Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 21:11 Tvö flug Icelandair eru áætluð til Kaupmannahafnar á morgun. Vísir/vilhelm Flug Icelandair til Danmerkur á morgun eru enn á áætlun, þrátt fyrir að landamærum landsins verði lokað á hádegi. Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. Utanríkisráðuneytið skoðar jafnframt hvaða áhrif lokunin mun koma til með að hafa á Íslendinga. Danir tilkynntu um það í kvöld að landamærum landsins yrði lokað á hádegi á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þá yrðu samgöngur til og frá landinu á láði, legi og í lofti takmarkaðar verulega. Samkvæmt vef Isavia eru tvö flug Icelandair til Kaupmannahafnar á áætlun á morgun 14. mars, klukkan 7:45 og 15:00. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að aðgerðir danskra stjórnvalda séu nýkomnar til og félagið sé að skoða hvaða áhrif þær muni hafa á ferðir þess. Eins og staðan er núna séu þó öll Kaupmannahafnarflug félagsins á morgun á áætlun. Icelandair bíði eftir frekari upplýsingum og fylgist með þróun mála. Staðan breytist dag frá degi María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu segir í samtali við Vísi að ráðuneytið sé nú að fara yfir fregnirnar frá Danmörku og kanna hvaða áhrif þær hafi á Íslendinga. Unnið sé að því að afla frekari upplýsinga og þeim verði miðlað áfram um leið og þær berist. „Við höfum sagt það áður að staðan breytist mjög hratt, dag frá degi og oft á dag og ráðstafanir erlendra stjórnvalda eru ófyrirsjáanlegar. En við bregðumst við eins hratt og við mögulega getum,“ segir María Mjöll. Þá hvetur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins Íslendinga erlendis eindregið til þess að skrá sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. „Og eins ef það lendir í vanda að hafa samband við okkur og við vinnum í því að greiða eins hratt og við getum úr þeim málum.“ Mörg ríki auk Danmerkur hafa gripið til þess að loka landamærum sínum í viðleitni til að hefta faraldur kórónuveirunnar. Pólland tilkynnti til að mynda um það í kvöld að erlendum farþegum yrði meinaður aðgangur inn í landið og þá gildir sambærilegt bann í Tékklandi. Í byrjun vikunnar tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á öll lönd innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Icelandair aflýsti í kjölfarið flugferðum sínum til Bandaríkjanna en ferðabannið er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna bannsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Utanríkismál Fréttir af flugi Danmörk Tengdar fréttir Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Flug Icelandair til Danmerkur á morgun eru enn á áætlun, þrátt fyrir að landamærum landsins verði lokað á hádegi. Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. Utanríkisráðuneytið skoðar jafnframt hvaða áhrif lokunin mun koma til með að hafa á Íslendinga. Danir tilkynntu um það í kvöld að landamærum landsins yrði lokað á hádegi á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þá yrðu samgöngur til og frá landinu á láði, legi og í lofti takmarkaðar verulega. Samkvæmt vef Isavia eru tvö flug Icelandair til Kaupmannahafnar á áætlun á morgun 14. mars, klukkan 7:45 og 15:00. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að aðgerðir danskra stjórnvalda séu nýkomnar til og félagið sé að skoða hvaða áhrif þær muni hafa á ferðir þess. Eins og staðan er núna séu þó öll Kaupmannahafnarflug félagsins á morgun á áætlun. Icelandair bíði eftir frekari upplýsingum og fylgist með þróun mála. Staðan breytist dag frá degi María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu segir í samtali við Vísi að ráðuneytið sé nú að fara yfir fregnirnar frá Danmörku og kanna hvaða áhrif þær hafi á Íslendinga. Unnið sé að því að afla frekari upplýsinga og þeim verði miðlað áfram um leið og þær berist. „Við höfum sagt það áður að staðan breytist mjög hratt, dag frá degi og oft á dag og ráðstafanir erlendra stjórnvalda eru ófyrirsjáanlegar. En við bregðumst við eins hratt og við mögulega getum,“ segir María Mjöll. Þá hvetur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins Íslendinga erlendis eindregið til þess að skrá sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. „Og eins ef það lendir í vanda að hafa samband við okkur og við vinnum í því að greiða eins hratt og við getum úr þeim málum.“ Mörg ríki auk Danmerkur hafa gripið til þess að loka landamærum sínum í viðleitni til að hefta faraldur kórónuveirunnar. Pólland tilkynnti til að mynda um það í kvöld að erlendum farþegum yrði meinaður aðgangur inn í landið og þá gildir sambærilegt bann í Tékklandi. Í byrjun vikunnar tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á öll lönd innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Icelandair aflýsti í kjölfarið flugferðum sínum til Bandaríkjanna en ferðabannið er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna bannsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Utanríkismál Fréttir af flugi Danmörk Tengdar fréttir Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21
Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52