10 dagar í Pepsi Max: Guðjón Pétur og Arnór eru aukaspyrnukóngarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 12:00 Guðjón Pétur Lýðsson er til hægri en til vinstri er úrklippa úr Frjálsi verslun í júlí 1998 þar sem er rétt um fjárfestingu Valsmanna að semja við Arnór Guðjohnsen. Skjámynd af timarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tveir leikmenn hafa náð því að skora fjögur aukaspyrnumörk á einu og sama tímabilinu í efstu deild í nútímafótbolta (frá 1977). Það eru Valsmaðurinn Arnór Guðjohnsen 1998 og Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson sumarið 2014. Heimkoma Arnórs Guðjohnsen sumarið 1998 er ein af þeim eftirminnilegri í sögu efstu deild. Arnór kom þá heim eftir tuttugu ár í atvinnumennsku og var öðrum fremur maðurinn sem bjargaði Valsmönnum frá falli. Arnór kom á Hlíðarenda um mitt sumar. Hann ákvað þann 3. júní að skipta yfir í Val og gat leikið með Valsmönnum frá og með 1. júlí. Fyrsti leikur hans á tímabilinu var síðan í Grindavík 5. júlí en sá leikur var í áttundu umferð. Arnór skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrsta leik og endurtók leikinn í næsta leik á eftir þegar aukaspyrnumark hans tryggði Val 1-0 sigur á Leiftri. Annað mark Arnórs ío 3-0 sigri á Þrótti á Laugardalsvellinum í 11. umferð kom beint úr aukaspyrnu en hitt með stórskotlegu skoti utan af vinstri kanti. Fjórða og síðasta aukaspyrnumark Arnórs á tímabilinu kom síðan í 4-2 sigri á Skagamönnum. Það var sjötti deildarleikur Arnórs eftir heimkomuna og hann skoraði í þeim sex mörk þar af fjögur beint úr aukaspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson tókst að jafna afrek Arnórs Guðjohnsen sextán árum síðan. Guðjón Pétur skoraði sitt fjórða aukaspyrnumark í jafnteflinu á móti Stjörnunni í 17. umferð en hann var þá að skora slíkt mark í öðrum leiknum í röð og jafnframt sitt þriðja mark beint úr aukaspyrnu í síðustu fjórum deildarleikjum Blika. Guðjón Pétur hafði þá skorað beint úr aukaspyrnu í 3-0 sigri á Fram, í 4-4 jafntefli á móti Keflavík og í jafntefli á móti Fylki í sjöundu umferð. Líkt og hjá Arnóri þá fór Guðjón Pétur í mikið stuð og skoraði þessi fjögur aukaspyrnumörk í þrettán leikjum um mitt mót. Arnór náði ekki að bæta við aukaspyrnumarki í fimm síðustu leikjum sínum sumarið 1998 og Guðjón Pétur skoraði heldur ekki aukaspyrnumark í síðustu fimm leikjum sínum. Arnór hafði bætt fimmtán ára gamalt met en þó að nokkrir hafi náð að skora þrjú aukaspyrnumörk hafði enginn náð að jafna afreki Arnórs fyrr en Guðjón Pétur fór í stuð. „Það er frábært að vera kominn á sama stað og þessi gæi en ég ætla að bæta þetta met,“ segir Guðjón í viðtali við Fréttablaðið 2014. Það tókst reyndar ekki sem þýðir að Guðjón Pétur Lýðsson og Arnór Guðjohnsen eiga enn metið saman yfir flest mörk beint úr aukaspyrnu á einu tímabili. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tveir leikmenn hafa náð því að skora fjögur aukaspyrnumörk á einu og sama tímabilinu í efstu deild í nútímafótbolta (frá 1977). Það eru Valsmaðurinn Arnór Guðjohnsen 1998 og Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson sumarið 2014. Heimkoma Arnórs Guðjohnsen sumarið 1998 er ein af þeim eftirminnilegri í sögu efstu deild. Arnór kom þá heim eftir tuttugu ár í atvinnumennsku og var öðrum fremur maðurinn sem bjargaði Valsmönnum frá falli. Arnór kom á Hlíðarenda um mitt sumar. Hann ákvað þann 3. júní að skipta yfir í Val og gat leikið með Valsmönnum frá og með 1. júlí. Fyrsti leikur hans á tímabilinu var síðan í Grindavík 5. júlí en sá leikur var í áttundu umferð. Arnór skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrsta leik og endurtók leikinn í næsta leik á eftir þegar aukaspyrnumark hans tryggði Val 1-0 sigur á Leiftri. Annað mark Arnórs ío 3-0 sigri á Þrótti á Laugardalsvellinum í 11. umferð kom beint úr aukaspyrnu en hitt með stórskotlegu skoti utan af vinstri kanti. Fjórða og síðasta aukaspyrnumark Arnórs á tímabilinu kom síðan í 4-2 sigri á Skagamönnum. Það var sjötti deildarleikur Arnórs eftir heimkomuna og hann skoraði í þeim sex mörk þar af fjögur beint úr aukaspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson tókst að jafna afrek Arnórs Guðjohnsen sextán árum síðan. Guðjón Pétur skoraði sitt fjórða aukaspyrnumark í jafnteflinu á móti Stjörnunni í 17. umferð en hann var þá að skora slíkt mark í öðrum leiknum í röð og jafnframt sitt þriðja mark beint úr aukaspyrnu í síðustu fjórum deildarleikjum Blika. Guðjón Pétur hafði þá skorað beint úr aukaspyrnu í 3-0 sigri á Fram, í 4-4 jafntefli á móti Keflavík og í jafntefli á móti Fylki í sjöundu umferð. Líkt og hjá Arnóri þá fór Guðjón Pétur í mikið stuð og skoraði þessi fjögur aukaspyrnumörk í þrettán leikjum um mitt mót. Arnór náði ekki að bæta við aukaspyrnumarki í fimm síðustu leikjum sínum sumarið 1998 og Guðjón Pétur skoraði heldur ekki aukaspyrnumark í síðustu fimm leikjum sínum. Arnór hafði bætt fimmtán ára gamalt met en þó að nokkrir hafi náð að skora þrjú aukaspyrnumörk hafði enginn náð að jafna afreki Arnórs fyrr en Guðjón Pétur fór í stuð. „Það er frábært að vera kominn á sama stað og þessi gæi en ég ætla að bæta þetta met,“ segir Guðjón í viðtali við Fréttablaðið 2014. Það tókst reyndar ekki sem þýðir að Guðjón Pétur Lýðsson og Arnór Guðjohnsen eiga enn metið saman yfir flest mörk beint úr aukaspyrnu á einu tímabili.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn