Gríðarstór aurskriða sópaði átta húsum út a haf í Kråkneset í Norður-Noregi síðdegis í dag. Lögregla telur að engan hafi sakað í aurskriðunni en einn var fluttur úr nærliggjandi húsi.
Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi fór aurskriðan ekki hratt yfir en talið er að hún hafi verið yfir 650 breið.
Just now in Alta, Norway: Huge mudslide dragging several houses into the sea. pic.twitter.com/xR4t5zLI7m
— Jan Fredrik Drabløs (@JanFredrikD) June 3, 2020
Fyrstu tilkynningar um aurskriðuna bárust lögreglu klukkan 15.45 að norskum tíma. Allt tiltækt lið var kallað út. Í frétt NRK segir að lögregla vinni nú að því að ganga endanlega úr skugga um að enginn hafi lent í aurskriðunni, en ekkert bendir til þess að svo stöddu.
Á myndum má sjá að mikið brak er í sjónum og hvernig hús mara í hálfu kafi. Aurskriðan fór beint í Altafjörð og segir í frétt NRK að minni aurskriður hafi einnig fallið í skóinn eftir að lögregla mætti á svæðið.