Dúndur veitingastaðir á hjólum fara í öll úthverfin og landsbyggðina Sylvía Hall skrifar 29. maí 2020 19:59 Vala Matt fór og skoðaði matarvagna sem ferðast um bæinn. Vísir Eitt af því skemmtilegasta sem Covid-19 leiddi af sér eru ævintýralega góðir veitingastaðir á hjólum sem nú fara í öll úthverfi Reykjavíkur og miðborgina, og svo í framhaldinu út á landsbyggðina. Matur í hæsta gæðaflokki færður í öll hverfi bæjarins. Fjölbreytnin er mikil og hafa margir veitingastaðir slegið þvílíkt í gegn. Rótgrónir veitingastaðir hafa snúið vörn í sókn og bjóða nú uppá að tekinn sé matur heim og einnig heimsendingarþjónustu. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í sælkeraleiðangur og skoðaði dýrindis matarvagna og veitingastaði í nýju umhverfi heimsfaraldurs. Facebook-síðurnar Reykjavík Street Food og Matarvagnar og Götubiti á Íslandi hafa að geyma helstu upplýsingar um ferðir vagnanna. Róbert Aron Magnússon segir framtakið hafa byrjað í lok mars. „Þegar samkomubannið skall á, þá sáum við tækifæri að fólk væri kannski ekki að treysta út og kannski mátti það ekki, þannig við hugsuðum: Okei, hvað getum við gert? Jú, við getum kannski komið með matinn til fólksins,“ segi Róbert. Það hafi því verið ákveðið að fara í helstu hverfi bæjarins, en í upphafi tóku þrír matarvagnar þátt. Nú eru vagnarnir tíu og ellefti á leiðinni. „Við erum búin að ferðast núna um þrjátíu hverfi víðs vegar um Reykjavíkursvæðið og fara í nágrannasveitarfélögin í kring. Það er búið að vera frábært – geggjaðar viðtökur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Matur Veitingastaðir Ísland í dag Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Eitt af því skemmtilegasta sem Covid-19 leiddi af sér eru ævintýralega góðir veitingastaðir á hjólum sem nú fara í öll úthverfi Reykjavíkur og miðborgina, og svo í framhaldinu út á landsbyggðina. Matur í hæsta gæðaflokki færður í öll hverfi bæjarins. Fjölbreytnin er mikil og hafa margir veitingastaðir slegið þvílíkt í gegn. Rótgrónir veitingastaðir hafa snúið vörn í sókn og bjóða nú uppá að tekinn sé matur heim og einnig heimsendingarþjónustu. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í sælkeraleiðangur og skoðaði dýrindis matarvagna og veitingastaði í nýju umhverfi heimsfaraldurs. Facebook-síðurnar Reykjavík Street Food og Matarvagnar og Götubiti á Íslandi hafa að geyma helstu upplýsingar um ferðir vagnanna. Róbert Aron Magnússon segir framtakið hafa byrjað í lok mars. „Þegar samkomubannið skall á, þá sáum við tækifæri að fólk væri kannski ekki að treysta út og kannski mátti það ekki, þannig við hugsuðum: Okei, hvað getum við gert? Jú, við getum kannski komið með matinn til fólksins,“ segi Róbert. Það hafi því verið ákveðið að fara í helstu hverfi bæjarins, en í upphafi tóku þrír matarvagnar þátt. Nú eru vagnarnir tíu og ellefti á leiðinni. „Við erum búin að ferðast núna um þrjátíu hverfi víðs vegar um Reykjavíkursvæðið og fara í nágrannasveitarfélögin í kring. Það er búið að vera frábært – geggjaðar viðtökur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Matur Veitingastaðir Ísland í dag Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira