Trudeau þagði vel og lengi áður en hann svaraði spurningu um Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2020 22:04 Justin Trudeau er forsætisráðherra Kanada. Getty/Abdulhamid Hosbas Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, valdi orð sín afar gætilega er hann var spurður um ástandið í Bandaríkjunum og viðbrögð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við því, á blaðamannafundi í dag. Dauði hins 46 ára gamla George Floyd sem lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis hefur hrundið af stað mótmælaöldu um gervöll Bandaríkin. Á blaðamannafundinum var Trudeau spurður álits á ástandinu í Bandaríkjunum, og hvað honum findist um viðbrögð kollega síns hinum megin við landamærin. Í stað þess að svara um hæl þagði Trudeau. Eftir nokkrar sekúndur virtist hann ætla að segja eitthvað, en hætti við. Alls þagði hann í 21 sekúndu áður en svarið komið. „Við horfum öll á með hryllingi og erum með áhyggjur af því hvað er í gangi í Bandaríkjunum,“ sagði Trudeau varlega. „Þetta er tími til þess að koma fólki saman, tími til að hlusta, tími til að átta sig á því hvaða óréttlæti lifir áfram, þrátt fyrir þau framfaraskref sem stigin eru í gegnum árin og áratugina,“ sagði Trudeau áður en hann minnti Kanadabúa á það að þeir væru ekki lausir við það óréttlæti sem væri að sýna sig í Bandaríkjunum. Athygli vakti að nafn Trump eða afstaða hans til þeirra sem eru að mótmæla kom aldrei til tals í svari Trudeau en myndband af ræðu hans má sjá hér að neðan. Kanada Dauði George Floyd Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, valdi orð sín afar gætilega er hann var spurður um ástandið í Bandaríkjunum og viðbrögð Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við því, á blaðamannafundi í dag. Dauði hins 46 ára gamla George Floyd sem lét lífið eftir afskipti lögreglunnar í Minneapolis hefur hrundið af stað mótmælaöldu um gervöll Bandaríkin. Á blaðamannafundinum var Trudeau spurður álits á ástandinu í Bandaríkjunum, og hvað honum findist um viðbrögð kollega síns hinum megin við landamærin. Í stað þess að svara um hæl þagði Trudeau. Eftir nokkrar sekúndur virtist hann ætla að segja eitthvað, en hætti við. Alls þagði hann í 21 sekúndu áður en svarið komið. „Við horfum öll á með hryllingi og erum með áhyggjur af því hvað er í gangi í Bandaríkjunum,“ sagði Trudeau varlega. „Þetta er tími til þess að koma fólki saman, tími til að hlusta, tími til að átta sig á því hvaða óréttlæti lifir áfram, þrátt fyrir þau framfaraskref sem stigin eru í gegnum árin og áratugina,“ sagði Trudeau áður en hann minnti Kanadabúa á það að þeir væru ekki lausir við það óréttlæti sem væri að sýna sig í Bandaríkjunum. Athygli vakti að nafn Trump eða afstaða hans til þeirra sem eru að mótmæla kom aldrei til tals í svari Trudeau en myndband af ræðu hans má sjá hér að neðan.
Kanada Dauði George Floyd Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Sjá meira