Boltinn byrjar að rúlla í ítölsku deildinni tuttugasta júní Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 18:34 Cristiano Ronaldo getur bráðum byrjað að spila fótbolta aftur. VÍSIR/GETTY Keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta ætti að hefjast að nýju 20. júní eftir að ítölsk stjórnvöld gáfu samþykki fyrir því í dag. Áhrifa kórónuveirufaraldursins á íþróttalíf heimsins gætti einna fyrst á Ítalíu þar sem leikjum var frestað eða þeir spilaðir fyrir luktum dyrum þar til að lokum að hlé var gert 10. mars. Eftir að íþróttamálaráðherrann Vincenzo Spadafora staðfesti í dag að keppni mætti hefjast að nýju 20. júní standa vonir til að hægt verði að klára tímabilið í ágúst. Liðin tuttugu í deildinni eiga ýmist 12 eða 13 leiki eftir og er titilbaráttan afar spennandi en Juventus er með 63 stig og Lazio 62. Sömuleiðis er baráttan hörð um Evrópusæti og að forðast fall, þó að Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eigi litla von um að bjarga sér þar sem þeir eru í botnsætinu með 16 stig, níu stigum frá næsta örugga sæti. Eigandi Brescia sagði reyndar við BBC að það væri „brjáluð ákvörðun“ að hefja keppni að nýju, og að það væri „of mikið fyrir leikmennina“ með tilliti til meiðslahættu. Leikmenn gátu hafið einstaklingsæfingar fyrr í þessum mánuði og æfingar í hópum hófust svo í þessari viku. Samkvæmt Gazzetta dello Sport verður ítalska bikarkeppnin kláruð áður en A-deildin hefst að nýju, með undanúrslitum 13. og 14. júní, og úrslitaleik 17. júní. Ekki liggur enn fyrir hvort haldið verður áfram keppni í C-deildinni þar sem Padova, lið Emils Hallfreðssonar, leikur. Það gæti skýrst í næstu viku, samkvæmt ítölskum miðlum. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn hefst aftur á Þjóðhátíðardaginn Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni verða á dagskrá þann 17. júní. 28. maí 2020 14:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta ætti að hefjast að nýju 20. júní eftir að ítölsk stjórnvöld gáfu samþykki fyrir því í dag. Áhrifa kórónuveirufaraldursins á íþróttalíf heimsins gætti einna fyrst á Ítalíu þar sem leikjum var frestað eða þeir spilaðir fyrir luktum dyrum þar til að lokum að hlé var gert 10. mars. Eftir að íþróttamálaráðherrann Vincenzo Spadafora staðfesti í dag að keppni mætti hefjast að nýju 20. júní standa vonir til að hægt verði að klára tímabilið í ágúst. Liðin tuttugu í deildinni eiga ýmist 12 eða 13 leiki eftir og er titilbaráttan afar spennandi en Juventus er með 63 stig og Lazio 62. Sömuleiðis er baráttan hörð um Evrópusæti og að forðast fall, þó að Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eigi litla von um að bjarga sér þar sem þeir eru í botnsætinu með 16 stig, níu stigum frá næsta örugga sæti. Eigandi Brescia sagði reyndar við BBC að það væri „brjáluð ákvörðun“ að hefja keppni að nýju, og að það væri „of mikið fyrir leikmennina“ með tilliti til meiðslahættu. Leikmenn gátu hafið einstaklingsæfingar fyrr í þessum mánuði og æfingar í hópum hófust svo í þessari viku. Samkvæmt Gazzetta dello Sport verður ítalska bikarkeppnin kláruð áður en A-deildin hefst að nýju, með undanúrslitum 13. og 14. júní, og úrslitaleik 17. júní. Ekki liggur enn fyrir hvort haldið verður áfram keppni í C-deildinni þar sem Padova, lið Emils Hallfreðssonar, leikur. Það gæti skýrst í næstu viku, samkvæmt ítölskum miðlum.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Enski boltinn hefst aftur á Þjóðhátíðardaginn Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni verða á dagskrá þann 17. júní. 28. maí 2020 14:30 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Enski boltinn hefst aftur á Þjóðhátíðardaginn Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni verða á dagskrá þann 17. júní. 28. maí 2020 14:30