CrossFit Reykjavík segir skilið við CrossFit nema að það verði afgerandi breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum CrossFit Reykjavík ásamt því að vera goðsögn í CrossFit heiminum. CrossFit Reykjavík heimtar nú breytingar á forystunni. Hér má sjá Anníe Mist með aðdáanda en myndin er af Instagram siðu CrossFit Reykjavík. Mynd/Instagram Fjölmargar CrossFit stöðvar í heiminum hafa slitið samstarfi sínu við CrossFit samtökin eða hóta því að gera það verði ekki gerðar alvöru breytingar hjá stjórn samtakanna. CrossFit Reykjavík æfingastöðin á Íslandi bættist í hóp þeirra í gærkvöldi. CrossFit Reykjavík hefur verið í fararbroddi hér á landi að tengja Ísland og CrossFit heiminn með því að halda alþjóðlega mótið Reykjavík CrossFit Championship og vera með CrossFit inn á Reykjavíkurleikunum. Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum stöðvarinnar ásamt þeim Evert Víglundssyni og Hrönn Svansdóttur. Það er ljóst á tilkynningu frá CrossFit Reykjavík inn á samfélagsmiðlum að nú sé CrossFit íþróttin á krossgötum og allur heimurinn heimtar nú afgerandi breytingar á forystusveitinni. „Við viljum að það komi skýrt fram að við erum ekki sammála orðum og gjörum Greg Glassmann undanfarna daga. Við trúum á samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem allir eru jafnir og öllum er sýnd virðing. Við munum ekki vera hluti af CrossFit eins og það er nema gerðar verði afgerandi breytingar,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit Reykjavík eins og sjá má hér fyrir neðan. Þessi skilaboð frá CrossFit Reykjavík átti líka að berast út því tilkynningin er fyrst á ensku, svo á íslensku. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) on Jun 8, 2020 at 2:03pm PDT CrossFit Reykjavík hefur líka ákveðið að halda ekki Reykjavík CrossFit Championship mótið undir merkjum CrossFit á næsta ári verði ekki tekið til hjá forystu CrossFit samtakanna eins og sjá má á þessari fésbókartilkynningu hér fyrir neðan. CrossFit Hengill stöðin hefur líka sent frá sér tilkynningu á Instagram þar kemur meðal annars fram að samstarfssamningur og aðild Hengils sé komið að endurnýjum í haust. „Við ætlum að nýta tímann til að huga vel að næstu skrefum. Hvort við munum halda áfram undir nafninu CrossFit Hengill eða slíta samstarfinu verður ákveðið á næstu misserum,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit. View this post on Instagram A post shared by Crossfit Hengill (@crossfit_hengill) on Jun 7, 2020 at 3:52pm PDT Það er löngu ljóst að tjón CrossFit samtakanna vegna orða framkvæmdastjóra síns Greg Glassmann er orðið gríðarlegt. Samtökin eru að missa hvern styrktaraðilinn á fætur öðrum eins og Reebok og Rogue og þá er fjölda stöðva einnig að slíta sig frá samtökunum. Það er erfitt að sjá Greg Glassmann kom að CrossFit íþróttinni aftur og kannski líklegast að núverandi eigendur selji og það komi inn alveg glæný forysta. CrossFit Dauði George Floyd Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Fjölmargar CrossFit stöðvar í heiminum hafa slitið samstarfi sínu við CrossFit samtökin eða hóta því að gera það verði ekki gerðar alvöru breytingar hjá stjórn samtakanna. CrossFit Reykjavík æfingastöðin á Íslandi bættist í hóp þeirra í gærkvöldi. CrossFit Reykjavík hefur verið í fararbroddi hér á landi að tengja Ísland og CrossFit heiminn með því að halda alþjóðlega mótið Reykjavík CrossFit Championship og vera með CrossFit inn á Reykjavíkurleikunum. Anníe Mist Þórisdóttir er einn af eigendum stöðvarinnar ásamt þeim Evert Víglundssyni og Hrönn Svansdóttur. Það er ljóst á tilkynningu frá CrossFit Reykjavík inn á samfélagsmiðlum að nú sé CrossFit íþróttin á krossgötum og allur heimurinn heimtar nú afgerandi breytingar á forystusveitinni. „Við viljum að það komi skýrt fram að við erum ekki sammála orðum og gjörum Greg Glassmann undanfarna daga. Við trúum á samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem allir eru jafnir og öllum er sýnd virðing. Við munum ekki vera hluti af CrossFit eins og það er nema gerðar verði afgerandi breytingar,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit Reykjavík eins og sjá má hér fyrir neðan. Þessi skilaboð frá CrossFit Reykjavík átti líka að berast út því tilkynningin er fyrst á ensku, svo á íslensku. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Reykjavík (@crossfitreykjavik) on Jun 8, 2020 at 2:03pm PDT CrossFit Reykjavík hefur líka ákveðið að halda ekki Reykjavík CrossFit Championship mótið undir merkjum CrossFit á næsta ári verði ekki tekið til hjá forystu CrossFit samtakanna eins og sjá má á þessari fésbókartilkynningu hér fyrir neðan. CrossFit Hengill stöðin hefur líka sent frá sér tilkynningu á Instagram þar kemur meðal annars fram að samstarfssamningur og aðild Hengils sé komið að endurnýjum í haust. „Við ætlum að nýta tímann til að huga vel að næstu skrefum. Hvort við munum halda áfram undir nafninu CrossFit Hengill eða slíta samstarfinu verður ákveðið á næstu misserum,“ segir í tilkynningunni frá CrossFit. View this post on Instagram A post shared by Crossfit Hengill (@crossfit_hengill) on Jun 7, 2020 at 3:52pm PDT Það er löngu ljóst að tjón CrossFit samtakanna vegna orða framkvæmdastjóra síns Greg Glassmann er orðið gríðarlegt. Samtökin eru að missa hvern styrktaraðilinn á fætur öðrum eins og Reebok og Rogue og þá er fjölda stöðva einnig að slíta sig frá samtökunum. Það er erfitt að sjá Greg Glassmann kom að CrossFit íþróttinni aftur og kannski líklegast að núverandi eigendur selji og það komi inn alveg glæný forysta.
CrossFit Dauði George Floyd Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum