Tveimur leikjum er lokið í 1.umferð Mjólkurbikars karla en leikið er út um allt land í bikarnum í dag.
Í Grafarvogi unnu Vængir Júpiters endurkomusigur gegn Knattspyrnufélagi Hlíðarenda. Hlíðarendapiltar leiddu í leikhléi en heimamenn náðu að skjóta sér áfram með þremur mörkum á síðasta stundarfjórðungi leiksins.
Í Mosfellsbæ sigraði Hvíti Riddarinn 2-1 gegn KFS en í Vesturbæ þurfti að framlengja þar sem 2.deildarliðin KV og Kári gerðu markalaust jafntefli.
Fréttin verður uppfærð með markaskorurum þegar þær upplýsingar berast.