Agla María hyggst klára námið og vanda valið fyrir atvinnumennsku Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 23:00 Agla María Albertsdóttir sækir að Hallberu Guðnýju Gísladóttur í leik Breiðabliks og Vals í fyrra. Liðin mættust í kvöld þar sem Hallbera tryggði Val 2-1 sigur í æfingaleik. VÍSIR/DANÍEL „Ég er mjög spennt. Loksins er maður byrjaður að spila á æfingum og það er bara fínt að fara að keyra þetta í gang,“ segir Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta. Hún segir ljóst að Breiðablik ætli sér Íslands- og bikarmeistaratitil í sumar. Agla María ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag, fyrir æfingaleik Blika við Íslandsmeistara Vals. Þar hafði Valur betur í kvöld, 2-1, með sigurmarki Hallberu Guðnýjar Gísladóttur beint úr hornspyrnu. Agla María segir Blikakonur í góðu ástandi eftir þá undarlegu tíma sem verið hafa í íþróttalífinu, tilbúnar að hefja Íslandsmótið. Hún er ekki á því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði endilega tveggja hesta hlaup Breiðabliks og Vals eins og í fyrra, þegar hvorugt liðið tapaði leik: „Ég held að það verði fleiri lið. Selfoss er búið að fá góða leikmenn og var með gott lið fyrir, og KR er búið að fá fullt af góðum leikmönnum, svo að ég held að það verði nokkur lið þarna sem geti stolið stigum hvert af öðru,“ sagði Agla María. Þrátt fyrir mjög gott tímabil máttu Blikar sætta sig við silfur í Pepsi Max-deildinni í fyrra, og tap gegn Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Við ætlum að fara alla leið í báðum keppnum. Ekki endurtaka sumarið frá því í fyrra. Það var mjög svekkjandi og mun ekki endurtaka sig,“ sagði Agla María. Ítalía, England eða Svíþjóð? Agla María er aðeins tvítug en hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar síðustu ár og leikið 30 A-landsleiki. Hún kveðst ætla að bíða með að fara út í atvinnumennsku í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar, og ætlar að vanda valið: „Ég er í skóla hérna heima, búin með tvö ár í viðskiptafræði og ætla að klára þriðja árið og sjá svo til eftir það. Þetta fer bara eftir því hvað kemur upp á borðið. Maður nennir ekki að fara í hvað sem er. Það verður að vera spennandi,“ sagði Agla María, og bætti við: „Ítalska deildin er spennandi, sænska deildin er sterk, og enska deildin, en þetta fer eftir því hvort að maður er að fara í gott lið í þessum deildum eða ekki. Ég vil ekki fara í einhverja fallbaráttu. Mér finnst skipta aðalmáli að fara í gott lið sem hefur staðið sig vel árinu áður.“ Klippa: Sportið í dag - Agla María um tímabilið framundan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportið í dag Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
„Ég er mjög spennt. Loksins er maður byrjaður að spila á æfingum og það er bara fínt að fara að keyra þetta í gang,“ segir Agla María Albertsdóttir, landsliðskona í fótbolta. Hún segir ljóst að Breiðablik ætli sér Íslands- og bikarmeistaratitil í sumar. Agla María ræddi við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag, fyrir æfingaleik Blika við Íslandsmeistara Vals. Þar hafði Valur betur í kvöld, 2-1, með sigurmarki Hallberu Guðnýjar Gísladóttur beint úr hornspyrnu. Agla María segir Blikakonur í góðu ástandi eftir þá undarlegu tíma sem verið hafa í íþróttalífinu, tilbúnar að hefja Íslandsmótið. Hún er ekki á því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn verði endilega tveggja hesta hlaup Breiðabliks og Vals eins og í fyrra, þegar hvorugt liðið tapaði leik: „Ég held að það verði fleiri lið. Selfoss er búið að fá góða leikmenn og var með gott lið fyrir, og KR er búið að fá fullt af góðum leikmönnum, svo að ég held að það verði nokkur lið þarna sem geti stolið stigum hvert af öðru,“ sagði Agla María. Þrátt fyrir mjög gott tímabil máttu Blikar sætta sig við silfur í Pepsi Max-deildinni í fyrra, og tap gegn Fylki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. „Við ætlum að fara alla leið í báðum keppnum. Ekki endurtaka sumarið frá því í fyrra. Það var mjög svekkjandi og mun ekki endurtaka sig,“ sagði Agla María. Ítalía, England eða Svíþjóð? Agla María er aðeins tvítug en hefur verið einn besti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar síðustu ár og leikið 30 A-landsleiki. Hún kveðst ætla að bíða með að fara út í atvinnumennsku í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar, og ætlar að vanda valið: „Ég er í skóla hérna heima, búin með tvö ár í viðskiptafræði og ætla að klára þriðja árið og sjá svo til eftir það. Þetta fer bara eftir því hvað kemur upp á borðið. Maður nennir ekki að fara í hvað sem er. Það verður að vera spennandi,“ sagði Agla María, og bætti við: „Ítalska deildin er spennandi, sænska deildin er sterk, og enska deildin, en þetta fer eftir því hvort að maður er að fara í gott lið í þessum deildum eða ekki. Ég vil ekki fara í einhverja fallbaráttu. Mér finnst skipta aðalmáli að fara í gott lið sem hefur staðið sig vel árinu áður.“ Klippa: Sportið í dag - Agla María um tímabilið framundan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Sportið í dag Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira