Ekki bjartsýn á að Þjóðhátíð verði með hefðbundnu sniði Sylvía Hall skrifar 3. júní 2020 09:00 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Jói K. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, telur ólíklegt að Þjóðhátíð fari fram í sömu mynd og hún hefur verið haldin undanfarin ár. Það séu þó allar líkur á því að hátíðin verði haldin, enda hafi hún verið haldin samfleytt frá árinu 1874. „Við áttum okkur öll á því að þetta sumar verður öðruvísi en ég hef sagt það áður að Þjóðhátíðin er í okkar huga líka menningarhátíð, það er búið að halda hana síðan 1874 þannig hún er ekki svo auðveldlega slegin af,“ sagði Íris í viðtali við Bítið í morgun. Það sé þó ekki undir henni komið að taka þá ákvörðun en í ljósi aðstæðna virðist vera ljóst að breytinga sé þörf á útfærslunni í ár. „Menn hafa ekki blásið neitt af enn þá, en ég náttúrulega er ekki bjartsýn á að það verði haldin þessi hefðbundna Þjóðhátíð.“ Hún býst því ekki við að sjá 17 þúsund manns safnast saman í brekkunni þetta árið. Ef tekið er tillit til þeirra takmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins er ljóst að sú útfærsla gengi ekki upp, og í ofanálag má skemmtanahald ekki vera lengur 23. „Ég held að það yrði pínu erfitt að sópa út úr dalnum klukkan ellefu.“ Gosið kom ekki í veg fyrir Þjóðhátíð Hún segir menningarlegt gildi Þjóðhátíðar vera gríðarlega mikið, sérstaklega fyrir Vestmanneyinga. Því sé ekki hlaupið til og frestað hátíðinni þó útlitið sé slæmt heldur beðið átekta og reynt að tryggja það að hún geti farið fram með einhverjum hætti. „Það er auðvitað búið að halda Þjóðhátíðina [frá 1874]. Það var haldin Þjóðhátíð 1973, með allt öðrum hætti, en hún var haldin.“ Að sögn Írisar hefur veturinn verið erfiður fyrir Vestmanneyinga og því sé allt kapp lagt á það að stórir menningarviðburðir geti farið fram, til að mynda Goslokahátíðin og stærri íþróttamót. Bærinn hafi verið gagnrýndur fyrir þá stefnu en það sé mikilvægt fyrir samfélagið. „Við ætlum að reyna að gera þetta, þetta er búið að vera erfiður vetur og fólkið okkar þarf svolítið tilbreytingu. Það verður eins með Þjóðhátíð og Goslokahátíðina, það verður að sníða sér stakk eftir vexti og það kæmi mér mjög á óvart ef henni yrði algjörlega aflýst,“ segir Íris. Íþróttamótin á sínum stað Þá stendur sömuleiðis til að halda þau íþróttamót sem voru á dagskrá í bæjarfélaginu í sumar. Einhverjar breytingar verða þó gerðar svo öllum tilmælum yfirvalda sé fylgt. „Þetta sumar verður náttúrulega svolítið öðruvísi en öll önnur en það eru engar takmarkanir börnum og íþróttaiðkun barna. Það er búið að vinna þetta í samstarfi við aðgerðastjórn og almannavarnir og allt það, þannig að þetta er bara unnið eins og önnur fótboltamót á Íslandi verða í sumar.“ Hún segir breyttar reglur snúa einna helst að skemmtunum og öðru sem mótunum fylgir. Leikirnir sjálfir fari fram með hefðbundnu sniði en kvöldvökum og matartímum fylgi strangari reglur til þess að koma í veg fyrir smithættu. „Foreldrar eru ekki að koma inn á þessu stóru viðburði, og það er verið að hugsa verðlaunaafhendingu og annað öðruvísi,“ segir Íris og bætir við að það sé viðbragðsáætlun sem fylgi mótunum. Fyrst og fremst sé þó ánægjulegt að mótin fari fram. „Það gengur vel og börnin eru spennt, enda er gríðarlega gaman að koma til Vestmannaeyja.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Írisi í fullri lengd. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Bítið Tengdar fréttir Eyjamenn aldrei verið jafnspenntir og boða fótboltamótin samkvæmt áætlun Orkumótið í Eyjum verður haldið 24.-27. júní í sumar og mun það verða með sama sniði og undanfarin ár. 6. maí 2020 14:58 Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð á venjulegum tíma en mögulega með breyttu sniði Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. 14. apríl 2020 18:01 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, telur ólíklegt að Þjóðhátíð fari fram í sömu mynd og hún hefur verið haldin undanfarin ár. Það séu þó allar líkur á því að hátíðin verði haldin, enda hafi hún verið haldin samfleytt frá árinu 1874. „Við áttum okkur öll á því að þetta sumar verður öðruvísi en ég hef sagt það áður að Þjóðhátíðin er í okkar huga líka menningarhátíð, það er búið að halda hana síðan 1874 þannig hún er ekki svo auðveldlega slegin af,“ sagði Íris í viðtali við Bítið í morgun. Það sé þó ekki undir henni komið að taka þá ákvörðun en í ljósi aðstæðna virðist vera ljóst að breytinga sé þörf á útfærslunni í ár. „Menn hafa ekki blásið neitt af enn þá, en ég náttúrulega er ekki bjartsýn á að það verði haldin þessi hefðbundna Þjóðhátíð.“ Hún býst því ekki við að sjá 17 þúsund manns safnast saman í brekkunni þetta árið. Ef tekið er tillit til þeirra takmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins er ljóst að sú útfærsla gengi ekki upp, og í ofanálag má skemmtanahald ekki vera lengur 23. „Ég held að það yrði pínu erfitt að sópa út úr dalnum klukkan ellefu.“ Gosið kom ekki í veg fyrir Þjóðhátíð Hún segir menningarlegt gildi Þjóðhátíðar vera gríðarlega mikið, sérstaklega fyrir Vestmanneyinga. Því sé ekki hlaupið til og frestað hátíðinni þó útlitið sé slæmt heldur beðið átekta og reynt að tryggja það að hún geti farið fram með einhverjum hætti. „Það er auðvitað búið að halda Þjóðhátíðina [frá 1874]. Það var haldin Þjóðhátíð 1973, með allt öðrum hætti, en hún var haldin.“ Að sögn Írisar hefur veturinn verið erfiður fyrir Vestmanneyinga og því sé allt kapp lagt á það að stórir menningarviðburðir geti farið fram, til að mynda Goslokahátíðin og stærri íþróttamót. Bærinn hafi verið gagnrýndur fyrir þá stefnu en það sé mikilvægt fyrir samfélagið. „Við ætlum að reyna að gera þetta, þetta er búið að vera erfiður vetur og fólkið okkar þarf svolítið tilbreytingu. Það verður eins með Þjóðhátíð og Goslokahátíðina, það verður að sníða sér stakk eftir vexti og það kæmi mér mjög á óvart ef henni yrði algjörlega aflýst,“ segir Íris. Íþróttamótin á sínum stað Þá stendur sömuleiðis til að halda þau íþróttamót sem voru á dagskrá í bæjarfélaginu í sumar. Einhverjar breytingar verða þó gerðar svo öllum tilmælum yfirvalda sé fylgt. „Þetta sumar verður náttúrulega svolítið öðruvísi en öll önnur en það eru engar takmarkanir börnum og íþróttaiðkun barna. Það er búið að vinna þetta í samstarfi við aðgerðastjórn og almannavarnir og allt það, þannig að þetta er bara unnið eins og önnur fótboltamót á Íslandi verða í sumar.“ Hún segir breyttar reglur snúa einna helst að skemmtunum og öðru sem mótunum fylgir. Leikirnir sjálfir fari fram með hefðbundnu sniði en kvöldvökum og matartímum fylgi strangari reglur til þess að koma í veg fyrir smithættu. „Foreldrar eru ekki að koma inn á þessu stóru viðburði, og það er verið að hugsa verðlaunaafhendingu og annað öðruvísi,“ segir Íris og bætir við að það sé viðbragðsáætlun sem fylgi mótunum. Fyrst og fremst sé þó ánægjulegt að mótin fari fram. „Það gengur vel og börnin eru spennt, enda er gríðarlega gaman að koma til Vestmannaeyja.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Írisi í fullri lengd.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Bítið Tengdar fréttir Eyjamenn aldrei verið jafnspenntir og boða fótboltamótin samkvæmt áætlun Orkumótið í Eyjum verður haldið 24.-27. júní í sumar og mun það verða með sama sniði og undanfarin ár. 6. maí 2020 14:58 Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð á venjulegum tíma en mögulega með breyttu sniði Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. 14. apríl 2020 18:01 Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Fleiri fréttir Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Sjá meira
Eyjamenn aldrei verið jafnspenntir og boða fótboltamótin samkvæmt áætlun Orkumótið í Eyjum verður haldið 24.-27. júní í sumar og mun það verða með sama sniði og undanfarin ár. 6. maí 2020 14:58
Vonast til að geta haldið Þjóðhátíð á venjulegum tíma en mögulega með breyttu sniði Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) og Þjóðhátíðarnefnd ætla ekki að hætta undirbúningi við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem alla jafna fer fram fyrstu helgina í ágúst á hverju ári. Ráðstafanir verða nú gerðar svo hægt verði að halda hátíðina í breyttri mynd, ef á þarf að halda. 14. apríl 2020 18:01
Sextíu til sjötíu prósent af tekjum ÍBV eru í algjöru uppnámi Mikil óvissa er um hvort hægt verði að halda stórar fjöldasamkomur í sumar. Fiskidagurinn mikli á Dalvík fer ekki fram í ár en margir aðrir hyggjast reyna að halda sínar hátíðir í breyttri mynd. 15. apríl 2020 19:45