Óléttar knattspyrnukonur í Svíþjóð eru nú með íslenska baráttukonu í sínu horni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 09:00 Sif Atladóttir með Sólveigu dóttur sinni eftir leik hjá íslenska landsliðinu í úrslitakeppni EM kvenna í Hollandi árið 2017. Getty/Maja Hitij Íslenska landsliðskonan Sif Atladóttir var á dögunum kosin inn í stjórn sænsku leikmannasamtakanna og berst nú meðal annars fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna. Sif Atladóttir var kosin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna á fjarfundi 18. maí síðastliðinn en hún kom inn fyrir hönd sænsku kvennadeildarinnar. Á sama tíma voru tekin inn þau Stefan Karlsson og Caroline Seger, Stefan fyrir Superettan en Caroline sem fulltrúi sænsku landsliðanna. Fyrir í samtökunum voru meðal annars formaðurinn Anders Jemail, varaformaðurinn Caroline Jönsson og goðsögnin Henrik Larsson. https://t.co/PJNIAvglaB— Spelarföreningen (@Spelarforening) May 21, 2020 Sif Atladóttir var ekki lengi að láta til sín taka eins og sést á viðtali hennar við sænska blaðið Expressen en þar talar hún um réttindi þungaðra knattspyrnukvenna. „Núna þegar ég er orðin aðeins eldri þá hef ég öðlast aðeins öðruvísi sýn á hvaða hlutir það séu sem þurfa að breytast," segir Sif sem verður ekki með Kristianstad á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni. Horfir til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta Sif horfir sérstaklega til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta en þar búin til ný og brautryðjandi reglugerð í október árið 2018 sem styður við bakið á þunguðum konum og mæðrum. Samkvæmt henni þá fá verðandi mæður aðstoð og halda launum sínum. Það er ekkert slíkt til í Svíþjóð eins og Sif þarf nú að finna á eigin skinni. „Eins og ég skil þetta þá fá allir leikmenn meðlag og vernd með þessari reglugerð. Þær halda launum sínum og þeir leikmenn sem þurfa hjálp með þær ganga með barn, fá hana," sagði Sif. „Ég á sjálf eina dóttir og ég veit að leikmannasamtökin hafa velt þessu fyrir sér hér áður þá hefur þetta ekki verið rætt nógu mikið opinberlega. Kvennaíþróttir eru að stækka og þarf að þróast eins og með allt annað í lífinu," sagði Sif við blaðmann Expressen. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar „Þetta fer allt eftir því með hvaða félagi þú ert að spila og hvernig leikmaðurinn gengur að borðinu. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar en flest félögin eru með viljann til að hjálpa," sagði Sif. „Það er ekki beint til einhver bæklingur um þetta til að hjálpa klúbbunum. Þetta var ótrúlegt framfaraskref í körfuboltanum í Bandaríkjunum og slík reglugerð er eitthvað sem vantar í kvennaíþróttir og ekki bara í fóboltanum," sagði Sif í þessum athyglisverða viðtali í Expressen. Sif Atla í stjórn í Svíþjóð - Vill betri réttindi fyrir þungaðar konur https://t.co/eCnBgALxZM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 25, 2020 Sif ákvað sjálf til öryggis að vera í sóttkví eftir að kórónufaraldurinn fór á flug. „Ég hef ekkert verið í kringum klúbbinn í tvo mánuði af því að ég ákvað að fara sjálf í sóttkví. Ég hef kannski hitt hina leikmennina fjórum sinnum á þessum tíma," sagði Sif. Ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði „Það hefur því verið svolítið erfitt andlega því ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði þó ég geti ekki verið inn á vellinum. Ég vil vera þarna til að styðja þær," sagði Sif sem þekkir það sjálf hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. „Það þarf margt að ganga upp til að maður geti komið aftur. Það er allt önnur staða fyrir knattspyrnukonu en knattspyrnukarl að verða foreldri. Bæði líkaminn og hausinn þurfa að vera tilbúnir," sagði Sif og hélt áfram: „Stóra áskorunin er að við höfum margar hæfileikaríkar íþróttakonur sem þurfa að slökkva á ástríðu sinni fyrir íþróttinni af því að það er svo erfitt að sameina foreldrahlutverkið og íþróttirnar," sagði Sif og hún ætlar að láta til sín taka til að breyta því. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Sif Atladóttir var á dögunum kosin inn í stjórn sænsku leikmannasamtakanna og berst nú meðal annars fyrir réttindum þungaðra knattspyrnukvenna. Sif Atladóttir var kosin í stjórn sænsku leikmannasamtakanna á fjarfundi 18. maí síðastliðinn en hún kom inn fyrir hönd sænsku kvennadeildarinnar. Á sama tíma voru tekin inn þau Stefan Karlsson og Caroline Seger, Stefan fyrir Superettan en Caroline sem fulltrúi sænsku landsliðanna. Fyrir í samtökunum voru meðal annars formaðurinn Anders Jemail, varaformaðurinn Caroline Jönsson og goðsögnin Henrik Larsson. https://t.co/PJNIAvglaB— Spelarföreningen (@Spelarforening) May 21, 2020 Sif Atladóttir var ekki lengi að láta til sín taka eins og sést á viðtali hennar við sænska blaðið Expressen en þar talar hún um réttindi þungaðra knattspyrnukvenna. „Núna þegar ég er orðin aðeins eldri þá hef ég öðlast aðeins öðruvísi sýn á hvaða hlutir það séu sem þurfa að breytast," segir Sif sem verður ekki með Kristianstad á þessu tímabili þar sem hún á von á sínu öðru barni. Horfir til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta Sif horfir sérstaklega til nýrra leikmannasamninga í WNBA-deildinni í körfubolta en þar búin til ný og brautryðjandi reglugerð í október árið 2018 sem styður við bakið á þunguðum konum og mæðrum. Samkvæmt henni þá fá verðandi mæður aðstoð og halda launum sínum. Það er ekkert slíkt til í Svíþjóð eins og Sif þarf nú að finna á eigin skinni. „Eins og ég skil þetta þá fá allir leikmenn meðlag og vernd með þessari reglugerð. Þær halda launum sínum og þeir leikmenn sem þurfa hjálp með þær ganga með barn, fá hana," sagði Sif. „Ég á sjálf eina dóttir og ég veit að leikmannasamtökin hafa velt þessu fyrir sér hér áður þá hefur þetta ekki verið rætt nógu mikið opinberlega. Kvennaíþróttir eru að stækka og þarf að þróast eins og með allt annað í lífinu," sagði Sif við blaðmann Expressen. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar „Þetta fer allt eftir því með hvaða félagi þú ert að spila og hvernig leikmaðurinn gengur að borðinu. Við stöndum svolítið einar á báti hvað þetta varðar en flest félögin eru með viljann til að hjálpa," sagði Sif. „Það er ekki beint til einhver bæklingur um þetta til að hjálpa klúbbunum. Þetta var ótrúlegt framfaraskref í körfuboltanum í Bandaríkjunum og slík reglugerð er eitthvað sem vantar í kvennaíþróttir og ekki bara í fóboltanum," sagði Sif í þessum athyglisverða viðtali í Expressen. Sif Atla í stjórn í Svíþjóð - Vill betri réttindi fyrir þungaðar konur https://t.co/eCnBgALxZM— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 25, 2020 Sif ákvað sjálf til öryggis að vera í sóttkví eftir að kórónufaraldurinn fór á flug. „Ég hef ekkert verið í kringum klúbbinn í tvo mánuði af því að ég ákvað að fara sjálf í sóttkví. Ég hef kannski hitt hina leikmennina fjórum sinnum á þessum tíma," sagði Sif. Ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði „Það hefur því verið svolítið erfitt andlega því ég er liðsmaður og vil vera með mínu liði þó ég geti ekki verið inn á vellinum. Ég vil vera þarna til að styðja þær," sagði Sif sem þekkir það sjálf hvernig það er að koma til baka eftir barnsburð. „Það þarf margt að ganga upp til að maður geti komið aftur. Það er allt önnur staða fyrir knattspyrnukonu en knattspyrnukarl að verða foreldri. Bæði líkaminn og hausinn þurfa að vera tilbúnir," sagði Sif og hélt áfram: „Stóra áskorunin er að við höfum margar hæfileikaríkar íþróttakonur sem þurfa að slökkva á ástríðu sinni fyrir íþróttinni af því að það er svo erfitt að sameina foreldrahlutverkið og íþróttirnar," sagði Sif og hún ætlar að láta til sín taka til að breyta því.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Svíþjóð Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira