Klúðruðu rannsókn á innbroti þar sem þjófurinn þakkaði fyrir sig og baðst afsökunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2020 14:17 Maðurinn var grunaður um að stela lyfjum. Vísir/Egill Karlmaður sem grunaður var um að hafa brotist inn í lyfjakæli í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið sýknaður af innbrotinu. Héraðsdómur segir að ýmislegt hafi misfarist hjá lögreglu við rannsókn málsins en sá sem braust inn skildi eftir skilaboð þar sem hann þakkaði fyrir sig, en baðst á sama tíma afsökunar á innbrotinu. Þann 24. ágúst á síðasta ári barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um innbrot og lyfjastuld frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samkvæmt skýrslu lögreglumanna hafði hjúkrúnarfræðingur uppgötvað innbrotið snemma morguns eftir að boð bárust um breytt hitastig í lyfjakæli. Búið var að róta í skúffum og á tölvuskjá blöstu eftirfarandi skilaboð við: „mættuð passa meira. Hafa glugga lokaða og öryggibetri t.d. myndavelar. Þakka lyfin sorry .þarf að borga mitt.“ Eitthvað magn af lyfjum hafði horfið og skoðuðu lögreglumenn skjáskot og upptökur úr öryggismyndavélum. Taldi einn af lögreglumönnunum sig hafa borið kennsl á innbrotsþjófinn þar sem hann hafi verið í grunnskóla með viðkomandi. Var hinn ákærði handtekinn skömmu síðar í hjólhýsi þar sem hluti af þýfinu sem stolið var úr HSS fannst. Hinn ákærði gat ekki útskýrt af hverju hann var með lyfin á sér. Var hann að lokum ákærður fyrir innbrot og lyfjastuld. Verjandi sagði rannsókn málsins hafa verið slælega Hinn ákærði neitaði hins vegar sök og byggði vörn hans á því að skjáskot úr öryggismyndavélum væru óskýr. Þá hafi lögregla týnt myndupptökum frá HSS, ekki lyft fingraförum af lyklaborði, öðrum tækjum eða glugga HSS og ekki hirt um að taka ljósmyndir af fatnaði ákærða eða annars manns sem var viðriðinn málið við handtöku. Um slælega lögreglurannsókn hafi verið ræða og því væru sönnunargögn ákæruvaldsins ófullnægjandi. Héraðsdómur hnýtti í rannsókn lögreglu á málinu.Vísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms segir að erfitt sé að leggja mat á trúverðugleika hins ákærða þar sem hann hafi verið í mikilli neyslu á umræddum tíma. Vísbendingar væru um sekt hans en engin vitni hafi verið að hinum ætlaða þjófnaði og því þurfi að meta málið út frá óbeinum sönnunargögnum. Óbein sönnunargögn farin forgörðum Í niðurstöðu héraðsdóms er hnýtt í rannsókn málsins af hálfu lögreglu og segir meðal annars að lögreglu hafi láðst að lyfta fingraförum af lyklaborði, lyfjavagni, hurðarhúni og baðherbergisglugga, sem vitað hafi verið strax í upphafi að utanaðkomandi einstaklingur hafði nýlega snert. Þá hafi myndbandsupptökur frá vettvangi glatast auk þess af skjáskot sem lögð hafi verið fram í málinu séu óskýr. Þá hafi lögregla ekki tekið myndir af þeim fatnaði sem hinn ákærði og félagi hans sem var viðriðinn málið voru klæddir er þeir voru handteknir. Því sé ekki loku fyrir það skotið að einhver annar hafi verið klæddur í þann jakka sem hægt er að greina að innbrotsþjófurinn hafi verið í umrætt kvöld. Þannig segir í dómi héraðsdóms að svo virðist sem að rannsókn lögreglu hafi á upphafsstigum rannsóknar gengið út frá því að ákærði hafi framið umræddan þjófnað og rannsóknin litast af því. Hún hafi byggt á óbeinum sönnunargögnum sem séu farin forgörðum. Því sé ekki hægt að útiloka að einhver annar hafi brotist inn og því ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði verið sá sem framdi innbrotið. Var hann því sýknaður. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Karlmaður sem grunaður var um að hafa brotist inn í lyfjakæli í Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur verið sýknaður af innbrotinu. Héraðsdómur segir að ýmislegt hafi misfarist hjá lögreglu við rannsókn málsins en sá sem braust inn skildi eftir skilaboð þar sem hann þakkaði fyrir sig, en baðst á sama tíma afsökunar á innbrotinu. Þann 24. ágúst á síðasta ári barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um innbrot og lyfjastuld frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Samkvæmt skýrslu lögreglumanna hafði hjúkrúnarfræðingur uppgötvað innbrotið snemma morguns eftir að boð bárust um breytt hitastig í lyfjakæli. Búið var að róta í skúffum og á tölvuskjá blöstu eftirfarandi skilaboð við: „mættuð passa meira. Hafa glugga lokaða og öryggibetri t.d. myndavelar. Þakka lyfin sorry .þarf að borga mitt.“ Eitthvað magn af lyfjum hafði horfið og skoðuðu lögreglumenn skjáskot og upptökur úr öryggismyndavélum. Taldi einn af lögreglumönnunum sig hafa borið kennsl á innbrotsþjófinn þar sem hann hafi verið í grunnskóla með viðkomandi. Var hinn ákærði handtekinn skömmu síðar í hjólhýsi þar sem hluti af þýfinu sem stolið var úr HSS fannst. Hinn ákærði gat ekki útskýrt af hverju hann var með lyfin á sér. Var hann að lokum ákærður fyrir innbrot og lyfjastuld. Verjandi sagði rannsókn málsins hafa verið slælega Hinn ákærði neitaði hins vegar sök og byggði vörn hans á því að skjáskot úr öryggismyndavélum væru óskýr. Þá hafi lögregla týnt myndupptökum frá HSS, ekki lyft fingraförum af lyklaborði, öðrum tækjum eða glugga HSS og ekki hirt um að taka ljósmyndir af fatnaði ákærða eða annars manns sem var viðriðinn málið við handtöku. Um slælega lögreglurannsókn hafi verið ræða og því væru sönnunargögn ákæruvaldsins ófullnægjandi. Héraðsdómur hnýtti í rannsókn lögreglu á málinu.Vísir/Vilhelm Í dómi Héraðsdóms segir að erfitt sé að leggja mat á trúverðugleika hins ákærða þar sem hann hafi verið í mikilli neyslu á umræddum tíma. Vísbendingar væru um sekt hans en engin vitni hafi verið að hinum ætlaða þjófnaði og því þurfi að meta málið út frá óbeinum sönnunargögnum. Óbein sönnunargögn farin forgörðum Í niðurstöðu héraðsdóms er hnýtt í rannsókn málsins af hálfu lögreglu og segir meðal annars að lögreglu hafi láðst að lyfta fingraförum af lyklaborði, lyfjavagni, hurðarhúni og baðherbergisglugga, sem vitað hafi verið strax í upphafi að utanaðkomandi einstaklingur hafði nýlega snert. Þá hafi myndbandsupptökur frá vettvangi glatast auk þess af skjáskot sem lögð hafi verið fram í málinu séu óskýr. Þá hafi lögregla ekki tekið myndir af þeim fatnaði sem hinn ákærði og félagi hans sem var viðriðinn málið voru klæddir er þeir voru handteknir. Því sé ekki loku fyrir það skotið að einhver annar hafi verið klæddur í þann jakka sem hægt er að greina að innbrotsþjófurinn hafi verið í umrætt kvöld. Þannig segir í dómi héraðsdóms að svo virðist sem að rannsókn lögreglu hafi á upphafsstigum rannsóknar gengið út frá því að ákærði hafi framið umræddan þjófnað og rannsóknin litast af því. Hún hafi byggt á óbeinum sönnunargögnum sem séu farin forgörðum. Því sé ekki hægt að útiloka að einhver annar hafi brotist inn og því ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að hinn ákærði verið sá sem framdi innbrotið. Var hann því sýknaður.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira