13 dagar í Pepsi Max: Þrjú vítaklúður hjá Andra Rúnari sem stoppaði líka í nítján mörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2020 12:00 Andri Rúnar Bjarnason með gullskó Adidas sem hann fékk fyrir að verða markahæstur í Pepsi deildinni sumarið 2017. Mynd/Benóný Þórhallsson Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 13 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði tuttugu ára gamalt afrek Tryggva Guðmundssonar, tuttugu og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar, 31 árs gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og 39 ára gamalt afrek Péturs Péturssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Grindvíkinga sumarið 2017. Andri Rúnar varð sá fyrsti til að komast í klúbbinn síðan að fjölgað var upp í tólf liða deild en við það bættust við fjórir leikir. Andri Rúnar lék alla 22 leiki Grindavíkur þetta sumar en hinir léku sautján eða átján leiki þegar þeir settu eða jöfnuðu markametið. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt nítjánda mark í lokaumferðinni þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í lokaleik sumarsins. Það mátti því ekki miklu muna að hann næði ekki inn í klúbbinn. Andri Rúnar hafði reyndar fyrr í leiknum farið illa með kjörið tækifæri þegar hann skaut í stöngina úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Það varð þriðja vítaspyrnan sem Andri Rúnar klúðraði á tímabilinu og var því ansi nálægt því að komast í tuttugu mörkin. Hann lagði grunninn að metjöfnuninni með frammistöðu sinni á Grindavíkurvelli en hann skoraði 12 mörk í síðustu níu heimaleikjum sínum. Andri Rúnar Bjarnason sker sig aðeins úr í þessum fimm manna hópi markametshafa því allir hinir voru annað hvort í Íslandsmeistaraliði eða liði sem var í titilbaráttunni. Andri Rúnar lék með liði sem endaði í fimmta sæti en hann skoraði 61 prósent marka liðsins eða 19 mörk af 31. Guðmundur Torfason skoraði 49 prósent marka Fram 1986, Tryggvi Guðmundsson skoraði 43 prósent marka Eyjamanna 1997, Pétur Pétursson skoraði 40 prósent marka Skagamanna 1978 og Þórður Guðjónsson skoraði bara 31 prósent marka Skagaliðsins sumarið 1993. Mörk Andra Rúnars færðu Grindvíkingum alls 26 stig á tímabilinu sem þýðir að ef við tækjum þau út þá hefði Grindavíkurliðið aðeins fengið fimm stig þetta sumar. Andri náði að koma að fimmtán mörkum Grindvíkinga í röð (13 mörk og 2 stoðsendingar) frá 22. maí til 14. ágúst en þá skoraði ekki Grindavík mark í 84 daga án þess að hann kæmi við sögu. Hann skoraði alls fimm sigurmörk á leiktíðinni. Fimmti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 19 mörk í 22 leikjum 12 á heimavelli - 7 á útivelli 6 í fyrri hálfleik - 13 í seinni hálfeik 10 mörk i fyrri umferð - 9 mörk í seinni umferð 11 skot - 4 vítaspyrnur - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 3 tvennur - 1 þrenna 2 mörk á móti efstu þremur 6 mörk á móti efri hluta 13 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 5 mörk í maí 4 mörk í september 4 mörk í ágúst 4 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 5 mörk á móti ÍA 3 mörk á móti ÍBV 2 mörk á móti Breiðabliki 2 mörk á móti KR 2 mörk á móti Víkingi R. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... UMF Grindavík Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 13 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði tuttugu ára gamalt afrek Tryggva Guðmundssonar, tuttugu og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar, 31 árs gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og 39 ára gamalt afrek Péturs Péturssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Grindvíkinga sumarið 2017. Andri Rúnar varð sá fyrsti til að komast í klúbbinn síðan að fjölgað var upp í tólf liða deild en við það bættust við fjórir leikir. Andri Rúnar lék alla 22 leiki Grindavíkur þetta sumar en hinir léku sautján eða átján leiki þegar þeir settu eða jöfnuðu markametið. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt nítjánda mark í lokaumferðinni þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í lokaleik sumarsins. Það mátti því ekki miklu muna að hann næði ekki inn í klúbbinn. Andri Rúnar hafði reyndar fyrr í leiknum farið illa með kjörið tækifæri þegar hann skaut í stöngina úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Það varð þriðja vítaspyrnan sem Andri Rúnar klúðraði á tímabilinu og var því ansi nálægt því að komast í tuttugu mörkin. Hann lagði grunninn að metjöfnuninni með frammistöðu sinni á Grindavíkurvelli en hann skoraði 12 mörk í síðustu níu heimaleikjum sínum. Andri Rúnar Bjarnason sker sig aðeins úr í þessum fimm manna hópi markametshafa því allir hinir voru annað hvort í Íslandsmeistaraliði eða liði sem var í titilbaráttunni. Andri Rúnar lék með liði sem endaði í fimmta sæti en hann skoraði 61 prósent marka liðsins eða 19 mörk af 31. Guðmundur Torfason skoraði 49 prósent marka Fram 1986, Tryggvi Guðmundsson skoraði 43 prósent marka Eyjamanna 1997, Pétur Pétursson skoraði 40 prósent marka Skagamanna 1978 og Þórður Guðjónsson skoraði bara 31 prósent marka Skagaliðsins sumarið 1993. Mörk Andra Rúnars færðu Grindvíkingum alls 26 stig á tímabilinu sem þýðir að ef við tækjum þau út þá hefði Grindavíkurliðið aðeins fengið fimm stig þetta sumar. Andri náði að koma að fimmtán mörkum Grindvíkinga í röð (13 mörk og 2 stoðsendingar) frá 22. maí til 14. ágúst en þá skoraði ekki Grindavík mark í 84 daga án þess að hann kæmi við sögu. Hann skoraði alls fimm sigurmörk á leiktíðinni. Fimmti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 19 mörk í 22 leikjum 12 á heimavelli - 7 á útivelli 6 í fyrri hálfleik - 13 í seinni hálfeik 10 mörk i fyrri umferð - 9 mörk í seinni umferð 11 skot - 4 vítaspyrnur - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 3 tvennur - 1 þrenna 2 mörk á móti efstu þremur 6 mörk á móti efri hluta 13 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 5 mörk í maí 4 mörk í september 4 mörk í ágúst 4 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 5 mörk á móti ÍA 3 mörk á móti ÍBV 2 mörk á móti Breiðabliki 2 mörk á móti KR 2 mörk á móti Víkingi R.
Fimmti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 19 mörk í 22 leikjum 12 á heimavelli - 7 á útivelli 6 í fyrri hálfleik - 13 í seinni hálfeik 10 mörk i fyrri umferð - 9 mörk í seinni umferð 11 skot - 4 vítaspyrnur - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 3 tvennur - 1 þrenna 2 mörk á móti efstu þremur 6 mörk á móti efri hluta 13 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 5 mörk í maí 4 mörk í september 4 mörk í ágúst 4 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 5 mörk á móti ÍA 3 mörk á móti ÍBV 2 mörk á móti Breiðabliki 2 mörk á móti KR 2 mörk á móti Víkingi R.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... UMF Grindavík Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira