Þrisvar sinnum fleiri Íslendingar taldir hafa fengið veiruna en greindust með hana Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. júní 2020 19:53 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Niðurstöður úr Covid-mótefnamælingum Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið kórónuveiruna en greindust með hana. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann telur jafnframt ráðlegt að ráðast í sýnatökur við landamærin nú í júní. Annað sé ábyrgðarleysi. Íslensk erfðagreining hefur nú lokið sýnatökum fyrir mótefnamælingar sínar í bili. Slembiúrtak þjóðarinnar var boðað í sýnatöku og náðist að taka sýni úr um þrjátíu þúsund manns, að sögn Kára. Nú er unnið að því að greina sýnin og niðurstöður klárar hjá mjög stórum hluta hópsins. „Og við vitum nokkurn veginn hversu stór hluti íslenskrar þjóðar er með mótefni gegn þessari veiru. Það er í kringum eitt prósent. Ef þú tekur í burtu þá sem eru með staðfesta sýkingu eða voru í sóttkví, tekur þá út fyrir sviga, þá er um það bil eitt prósent af þjóðinni sem er með mótefni gegn veirunni, sem bendir til þess að það séu svona þrisvar sinnum fleiri sem urðu fyrir veirunni heldur en greindust með veiruprófunum,“ sagði Kári. Þessi hópur hefði þannig líklega verið nægilega einkennalaus til að leita ekki á náðir heilbrigðiskerfisins. Staðfest smit hér á landi eru frá upphafi 1806, samkvæmt Covid.is. Ábyrgðarleysi að prófa ekki skimun Þá var Kári spurður út í fyrirhugaða veiruskimun á Keflavíkurflugvelli. Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimunina sem hefst 15. júní. Kári vissi ekki betur en að undirbúningurinn gengi prýðilega. Þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar yrði jafnmikil og þörf krefur. Kári kvaðst jafnframt þeirrar skoðunar að skimunina þyrfti að framkvæmda, annað væri ábyrgðarleysi. „Þegar maður veltir fyrir sér þessari opnun landamæra þá hefur vaknað sú spurning hvort það sé í sjálfu sér einhver ástæða til að skima. Það hefur meðal smitsjúkdómalækna komið upp sú spurning hvort það sé þess virði að setja í það þann starfskraft sem til þarf. Mér finnst þetta ósköp eðlileg spurning og ég er alls ekki viss um að skimunin komi til með að skila miklu. En ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að hún geri það,“ sagði Kári. „Og ég held að það sé nauðsynlegt að opna landið en ég held að það sé líka skynsamlegt að gera allt sem við getum til að minnka hættuna sem stafar af því. Og það væri ábyrgðarlaust að prófa ekki þessa skimun. Eftir tvær vikur má vel vera að við sitjum uppi með þá reynslu að hún skili engu, og ég vona svo sannarlega að það reynist vera svo. En það er líka sá möguleiki fyrir hendi að skimunin leiði í ljós að það streymi inn í landið svolítið af smituðu fólki sem þyrfti að setja í einangrun og sóttkví.“ Viðtalið við Kára í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05 Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. 28. maí 2020 19:06 Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Sjá meira
Niðurstöður úr Covid-mótefnamælingum Íslenskrar erfðagreiningar benda til þess að þrisvar sinnum fleiri Íslendingar hafi fengið kórónuveiruna en greindust með hana. Þetta kom fram í máli Kára Stefánssonar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann telur jafnframt ráðlegt að ráðast í sýnatökur við landamærin nú í júní. Annað sé ábyrgðarleysi. Íslensk erfðagreining hefur nú lokið sýnatökum fyrir mótefnamælingar sínar í bili. Slembiúrtak þjóðarinnar var boðað í sýnatöku og náðist að taka sýni úr um þrjátíu þúsund manns, að sögn Kára. Nú er unnið að því að greina sýnin og niðurstöður klárar hjá mjög stórum hluta hópsins. „Og við vitum nokkurn veginn hversu stór hluti íslenskrar þjóðar er með mótefni gegn þessari veiru. Það er í kringum eitt prósent. Ef þú tekur í burtu þá sem eru með staðfesta sýkingu eða voru í sóttkví, tekur þá út fyrir sviga, þá er um það bil eitt prósent af þjóðinni sem er með mótefni gegn veirunni, sem bendir til þess að það séu svona þrisvar sinnum fleiri sem urðu fyrir veirunni heldur en greindust með veiruprófunum,“ sagði Kári. Þessi hópur hefði þannig líklega verið nægilega einkennalaus til að leita ekki á náðir heilbrigðiskerfisins. Staðfest smit hér á landi eru frá upphafi 1806, samkvæmt Covid.is. Ábyrgðarleysi að prófa ekki skimun Þá var Kári spurður út í fyrirhugaða veiruskimun á Keflavíkurflugvelli. Íslensk erfðagreining mun aðstoða við skimunina sem hefst 15. júní. Kári vissi ekki betur en að undirbúningurinn gengi prýðilega. Þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar yrði jafnmikil og þörf krefur. Kári kvaðst jafnframt þeirrar skoðunar að skimunina þyrfti að framkvæmda, annað væri ábyrgðarleysi. „Þegar maður veltir fyrir sér þessari opnun landamæra þá hefur vaknað sú spurning hvort það sé í sjálfu sér einhver ástæða til að skima. Það hefur meðal smitsjúkdómalækna komið upp sú spurning hvort það sé þess virði að setja í það þann starfskraft sem til þarf. Mér finnst þetta ósköp eðlileg spurning og ég er alls ekki viss um að skimunin komi til með að skila miklu. En ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að hún geri það,“ sagði Kári. „Og ég held að það sé nauðsynlegt að opna landið en ég held að það sé líka skynsamlegt að gera allt sem við getum til að minnka hættuna sem stafar af því. Og það væri ábyrgðarlaust að prófa ekki þessa skimun. Eftir tvær vikur má vel vera að við sitjum uppi með þá reynslu að hún skili engu, og ég vona svo sannarlega að það reynist vera svo. En það er líka sá möguleiki fyrir hendi að skimunin leiði í ljós að það streymi inn í landið svolítið af smituðu fólki sem þyrfti að setja í einangrun og sóttkví.“ Viðtalið við Kára í Reykjavík síðdegis má hlusta á í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05 Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43 Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. 28. maí 2020 19:06 Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Sjá meira
Skimun á landamærum gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur Skimunin gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar og kostar svo 15 þúsund krónur. 5. júní 2020 12:05
Afbókaði fimm stóra hópa eftir fréttir af „gölnu“ skimunargjaldi Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fimmtán þúsund króna gjald fyrir sýnatöku á landamærum „galið“. 5. júní 2020 17:43
Um 0,9% Íslendinga myndað mótefni gegn veirunni Þegar þeir aðilar sem hafa fengið staðfest smit kórónuveirunnar og þeir sem hafa verið í sóttkví eru teknir út fyrir sviga hafa 0,9% íslensku þjóðarinnar myndað mótefni gegn kórónuveirunni. 28. maí 2020 19:06
Skimun besti kosturinn þrátt fyrir ummæli smitsjúkdómalæknis Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skimun fyrir kórónuveirunni á íslensku landamærunum sé besti kosturinn til að hindra útbreiðslu veirunnar. 2. júní 2020 19:08