Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 21:11 Tvö flug Icelandair eru áætluð til Kaupmannahafnar á morgun. Vísir/vilhelm Flug Icelandair til Danmerkur á morgun eru enn á áætlun, þrátt fyrir að landamærum landsins verði lokað á hádegi. Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. Utanríkisráðuneytið skoðar jafnframt hvaða áhrif lokunin mun koma til með að hafa á Íslendinga. Danir tilkynntu um það í kvöld að landamærum landsins yrði lokað á hádegi á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þá yrðu samgöngur til og frá landinu á láði, legi og í lofti takmarkaðar verulega. Samkvæmt vef Isavia eru tvö flug Icelandair til Kaupmannahafnar á áætlun á morgun 14. mars, klukkan 7:45 og 15:00. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að aðgerðir danskra stjórnvalda séu nýkomnar til og félagið sé að skoða hvaða áhrif þær muni hafa á ferðir þess. Eins og staðan er núna séu þó öll Kaupmannahafnarflug félagsins á morgun á áætlun. Icelandair bíði eftir frekari upplýsingum og fylgist með þróun mála. Staðan breytist dag frá degi María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu segir í samtali við Vísi að ráðuneytið sé nú að fara yfir fregnirnar frá Danmörku og kanna hvaða áhrif þær hafi á Íslendinga. Unnið sé að því að afla frekari upplýsinga og þeim verði miðlað áfram um leið og þær berist. „Við höfum sagt það áður að staðan breytist mjög hratt, dag frá degi og oft á dag og ráðstafanir erlendra stjórnvalda eru ófyrirsjáanlegar. En við bregðumst við eins hratt og við mögulega getum,“ segir María Mjöll. Þá hvetur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins Íslendinga erlendis eindregið til þess að skrá sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. „Og eins ef það lendir í vanda að hafa samband við okkur og við vinnum í því að greiða eins hratt og við getum úr þeim málum.“ Mörg ríki auk Danmerkur hafa gripið til þess að loka landamærum sínum í viðleitni til að hefta faraldur kórónuveirunnar. Pólland tilkynnti til að mynda um það í kvöld að erlendum farþegum yrði meinaður aðgangur inn í landið og þá gildir sambærilegt bann í Tékklandi. Í byrjun vikunnar tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á öll lönd innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Icelandair aflýsti í kjölfarið flugferðum sínum til Bandaríkjanna en ferðabannið er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna bannsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Utanríkismál Fréttir af flugi Danmörk Tengdar fréttir Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Flug Icelandair til Danmerkur á morgun eru enn á áætlun, þrátt fyrir að landamærum landsins verði lokað á hádegi. Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. Utanríkisráðuneytið skoðar jafnframt hvaða áhrif lokunin mun koma til með að hafa á Íslendinga. Danir tilkynntu um það í kvöld að landamærum landsins yrði lokað á hádegi á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þá yrðu samgöngur til og frá landinu á láði, legi og í lofti takmarkaðar verulega. Samkvæmt vef Isavia eru tvö flug Icelandair til Kaupmannahafnar á áætlun á morgun 14. mars, klukkan 7:45 og 15:00. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að aðgerðir danskra stjórnvalda séu nýkomnar til og félagið sé að skoða hvaða áhrif þær muni hafa á ferðir þess. Eins og staðan er núna séu þó öll Kaupmannahafnarflug félagsins á morgun á áætlun. Icelandair bíði eftir frekari upplýsingum og fylgist með þróun mála. Staðan breytist dag frá degi María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu segir í samtali við Vísi að ráðuneytið sé nú að fara yfir fregnirnar frá Danmörku og kanna hvaða áhrif þær hafi á Íslendinga. Unnið sé að því að afla frekari upplýsinga og þeim verði miðlað áfram um leið og þær berist. „Við höfum sagt það áður að staðan breytist mjög hratt, dag frá degi og oft á dag og ráðstafanir erlendra stjórnvalda eru ófyrirsjáanlegar. En við bregðumst við eins hratt og við mögulega getum,“ segir María Mjöll. Þá hvetur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins Íslendinga erlendis eindregið til þess að skrá sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. „Og eins ef það lendir í vanda að hafa samband við okkur og við vinnum í því að greiða eins hratt og við getum úr þeim málum.“ Mörg ríki auk Danmerkur hafa gripið til þess að loka landamærum sínum í viðleitni til að hefta faraldur kórónuveirunnar. Pólland tilkynnti til að mynda um það í kvöld að erlendum farþegum yrði meinaður aðgangur inn í landið og þá gildir sambærilegt bann í Tékklandi. Í byrjun vikunnar tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á öll lönd innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Icelandair aflýsti í kjölfarið flugferðum sínum til Bandaríkjanna en ferðabannið er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna bannsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Utanríkismál Fréttir af flugi Danmörk Tengdar fréttir Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21
Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52