Enski boltinn

Ekki einu sinni Fergu­son getur hjálpað honum að fá við­tal vegna þjálfara­starfs

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dwight Yorke og Andy Cole.
Dwight Yorke og Andy Cole. Mynd/Nordic Photos/Getty

Dwight Yorke, fyrrum leikmaður Manchester United, segir frá því í viðtali að hann eigi erfitt með að fá svo mikið sem viðtal vegna þjálfarastarfs hjá liðum, innan Englands.

York gerði garðinn frægan með United á árunum 1998 til 2002 en hann hefur enn ekki fengið sitt fyrsta þjálfarastarfs, þrátt fyrir að SIr Alex Ferguson, fyrrum þjálfari United, hafi hjálpað honum að finna sér starf.

„Það er staðreynd að Sir Alex Ferguson, sem hefur verið stórkostlegur og eins og faðir fyrir mig, hringdi í Aston Villa þegar ég sótti um þar til þess að gefa þeim sín meðmæli,“ sagði Yorke.

„Hann sagði alltaf við mig að ef ég þyrfti eitthvað, meðmæli til að komast inn í þjálfun, þá myndi hann gera það fyrir mig. Til dagsins í dag, þrátt fyrir hans hjálp, þá fæ ég ekki viðtal. Þetta er það sem við erum að berjast við í dag.“

„Þú hefur á hinn bóginn séð hvíta leikmenn gefið tækifæri með litla reynslu. Hingað til höfum við ekki séð svartan leikmann í ensku úrvalsdeildinni og ég myndi ganga svo langt að segja fólki að kíkja á starfsfólkið í kringum liðin. Það er líklega ekki ein svört manneskja þar. Þetta er alvöru vandamál.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×