RÚV braut fjölmiðlalög með birtingu Exit á vefnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. júní 2020 16:43 Rúv er gert að fjarlægja þættina Exit úr spilaranum á ruv.is. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið braut fjölmiðlalög um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntunmeð því að hafa gert þáttaröðina Exit, sem bönnuð er börnum yngri en 16 ára, aðgengilega öllum í spilara RÚV án möguleika á aðgangsstýringu. Þá er Ríkisútvarpinu gert að greiða 1,2 milljóna króna í stjórnvaldssekt auk þess að fjarlægja þáttaröðina úr spilaranum fyrir 5. júní næstkomandi að því er kemur fram í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun þann 2. febrúar síðastliðinn frá framkvæmdastjóra sölusviðs Símans fyrir hönd fyrirtækisins. Fram kom í kvörtuninni að kvartandi teldi lög hafa verið brotin um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni. Þá kom fram að um einstaklega gróft efni væri að ræða sem bannað væri börnum yngri en 16 ára. Engar aðgangsstýringar væru til staðar í spilara RÚV til að vernda börn og ungmenni og því „lægi efnið einfaldlega þarna með Krakkafréttum og Stundinni okkar.“ Þá var jafnframt vakin athygli á því hvernig Ríkisútvarpið kynnti þættina Exit. Í viðhengi fylgdi skjáskot af Facebook síðu RÚV þar sem umfjöllun um þættina sem birtist á ruv.is er deilt. Í umfjölluninni kemur fram að holskefla kvartana hafi borist NRK í Noregi vegna þáttaraðarinnar og væri Ríkisútvarpið að mati kvartanda „meira en meðvitað um hversu grófir og hrottalegir þættirnir eru en lætur sér í léttu rúmi liggja að þeir séu aðgengilegir í opnum spilara þvert á reglur.“ Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norska fjármálaheiminum og segja frá fjórum vinum sem allir eru vellauðugir, fagna velgengni í starfi og eiga fjölskyldur. Þeim leiðist þó og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínum, meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Stuttu eftir að kvörtunin barst fjölmiðlanefnd útfærði Ríkisútvarpið aðvörun í spilara RÚV sem birtist fyrir myndefni sem bannað er börnum yngri en 12 eða 16 ára. Nú birtist gluggi yfir myndefni sem bannað er börnum þar sem fram kemur að þetta dagskrárefni sé ekki við hæfi barna. Notandinn fær valmöguleika um að fara á forsíðu spilara RÚV eða staðfesta að hann sé „12 ára eða eldri“ eða „16 ára eða eldri,“ eftir því hvaða myndefni er valið. Með því að staðfesta aldur hverfur glugginn og er hægt að spila myndbandið. Aðvörunin var ekki til staðar þegar kvörtunin barst fjölmiðlanefnd. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Ríkisútvarpið braut fjölmiðlalög um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni eftir pöntunmeð því að hafa gert þáttaröðina Exit, sem bönnuð er börnum yngri en 16 ára, aðgengilega öllum í spilara RÚV án möguleika á aðgangsstýringu. Þá er Ríkisútvarpinu gert að greiða 1,2 milljóna króna í stjórnvaldssekt auk þess að fjarlægja þáttaröðina úr spilaranum fyrir 5. júní næstkomandi að því er kemur fram í ákvörðun fjölmiðlanefndar. Fjölmiðlanefnd barst kvörtun þann 2. febrúar síðastliðinn frá framkvæmdastjóra sölusviðs Símans fyrir hönd fyrirtækisins. Fram kom í kvörtuninni að kvartandi teldi lög hafa verið brotin um vernd barna gegn skaðlegu hljóð- og myndmiðlunarefni. Þá kom fram að um einstaklega gróft efni væri að ræða sem bannað væri börnum yngri en 16 ára. Engar aðgangsstýringar væru til staðar í spilara RÚV til að vernda börn og ungmenni og því „lægi efnið einfaldlega þarna með Krakkafréttum og Stundinni okkar.“ Þá var jafnframt vakin athygli á því hvernig Ríkisútvarpið kynnti þættina Exit. Í viðhengi fylgdi skjáskot af Facebook síðu RÚV þar sem umfjöllun um þættina sem birtist á ruv.is er deilt. Í umfjölluninni kemur fram að holskefla kvartana hafi borist NRK í Noregi vegna þáttaraðarinnar og væri Ríkisútvarpið að mati kvartanda „meira en meðvitað um hversu grófir og hrottalegir þættirnir eru en lætur sér í léttu rúmi liggja að þeir séu aðgengilegir í opnum spilara þvert á reglur.“ Þættirnir eru byggðir á sönnum frásögnum úr norska fjármálaheiminum og segja frá fjórum vinum sem allir eru vellauðugir, fagna velgengni í starfi og eiga fjölskyldur. Þeim leiðist þó og leita útgönguleiða úr daglegu lífi sínum, meðal annars með ofbeldi, eiturlyfjum og kynlífi. Stuttu eftir að kvörtunin barst fjölmiðlanefnd útfærði Ríkisútvarpið aðvörun í spilara RÚV sem birtist fyrir myndefni sem bannað er börnum yngri en 12 eða 16 ára. Nú birtist gluggi yfir myndefni sem bannað er börnum þar sem fram kemur að þetta dagskrárefni sé ekki við hæfi barna. Notandinn fær valmöguleika um að fara á forsíðu spilara RÚV eða staðfesta að hann sé „12 ára eða eldri“ eða „16 ára eða eldri,“ eftir því hvaða myndefni er valið. Með því að staðfesta aldur hverfur glugginn og er hægt að spila myndbandið. Aðvörunin var ekki til staðar þegar kvörtunin barst fjölmiðlanefnd.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira