Mikilvægt að slysi verði forðað í lagasetningu um greiðslur á uppsagnafresti Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. maí 2020 18:54 Þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka óttast að óbreytt frumvarp ríkistjórnarinnar um ríkisstuðning á uppsagnafresti launafólks hvetji fyrirtæki til uppsagna. Stjórnaliðar segja að að fyrirtæki þurfi að uppfylla ströng skilyrði til að geta nýtt úrræðið. Búist er við að aðgerðin kosti ríkissjóð allt að 27 milljarða króna. Tekjur þeirra fyrirtækja sem nýta úrræðið þurfa að hafa dregist saman um 75% á þriggja mánaða tímabili. Þá eru settar margvíslegar skorður í frumvarpinu við úthlutun arðgreiðslna hjá fyrirtækjum sem njóta úrræðisins. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar lagði til breytingartillögur við frumvarpið. Hún lagði til að fyrirtæki mættu ekki vera með tengsl við skattaskjól, um að hámark yrði sett á laun stjórnenda, fyrirtæki þyrftu að vera með áætlun í loftslagsmálum og ef vel gengur myndu fyrirtæki endurgreiða styrkina á ákveðnu tímabili. Þessar tillögur voru felldar í annarri umræðu á Alþingi í dag. Oddný lagði til breytingatillögur við frumvarp um ríkisstuðning á uppsagnafresti launafólks sem var hafnað á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Líflegar umræður urðu í dag við atkvæðagreiðsluna við aðra umræðu á Alþingi í dag. Ríkið ætlar að gera starfsmenn fyrirtækja að ríkisstarfsmönnum af því tilskyldu að þeir verði reknir. Svo þeir eru ráðnir aftur þá verða þeir eins og ASÍ benti á ráðnir á lægri kjörum,“ sagði Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem hafnaði frumvarpinu í núverandi mynd. ÞingfundurVísir/Vilhelm Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagðist ekki geta samþykkt frumvarpið eins og það liti út núna. „Skilyrði sem eru í þessu lögum eru veikari en í hlutabótaleiðinni. Þau munu ýta og hvetja fyrirtæki til að fara í þveröfuga átt og reka fólk. Við munum ekki geta stutt þetta frumvarp nema það verði samþykktar þær breytingatillögur sem við höfum gert,“ sagði Logi. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði um misskilning að ræða. Það er talað um það að frumvarpið hvetji fyrirtæki til að segja fólki upp. Er fólki alvara, hefur fólk aldrei komið að atvinnurekstri? Það segir engin starfsfólki af gamni sínu. Skilyrðin hér eru að það þurfi að hafa verið 75% tekjufall hjá fyrirtækjunum sem njóta úrræðisins. Hvaða fyrirtæki hefur efni á því að halda öllu sínu fólki eftir slíkt tekjutap?“ spurði Bryndís. „Guð minn góður,“ voru viðbrögð formanns Samfylkingarinnar við orðum Bryndísar. „Í fyrsta lagi vil ég að skýrt komi fram að hér hafa margir stýrt fyrirtækjum og það farsællega og kannski betur en almennt þekkist. Við skiljum þarfir atvinnulífsins og hvað það er erfitt að segja upp fólki. Við erum hér að tala um samspil tveggja úrræða eða hlutabótaleiðarinnar og uppsagnarleiðarinnar og viljum að það sama gildi um uppsagnarúrræðið og hlutabótaúrræðið,“ sagði Logi Már. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Frumvarpið var samþykkt við aðra umræðu og fór því næst til efnahags-og atvinnuveganefndar. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands mættu á fund nefndarinnar eftir hádegi í dag. Drífa Snædal forseti ASÍ segir gríðarlega mikilvægt að þegar betur árar verði fyrirtækjum sem nýta uppsagnarúrræði stjórnvalda gert skylt að endurráða starfsfólk. „Við óttumst ef lögin fara óbreytt í gegn er að fyrirtækin nýti tækifærið til að skerða laun síns starfsfólks. Hugmyndafræðin með lögunum er að styðja fyrirtæki sem hefði annars farið í þrot. Þannig myndi ríkissjóður greiða laun á uppsagnarfresti til að bjarga þeim verðmætum sem eru í fyrirtækjunum svo þau geti farið aftur í gang þegar hjólin fara að snúast. Við leggjum ofuráherslu á það að starfsfólk sé þá endurráðið samkvæmt starfsaldri, starfsfólk verði ráðið á sömu kjörum og áður og fái tækifæri til endurmenntunar á uppsagnafresti. Ég er sæmilega bjartsýn á að þetta takist. Ég hef væntingar á að þingmenn átti sig á því að þarna þarf að afstýra slysi ,“ segir Drífa. Þriðja umræða um frumvarpið á eftir að fara fram og atkvæðagreiðsla. Í dag var búist við því að hún færi fram í kvöld en þingfundur dróst fram eftir degi. Þá fór fram önnur umræða um framlengingu hlutabótaleiðarinnarfrá 1. júní til 1. september í dag og fór Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar yfir þau hertu skilyrði sem koma fram í frumvarpinu. Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar AlÞingis.Vísir/Vilhelm Ég er þar stödd og fleiri að það þurfa að vera skýrar reglur og viðurlög ef lögin eru brotin eins og kemur fram í frumvarpinu um framlenginguna. Það samsvarar þeim athugasemdum sem Ríkisendurskoðun hefur gert vegna framkvæmdar og nýtingar úrræðisins síðustu mánuði,“ sagði Lilja. Önnur umræða um frumvarpið stóð enn yfir rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ljóst að fyrirtæki sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hlutabótaleiðina Nauðsynlegt er að mati Ríkisendurskoðunar að Vinnumálastofnun hafi öflugt og virkt eftirlit með hlutabótaleiðinni. 28. maí 2020 21:01 160 launagreiðendur sem nýttu hlutastarfaleið stjórnvalda hækkuðu laun afturvirkt 160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Forsætisráðherra segir brugðist við vanköntum úrræðisins í núverandi frumvarpi. 29. maí 2020 13:33 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Þingmenn þriggja stjórnarandstöðuflokka óttast að óbreytt frumvarp ríkistjórnarinnar um ríkisstuðning á uppsagnafresti launafólks hvetji fyrirtæki til uppsagna. Stjórnaliðar segja að að fyrirtæki þurfi að uppfylla ströng skilyrði til að geta nýtt úrræðið. Búist er við að aðgerðin kosti ríkissjóð allt að 27 milljarða króna. Tekjur þeirra fyrirtækja sem nýta úrræðið þurfa að hafa dregist saman um 75% á þriggja mánaða tímabili. Þá eru settar margvíslegar skorður í frumvarpinu við úthlutun arðgreiðslna hjá fyrirtækjum sem njóta úrræðisins. Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar lagði til breytingartillögur við frumvarpið. Hún lagði til að fyrirtæki mættu ekki vera með tengsl við skattaskjól, um að hámark yrði sett á laun stjórnenda, fyrirtæki þyrftu að vera með áætlun í loftslagsmálum og ef vel gengur myndu fyrirtæki endurgreiða styrkina á ákveðnu tímabili. Þessar tillögur voru felldar í annarri umræðu á Alþingi í dag. Oddný lagði til breytingatillögur við frumvarp um ríkisstuðning á uppsagnafresti launafólks sem var hafnað á Alþingi í dag. Vísir/Vilhelm Líflegar umræður urðu í dag við atkvæðagreiðsluna við aðra umræðu á Alþingi í dag. Ríkið ætlar að gera starfsmenn fyrirtækja að ríkisstarfsmönnum af því tilskyldu að þeir verði reknir. Svo þeir eru ráðnir aftur þá verða þeir eins og ASÍ benti á ráðnir á lægri kjörum,“ sagði Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem hafnaði frumvarpinu í núverandi mynd. ÞingfundurVísir/Vilhelm Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagðist ekki geta samþykkt frumvarpið eins og það liti út núna. „Skilyrði sem eru í þessu lögum eru veikari en í hlutabótaleiðinni. Þau munu ýta og hvetja fyrirtæki til að fara í þveröfuga átt og reka fólk. Við munum ekki geta stutt þetta frumvarp nema það verði samþykktar þær breytingatillögur sem við höfum gert,“ sagði Logi. Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði um misskilning að ræða. Það er talað um það að frumvarpið hvetji fyrirtæki til að segja fólki upp. Er fólki alvara, hefur fólk aldrei komið að atvinnurekstri? Það segir engin starfsfólki af gamni sínu. Skilyrðin hér eru að það þurfi að hafa verið 75% tekjufall hjá fyrirtækjunum sem njóta úrræðisins. Hvaða fyrirtæki hefur efni á því að halda öllu sínu fólki eftir slíkt tekjutap?“ spurði Bryndís. „Guð minn góður,“ voru viðbrögð formanns Samfylkingarinnar við orðum Bryndísar. „Í fyrsta lagi vil ég að skýrt komi fram að hér hafa margir stýrt fyrirtækjum og það farsællega og kannski betur en almennt þekkist. Við skiljum þarfir atvinnulífsins og hvað það er erfitt að segja upp fólki. Við erum hér að tala um samspil tveggja úrræða eða hlutabótaleiðarinnar og uppsagnarleiðarinnar og viljum að það sama gildi um uppsagnarúrræðið og hlutabótaúrræðið,“ sagði Logi Már. Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Frumvarpið var samþykkt við aðra umræðu og fór því næst til efnahags-og atvinnuveganefndar. Fulltrúar Alþýðusambands Íslands mættu á fund nefndarinnar eftir hádegi í dag. Drífa Snædal forseti ASÍ segir gríðarlega mikilvægt að þegar betur árar verði fyrirtækjum sem nýta uppsagnarúrræði stjórnvalda gert skylt að endurráða starfsfólk. „Við óttumst ef lögin fara óbreytt í gegn er að fyrirtækin nýti tækifærið til að skerða laun síns starfsfólks. Hugmyndafræðin með lögunum er að styðja fyrirtæki sem hefði annars farið í þrot. Þannig myndi ríkissjóður greiða laun á uppsagnarfresti til að bjarga þeim verðmætum sem eru í fyrirtækjunum svo þau geti farið aftur í gang þegar hjólin fara að snúast. Við leggjum ofuráherslu á það að starfsfólk sé þá endurráðið samkvæmt starfsaldri, starfsfólk verði ráðið á sömu kjörum og áður og fái tækifæri til endurmenntunar á uppsagnafresti. Ég er sæmilega bjartsýn á að þetta takist. Ég hef væntingar á að þingmenn átti sig á því að þarna þarf að afstýra slysi ,“ segir Drífa. Þriðja umræða um frumvarpið á eftir að fara fram og atkvæðagreiðsla. Í dag var búist við því að hún færi fram í kvöld en þingfundur dróst fram eftir degi. Þá fór fram önnur umræða um framlengingu hlutabótaleiðarinnarfrá 1. júní til 1. september í dag og fór Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar yfir þau hertu skilyrði sem koma fram í frumvarpinu. Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar AlÞingis.Vísir/Vilhelm Ég er þar stödd og fleiri að það þurfa að vera skýrar reglur og viðurlög ef lögin eru brotin eins og kemur fram í frumvarpinu um framlenginguna. Það samsvarar þeim athugasemdum sem Ríkisendurskoðun hefur gert vegna framkvæmdar og nýtingar úrræðisins síðustu mánuði,“ sagði Lilja. Önnur umræða um frumvarpið stóð enn yfir rétt fyrir klukkan sjö í kvöld.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ljóst að fyrirtæki sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hlutabótaleiðina Nauðsynlegt er að mati Ríkisendurskoðunar að Vinnumálastofnun hafi öflugt og virkt eftirlit með hlutabótaleiðinni. 28. maí 2020 21:01 160 launagreiðendur sem nýttu hlutastarfaleið stjórnvalda hækkuðu laun afturvirkt 160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Forsætisráðherra segir brugðist við vanköntum úrræðisins í núverandi frumvarpi. 29. maí 2020 13:33 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Ljóst að fyrirtæki sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hlutabótaleiðina Nauðsynlegt er að mati Ríkisendurskoðunar að Vinnumálastofnun hafi öflugt og virkt eftirlit með hlutabótaleiðinni. 28. maí 2020 21:01
160 launagreiðendur sem nýttu hlutastarfaleið stjórnvalda hækkuðu laun afturvirkt 160 launagreiðendur, flestir í eigin rekstri sem nýttu hlutastarfaúrræði stjórnvalda hækkuðu áður tilkynnt mánaðarlaun í janúar og febrúar afturvirkt. Ríkisendurskoðandi telur meirihluta breytinganna byggja á hæpnum grunni, þetta hafi verið gert til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði. Forsætisráðherra segir brugðist við vanköntum úrræðisins í núverandi frumvarpi. 29. maí 2020 13:33