eru samtöl í gangi, bæði formlega og óformleg og ég auðvitað vonast til að við náum að leysa þetta í tæka tíð.“ Þannig að það verði ekki að aðgerðum? „Já, þannig að það verði ekki að aðgerðum,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Fleiri verða teknir í nám í hjúkrun og boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi Gripið verður til ráðstafana til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði um árlega um tuttugu í Haskóla Íslands og annað eins við Háskólann á Akureyri. Auk þess verður boðið upp á sjúkraliðanám á diplómastigi haustið 2021 fyrir norðan. 9. júní 2020 14:16