„Teygðum okkur eins langt og við töldum mögulegt“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2020 08:00 Guðni Bergsson, formaður KSÍ. vísir „Við teygðum okkur eins langt og við töldum mögulegt, og jafnvel aðeins lengra,“ segir Guðni Bergsson um 120 milljóna króna fyrirgreiðslu KSÍ til aðildarfélaga. Fjárhagskrísa knattspyrnufélaga landsins varð til þess að stjórn KSÍ samþykkti að veita 100 milljónum króna af eigin fé til aðildarfélaga og fá þau félög sem mest hlutu tæplega 5,7 milljónir í sinn hlut. Áður hafði verið samþykkt að fella niður þátttökugjöld og ferðajöfnunargjöld vegna komandi keppnistímabils, samtals um 20 milljónir króna. „Ég held að það hafi verið almenn sátt um þessar aðgerðir. Við höfum farið vel yfir og greint ástandið í samvinnu við Deloitte, bæði hjá félögunum sjálfum og svo auðvitað varðandi fjárhag KSÍ. Það er að mörgu að huga en við gerðum það að markmiði að reyna að gera eins vel og hægt er í stöðunni fyrir aðildarfélögin, en með ábyrgum hætti,“ sagði Guðni við Vísi. „Algjörlega óábyrgt“ að fara að ráðum Geirs Ljóst er að sum félög eru enn illa stödd, þrátt fyrir þessa aðstoð og fyrri aðgerðir KSÍ sem fólust í fyrirframgreiðslum til aðildarfélaga. Forveri Guðna í starfi, Geir Þorsteinsson sem nú er framkvæmdastjóri ÍA, kallaði í pistli á Facebook eftir mun meiri fjárstuðningi við aðildarfélög KSÍ: „Ég verð að segja það að það væri algjörlega óábyrgt á þessum tímapunkti. Við teygðum okkur eins langt og við töldum mögulegt, og jafnvel aðeins lengra, til að reyna að styðja við aðildarfélögin eins og okkar hlutverk og skylda er. Við höfum tæplega 350 milljónir til að spila úr, í handbæru eigin fé, og í vissum sviðsmyndum gætum við mögulega séð fram á tekjutap upp á 100-200 milljónir. Við verðum því auðvitað að fara varlega og ég held að það sé vilji aðildarfélaganna að KSÍ passi upp á sinn fjárhag og sé með trausta eiginfjárstöðu. Enda var á þeim fundum sem við höfum átt mikil sátt með þessa útfærslu, að þarna væri gengið eins langt og við mættum mögulega ganga,“ sagði Guðni. Íslandsmótið í fótbolta hefst loksins eftir tvær vikur. Tekjur af miðasölu hjálpa íslensku félögunum að einhverju leyti. „Við vonumst auðvitað til þess að þegar mótið er loksins að byrja þá verði ekki of mikil skerðing á aðsókn, þó að vissulega verði takmarkanir í byrjun sem fljótt ætti að verða aflétt,“ sagði Guðni.VÍSIR/DANÍEL En telur hann þá nóg að gert fyrir félögin með þessum nýjustu aðgerðum? „Þetta er fyrirgreiðsla upp á 120 milljónir og hún hjálpar að sjálfsögðu til í þessum örðugleikum sem aðildarfélögin eiga við. Við höfum svo auðvitað verið í hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum, sem hafa greitt í sjóð sem ÍSÍ er í forsvari fyrir og auðvitað fer hluti af honum til knattspyrnunnar. Svo er vonast til að sveitarfélögin komi að þessu líka og ég býst við og vonast eftir frekari framlögum til íþróttahreyfingarinnar því að það er virkilega þörf á því,“ segir Guðni, og bætir við: „Þetta hjálpar allt til og ég veit að aðildarfélögin eru öll að gera sitt besta til að vinna sig út úr þessari stöðu. Það má ekki gleyma samningunum við starfsfólk, þjálfara og leikmenn sem að hafa líka lagt sín lóð á vogarskálarnar með lækkun launa.“ Ótímabært að velta fyrir sér EM-peningum Fjárhagsáætlun KSÍ gerir ekki ráð fyrir því að íslenska karlalandsliðið tryggi sér sæti á EM á næsta ári en takist það, hvenær svo sem að umspilið verður klárað, er ljóst að af því myndu hljótast miklar tekjur sem aðildarfélögin myndu eflaust njóta góðs af. Guðni segir reyndar ekki tímabært að velta vöngum yfir þessum málum. „Þótt að við séum bjartsýn og ætlum okkur á EM þá vitum við að það er bara eitt lið úr fjögurra liða umspili sem kemst þangað. Þó að við séum bjartsýn gengur ekki að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlunum að við komumst á EM. Vonandi verður það seinni tíma úrlausnarefni hvernig við nýtum okkur það.“ Komist hetjurnar í íslenska karlalandsliðinu á EM myndi það færa KSÍ miklar tekjur.vísir/getty Íslenski boltinn KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ greiðir 100 milljónir af eigin fé til félaganna Aðildarfélög KSÍ skipta með sér 100 milljónum af eigin fé sambandsins. 29. maí 2020 15:54 Geir segir KSÍ sitja á digrum sjóðum og gagnrýnir Guðna og félaga fyrir að gera ekki nóg Fyrrum formaður KSÍ til tíu ára gagnrýnir Knattspyrnusambandið og óskar eftir meiri fjárhagslegum stuðningi úr digrum sjóðum KSÍ 29. maí 2020 09:45 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Við teygðum okkur eins langt og við töldum mögulegt, og jafnvel aðeins lengra,“ segir Guðni Bergsson um 120 milljóna króna fyrirgreiðslu KSÍ til aðildarfélaga. Fjárhagskrísa knattspyrnufélaga landsins varð til þess að stjórn KSÍ samþykkti að veita 100 milljónum króna af eigin fé til aðildarfélaga og fá þau félög sem mest hlutu tæplega 5,7 milljónir í sinn hlut. Áður hafði verið samþykkt að fella niður þátttökugjöld og ferðajöfnunargjöld vegna komandi keppnistímabils, samtals um 20 milljónir króna. „Ég held að það hafi verið almenn sátt um þessar aðgerðir. Við höfum farið vel yfir og greint ástandið í samvinnu við Deloitte, bæði hjá félögunum sjálfum og svo auðvitað varðandi fjárhag KSÍ. Það er að mörgu að huga en við gerðum það að markmiði að reyna að gera eins vel og hægt er í stöðunni fyrir aðildarfélögin, en með ábyrgum hætti,“ sagði Guðni við Vísi. „Algjörlega óábyrgt“ að fara að ráðum Geirs Ljóst er að sum félög eru enn illa stödd, þrátt fyrir þessa aðstoð og fyrri aðgerðir KSÍ sem fólust í fyrirframgreiðslum til aðildarfélaga. Forveri Guðna í starfi, Geir Þorsteinsson sem nú er framkvæmdastjóri ÍA, kallaði í pistli á Facebook eftir mun meiri fjárstuðningi við aðildarfélög KSÍ: „Ég verð að segja það að það væri algjörlega óábyrgt á þessum tímapunkti. Við teygðum okkur eins langt og við töldum mögulegt, og jafnvel aðeins lengra, til að reyna að styðja við aðildarfélögin eins og okkar hlutverk og skylda er. Við höfum tæplega 350 milljónir til að spila úr, í handbæru eigin fé, og í vissum sviðsmyndum gætum við mögulega séð fram á tekjutap upp á 100-200 milljónir. Við verðum því auðvitað að fara varlega og ég held að það sé vilji aðildarfélaganna að KSÍ passi upp á sinn fjárhag og sé með trausta eiginfjárstöðu. Enda var á þeim fundum sem við höfum átt mikil sátt með þessa útfærslu, að þarna væri gengið eins langt og við mættum mögulega ganga,“ sagði Guðni. Íslandsmótið í fótbolta hefst loksins eftir tvær vikur. Tekjur af miðasölu hjálpa íslensku félögunum að einhverju leyti. „Við vonumst auðvitað til þess að þegar mótið er loksins að byrja þá verði ekki of mikil skerðing á aðsókn, þó að vissulega verði takmarkanir í byrjun sem fljótt ætti að verða aflétt,“ sagði Guðni.VÍSIR/DANÍEL En telur hann þá nóg að gert fyrir félögin með þessum nýjustu aðgerðum? „Þetta er fyrirgreiðsla upp á 120 milljónir og hún hjálpar að sjálfsögðu til í þessum örðugleikum sem aðildarfélögin eiga við. Við höfum svo auðvitað verið í hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum, sem hafa greitt í sjóð sem ÍSÍ er í forsvari fyrir og auðvitað fer hluti af honum til knattspyrnunnar. Svo er vonast til að sveitarfélögin komi að þessu líka og ég býst við og vonast eftir frekari framlögum til íþróttahreyfingarinnar því að það er virkilega þörf á því,“ segir Guðni, og bætir við: „Þetta hjálpar allt til og ég veit að aðildarfélögin eru öll að gera sitt besta til að vinna sig út úr þessari stöðu. Það má ekki gleyma samningunum við starfsfólk, þjálfara og leikmenn sem að hafa líka lagt sín lóð á vogarskálarnar með lækkun launa.“ Ótímabært að velta fyrir sér EM-peningum Fjárhagsáætlun KSÍ gerir ekki ráð fyrir því að íslenska karlalandsliðið tryggi sér sæti á EM á næsta ári en takist það, hvenær svo sem að umspilið verður klárað, er ljóst að af því myndu hljótast miklar tekjur sem aðildarfélögin myndu eflaust njóta góðs af. Guðni segir reyndar ekki tímabært að velta vöngum yfir þessum málum. „Þótt að við séum bjartsýn og ætlum okkur á EM þá vitum við að það er bara eitt lið úr fjögurra liða umspili sem kemst þangað. Þó að við séum bjartsýn gengur ekki að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlunum að við komumst á EM. Vonandi verður það seinni tíma úrlausnarefni hvernig við nýtum okkur það.“ Komist hetjurnar í íslenska karlalandsliðinu á EM myndi það færa KSÍ miklar tekjur.vísir/getty
Íslenski boltinn KSÍ Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir KSÍ greiðir 100 milljónir af eigin fé til félaganna Aðildarfélög KSÍ skipta með sér 100 milljónum af eigin fé sambandsins. 29. maí 2020 15:54 Geir segir KSÍ sitja á digrum sjóðum og gagnrýnir Guðna og félaga fyrir að gera ekki nóg Fyrrum formaður KSÍ til tíu ára gagnrýnir Knattspyrnusambandið og óskar eftir meiri fjárhagslegum stuðningi úr digrum sjóðum KSÍ 29. maí 2020 09:45 KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
KSÍ greiðir 100 milljónir af eigin fé til félaganna Aðildarfélög KSÍ skipta með sér 100 milljónum af eigin fé sambandsins. 29. maí 2020 15:54
Geir segir KSÍ sitja á digrum sjóðum og gagnrýnir Guðna og félaga fyrir að gera ekki nóg Fyrrum formaður KSÍ til tíu ára gagnrýnir Knattspyrnusambandið og óskar eftir meiri fjárhagslegum stuðningi úr digrum sjóðum KSÍ 29. maí 2020 09:45
KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. 26. maí 2020 07:30