Framkvæmdastjóra Aston Martin skipt út Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. maí 2020 07:00 Andy Palmer í litum Red Bull liðsins í Formúlu 1. Liðið heitir í dag fullu nafni: Aston Martin Red Bull Racing. Það mun breytast á næsta ári. Vísir/Getty Andy Palmer, framkvæmdastjóra Aston Martin verður skipt út í dag ef marka má sögusagnir. Stjórnendaskipti hafa orðið nýlega sem líklega leiða til þessara breytinga. Engin formleg tilkynning hefur verið gefin út ennþá. En yfirlýsing frá Aston Martin kvað á um að „fyrirtækið staðfesti að verið sé að skoða stjórnendateymið og frekari tilkynningar muni verða gefnar út þegar tilefni er til“. Tilkynnt verður um uppsögn Palmer í dag samkvæmt heimildum Financial Times. Heimildir Financial Times herma að Tobias Moers, yfirmaður Mercedes-AMG eftirmaður Palmer. Palmer kom til Aston Martin árið 2014, þegar fyrirtækið var í fjárhagsvandræðum. Hann stýrði hröðum viðsnúningi og setti í gang áætlanir um fyrsta jeppling framleiðandans. Palmer leiddi svo hlutafjárútboð árið 2018 þar sem félagið var pphaflega metið á 4 milljarða punda eða tæpa 700 milljarða króna. Lítil eftirspurn hefur leitt til þess að gengi hlutabréfa félagsins hefur fallið um rúm 90%. Racing Point liðið mun aka undir merkjum Aston Martin á næsta ári. Annar ökumanna liðsins er sonur Lawrence Stroll, Lance Stroll.mynd/sky sports Í upphafi ársins 2020 keypti Lawrence Stroll 25% hlut í félaginu sem skilaði um 540 milljónum punda eða um 93 milljörðum króna í peningum inn í félagið. Stroll varð þá einnig stjórnarformaður félagsins. Stroll er aðaleigandi Racing Point liðsins í Formúlu 1. Liðið mun bera nafn Aston Martin frá og með næsta ár. Síðan þá hefur orðið uppstokkun í stjórnendateymi Aston Martin, fjármálastjórinn Mark Wilson og stjórnarmaðurinn Penny Hughes hafa yfirgefið félagið. Brotthvarf þeirra þykir ýta undir orðróminn um að Palmer sé næstur. Formúla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Andy Palmer, framkvæmdastjóra Aston Martin verður skipt út í dag ef marka má sögusagnir. Stjórnendaskipti hafa orðið nýlega sem líklega leiða til þessara breytinga. Engin formleg tilkynning hefur verið gefin út ennþá. En yfirlýsing frá Aston Martin kvað á um að „fyrirtækið staðfesti að verið sé að skoða stjórnendateymið og frekari tilkynningar muni verða gefnar út þegar tilefni er til“. Tilkynnt verður um uppsögn Palmer í dag samkvæmt heimildum Financial Times. Heimildir Financial Times herma að Tobias Moers, yfirmaður Mercedes-AMG eftirmaður Palmer. Palmer kom til Aston Martin árið 2014, þegar fyrirtækið var í fjárhagsvandræðum. Hann stýrði hröðum viðsnúningi og setti í gang áætlanir um fyrsta jeppling framleiðandans. Palmer leiddi svo hlutafjárútboð árið 2018 þar sem félagið var pphaflega metið á 4 milljarða punda eða tæpa 700 milljarða króna. Lítil eftirspurn hefur leitt til þess að gengi hlutabréfa félagsins hefur fallið um rúm 90%. Racing Point liðið mun aka undir merkjum Aston Martin á næsta ári. Annar ökumanna liðsins er sonur Lawrence Stroll, Lance Stroll.mynd/sky sports Í upphafi ársins 2020 keypti Lawrence Stroll 25% hlut í félaginu sem skilaði um 540 milljónum punda eða um 93 milljörðum króna í peningum inn í félagið. Stroll varð þá einnig stjórnarformaður félagsins. Stroll er aðaleigandi Racing Point liðsins í Formúlu 1. Liðið mun bera nafn Aston Martin frá og með næsta ár. Síðan þá hefur orðið uppstokkun í stjórnendateymi Aston Martin, fjármálastjórinn Mark Wilson og stjórnarmaðurinn Penny Hughes hafa yfirgefið félagið. Brotthvarf þeirra þykir ýta undir orðróminn um að Palmer sé næstur.
Formúla Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent