18 dagar í Pepsi Max: Unnu sama bikar með landsliði og Íslandsmeistaraliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 12:00 Eyjamenn fagna Íslandsmeistaratitlinum haustið 1998 á forsíðu Eyjafrétta en þetta er forsíða Frétta 1. október 1998. Ívar Ingimarsson fagnar hér með félögum sínum en hann var að handleika þennan bikar í annað skiptið eftir að hafa unnið hann líka með unglingalandsliðinu. Skjáskot af Tímarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 18 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Þegar KSÍ ákvað að breyta nafni efstu deildar í úrvalsdeild sumarið 1997 var einnig tekinn sú ákvörðun að taka í notkun nýjan bikar fyrir Íslandsmeistarana. Bikarinn sem var valinn var bikarinn sem landslið íslands, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fékk fyrir sigur á sterku alþjóðlegu móti á Ítalíu vorið 1996. Fimm leikmenn úr umræddu átján ára landsliði áttu síðan eftir að verða seinna Íslandsmeistarar þar sem þeir fengu að handleika þennan sérstaka bikar aftur en nú undir allt öðrum kringumstæðum. Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson er hér efstur á blaði enda aðalmarkvörður beggja liða, það er U18 vorið 1996 og Íslandsmeistarliði ÍA sumarið 2001. Ólafur var valinn besti maður mótsins á Ítalíu þegar íslenska átján ára landsliðið hafði betur í baráttu við þjóðir eins og Tyrkland, Sviss, Slóvakíu, Noreg og Ungverjaland og fékk að launum glæsilegan bikar. Ólafur tryggði íslenska liðinu sigurinn með því að verja tvær vítaspyrnur í vítakeppni í úrslitaleiknum á móti Slóvakíu. Ólafur vann aftur þennan bikar sumarið 2001 og þá sem markvörður Skagamanna sem urðu Íslandsmeistarar. Ólafur átti flott sumar og varði meðal annars allar þrjár vítaspyrnurnar sem hann reyndi við. Skagamenn unnu Íslandsmeistaratitilinn einmitt á markatölu. Sá fyrsti til að vinna bikarinn aftur var aftur á móti Ívar Ingimarsson þegar hann varð Íslandsmeistari með Eyjamönnum sumarið 1998. Ívar hafði komið til ÍBV frá Val og varð meistari á sínu fyrsta tímabili í Eyjum. Hann fékk aftur að handleika bikarinn eftir sigur ÍBV á KR í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni í Vesturbænum. Árið eftir urðu þeir Árni Ingi Pjetursson og Edilon Hreinsson Íslandsmeistarar með KR en þó í mjög litlum hlutverkum. Árni Ingi var líka í hópnum í fyrstu tveimur leikjunum á Íslandsmeistarasumrinu árið eftir en fékk ekki að fara inn á. Fimmti leikmaðurinn úr þessu átján ára landsliði sem náði því að vinna bikarinn sem Íslandsmeistari var síðan Haukur Ingi Guðnason sem varð Íslandsmeistari með KR sumarið 2000. Hann hafði þá komið frá Liverpool um vorið og náð að spila þrettán deildarleiki með liðinu. Ívar Ingimarsson átti mjög farsælan atvinnumannaferil en það áttu einnig Heiðar Helguson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Arnar Þór Viðarsson voru líka í þessu átján ára landsliði á Ítalíu. Valur Fannar Gíslason spilaði líka í atvinnumennsku og Þorbjörn Atli Sveinsson átti líka fínan feril í efstu deild. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 18 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Þegar KSÍ ákvað að breyta nafni efstu deildar í úrvalsdeild sumarið 1997 var einnig tekinn sú ákvörðun að taka í notkun nýjan bikar fyrir Íslandsmeistarana. Bikarinn sem var valinn var bikarinn sem landslið íslands, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fékk fyrir sigur á sterku alþjóðlegu móti á Ítalíu vorið 1996. Fimm leikmenn úr umræddu átján ára landsliði áttu síðan eftir að verða seinna Íslandsmeistarar þar sem þeir fengu að handleika þennan sérstaka bikar aftur en nú undir allt öðrum kringumstæðum. Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson er hér efstur á blaði enda aðalmarkvörður beggja liða, það er U18 vorið 1996 og Íslandsmeistarliði ÍA sumarið 2001. Ólafur var valinn besti maður mótsins á Ítalíu þegar íslenska átján ára landsliðið hafði betur í baráttu við þjóðir eins og Tyrkland, Sviss, Slóvakíu, Noreg og Ungverjaland og fékk að launum glæsilegan bikar. Ólafur tryggði íslenska liðinu sigurinn með því að verja tvær vítaspyrnur í vítakeppni í úrslitaleiknum á móti Slóvakíu. Ólafur vann aftur þennan bikar sumarið 2001 og þá sem markvörður Skagamanna sem urðu Íslandsmeistarar. Ólafur átti flott sumar og varði meðal annars allar þrjár vítaspyrnurnar sem hann reyndi við. Skagamenn unnu Íslandsmeistaratitilinn einmitt á markatölu. Sá fyrsti til að vinna bikarinn aftur var aftur á móti Ívar Ingimarsson þegar hann varð Íslandsmeistari með Eyjamönnum sumarið 1998. Ívar hafði komið til ÍBV frá Val og varð meistari á sínu fyrsta tímabili í Eyjum. Hann fékk aftur að handleika bikarinn eftir sigur ÍBV á KR í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni í Vesturbænum. Árið eftir urðu þeir Árni Ingi Pjetursson og Edilon Hreinsson Íslandsmeistarar með KR en þó í mjög litlum hlutverkum. Árni Ingi var líka í hópnum í fyrstu tveimur leikjunum á Íslandsmeistarasumrinu árið eftir en fékk ekki að fara inn á. Fimmti leikmaðurinn úr þessu átján ára landsliði sem náði því að vinna bikarinn sem Íslandsmeistari var síðan Haukur Ingi Guðnason sem varð Íslandsmeistari með KR sumarið 2000. Hann hafði þá komið frá Liverpool um vorið og náð að spila þrettán deildarleiki með liðinu. Ívar Ingimarsson átti mjög farsælan atvinnumannaferil en það áttu einnig Heiðar Helguson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Arnar Þór Viðarsson voru líka í þessu átján ára landsliði á Ítalíu. Valur Fannar Gíslason spilaði líka í atvinnumennsku og Þorbjörn Atli Sveinsson átti líka fínan feril í efstu deild.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn