Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Val 1. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið verði því Íslandsmeistari í þriðja sinn á fjórum árum og í 22. sinn alls. Eftir sannkallað hamfaratímabil í fyrra, þar sem Valur endaði í 6. sæti, var Ólafur Jóhannesson látinn fara og við tók Heimir Guðjónsson. Valsmenn virðast hafa náð vopnum sínum á ný og stefna á Íslandsmeistaratitilinn. Leikmannahópurinn er sennilega sá besti í deildinni og breiddin gríðarlega mikil. Og nú verður danski markahrókurinn Patrick Pedersen með Val frá byrjun tímabils. Stuðullinn á að hann verði markakóngur er ekkert rosalega hár. Heimir stýrði FH í áratug og gerði liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum og einu sinni að bikarmeisturum. Hann stýrði síðan HB í Færeyjum í tvö ár þar sem hann vann bæði deild og bikar. Heimir er einn af sigursælustu þjálfurum í sögu efstu deildar á Íslandi og þekkir ekkert annað en að vinna. Honum til aðstoðar hjá Val er Srdjan Tufegdzic sem var áður aðalþjálfari hjá KA og Grindavík. Valur í Reykjavík 22 Íslandsmeistaratitlar 11 bikarmeistaratitlar 16 tímabil samfellt í efstu deild (2005-) 2 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (2018) 4 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2016) 7 tímabil í röð í efri hluta (2013-) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 6 sinnum í 5. sæti Síðasta tímabil Að tala um vonbrigðasumar kemst eiginlega ekki nálægt því að lýsa furðulegu og klúðurslegu tímabili Valsmanna sem áttu fyrir mótið að fara létt með að vinna þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð. Það gekk allt á afturfótunum á Hlíðarenda, nýju leikmennirnir komu ekki með góða strauma og besta dæmið um það er Gary Martin sem þjálfarinn Ólafur Jóhannesson vildi síðan losna við í upphafi móts. Valsliðið var óþekkjanlegt frá síðustu árum og missti hvað eftir annað niður forystu í leikjum sínum. Valsmenn sátu í botnsætinu eftir fimm töp í fyrstu sjö umferðunum en tók aðeins við sér eftir komu Patrick Pedersen og rétt komst upp í efri hlutann. Liðið og leikmenn Vísir/Toggi Eiður Aron Sigurbjörnsson, Lasse Petry, Ólafur Karl Finsen, Andri Adolphsson og Einar Karl Ingvarsson eru meðal leikmanna sem verða væntanlega utan byrjunarliðs Vals til að byrja með í sumar. Það segir sitt um hversu ofboðslega mikla breidd Valsmenn eru með. Valur er nánast með tvo leikmenn í hverri einustu stöðu nema fremst á vellinum en Patrick Pedersen er eini eiginlegi framherji liðsins. Eftir að hafa leikið sem lánsmaður með Fjölni í Inkasso-deildinni í fyrra er Rasmus Christiansen kominn aftur í byrjunarlið Vals og verður væntanlega við hlið Orra Sigurðar Ómarssonar í miðri vörninni. Sebastian Hedlund verður líklega notaður meira á miðjunni en í vörninni og Sigurður Egill Lárusson hefur leikið sem fremsti miðjumaður í undirbúningsleikjunum. Lykilmennirnir Hannes Þór Halldórsson, Haukur Páll Sigurðsson og Patrick Pedersen eru Valsliðinu dýrmætir.vísir/vilhelm/bára Hannes Þór Halldórsson (f. 1984): Ótrúlegt en satt teljum við landsliðsmarkvörðinn koma til með að vera í lykilhlutverki hjá Val í sumar. Hannes fékk reyndar nokkra gagnrýni í fyrra, enda gríðarlegar væntingar gerðar til hans auk þess sem það virtist falla illa í kramið hjá sumum að hann færi meiddur í brúðkaup Gylfa og Alexöndru á Ítalíu á miðju tímabili. En það vita allir Íslendingar hversu góður Hannes er í að verja markið þegar vörnin er sæmilega þétt og skipulögð fyrir framan hann. Hann ætti að vera hungraður í bæði að vinna titil og að halda sæti sínu í harðri samkeppni um byrjunarliðssæti í landsliðinu. Haukur Páll Sigurðsson (f. 1987): Það mætti segja að eini gallinn við fyrirliðann sé að hann missi af fáeinum leikjum á hverju tímabili, vegna meiðsla og banna. Annars er hann herra áreiðanlegur; grjótharður miðjumaður sem brýtur upp sóknir andstæðinganna en getur líka byrjað þær fyrir sitt lið og er auk þess stórkostlegur skallamaður. Sá kostur Hauks gæti nýst betur fái hann að spila aðeins framar eins og margt bendir til að gangi eftir. Patrick Pedersen (f. 1991): Danski sóknarmaðurinn ætti bara að halda sig í Valsbúningnum því þá skorar hann alltaf mörk. Hann lék fyrst með Val sumarið 2013 og hefur alls skorað 55 mörk í 83 leikjum í efstu deild. Frá því að hann kom fyrst á Hlíðarenda hefur Pedersen spilað í Danmörku, Noregi og Moldóvu en alltaf komið aftur til Vals þess á milli og raðað inn mörkum. Í fyrra skoraði hann átta mörk á hálfu tímabili og það er Valsliðinu nauðsynlegt að Pedersen verði í svipuðu formi í sumar og haldist heill heilsu. Markaðurinn Vísir/Toggi Aron Bjarnason var einn besti leikmaður deildarinnar í fyrra áður en hann fór til Ungverjalands á miðju sumri og hann ætti að efla sóknarleik Valsliðsins. Magnús Egilsson fylgdi á eftir Heimi frá Færeyjum og er vinstri bakvörður í stað Bjarna Ólafs. Miðvörðurinn Rasmus Christiansen snýr aftur og Birkir Heimisson er efnilegur miðjumaður frá Akureyri sem leikið hefur með yngri liðum Heerenveen síðustu fjögur ár. Valsmenn sjá auðvitað á eftir Bjarna Ólafi en aðrir leikmenn sem kvöddu voru í litlu eða engu hlutverki á síðustu leiktíð. Þarf að gera betur en í fyrra Eiður Aron er einn fjölmargra leikmanna Vals sem þarf að svara fyrir slaka frammistöðu á síðasta tímabili.vísir/daníel Af nógu er að taka hér og samkeppnin mikil enda áttu nánast allir leikmenn Vals slakt tímabil í fyrra. Þeirra á meðal var Eiður Aron Sigurbjörnsson. Eftir að hafa verið frábær fyrstu tvo tímabilin sín hjá Val gerði hann lítið af viti í fyrra. Valsvörnin var ótraust og liðið fékk á sig 34 mörk. Miðað við undirbúningstímabilið virðist Eiður Aron búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði Vals og hann þarf því að setja undir sig hausinn og gefa í. Heimavöllurinn Það getur borgað sig að hafa sólgleraugun með á Hlíðarenda.vísir/vilhelm Öll aðstaða er til fyrirmyndar á Origo-vellinum þar sem áhorfendur sitja rétt við gervigrasvöllinn og geta heyrt þjálfarana koma skilaboðum til sinna manna. Valsmenn hafa skipt áhorfendasvæðum upp í sex 200 manna hólf fyrir fyrsta leik á mótinu, gegn KR annað kvöld, vegna fjöldatakmarkana og áhorfendur verða því eitthvað færri en í fyrsta leik síðasta Íslandsmóts (1.383 á leik við Víking). Að meðaltali mættu 1.110 áhorfendur á Hlíðarenda síðasta sumar, en Valsliðið vann fimm heimaleiki, gerði tvö jafntefli og tapaði fjórum leikjum. Hvað segir sérfræðingurinn? „Það spá allir Valsliðinu titlinum og það er ekki að ástæðulausu,“ segir Þorkell Máni Pétursson, einn af sérfræðingunum í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport. „Valsmenn eru með gríðarlega góðan mannskap – leikmenn sem geta klárað leiki algjörlega upp á eigin spýtur og þannig leikmenn gætu þess vegna átt eftir að vera á varamannabekknum í sumar,“ segir Máni. „Heimir gæti farið mjög passívur inn í þetta mót, að passa sig að næla bara í úrslitin, 1-0 eða 2-0 eða hvernig sem er. Þetta er ótrúlega fært þjálfarateymi hjá Val og það er alveg gefið mál að leikmenn liðsins eru allir með það í hausnum að síðasta tímabil var gjörsamlega hrein hörmung. Það er alveg sama hvort þú ferð frá markmanni eða fram í fremstu línu. Ég held að þeir séu allir hungraðir í að sanna sig að nýju og það er engin spurning að Valsararnir verða þarna í toppbaráttunni í allt sumar, en hvort þeir klára þetta á eftir að koma í ljós,“ segir Máni. Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... Bikarmeistari og A-deild (5. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... A-deild (7. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... B-deild (2. sæti og upp) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... Íslandsmeistari Fyrir sextíu árum (1960) ... A-deild (4. sæti) Vísir/Toggi Heimir Guðjónsson er tekinn við Valsliðinu en hann er sá þjálfari sem hefur skilað liði oftast í þrjú efstu sætin í nútíma fótbolta eða frá 1977 til 2019. Valsmenn voru mikið með boltann á síðasta tímabili í Pepsi Max deild karla og voru með flestar sendingar að meðaltali í leik þrátt fyrir að ná aðeins sjötta sætinu. Þetta sjötta sæti var einmitt slakasta titilvörn liðs í tólf liða efstu deild en Blikar enduðu einnig í sjötta sæti þegar þeir vörðu titil sinn sumarið 2011. Valsmenn fengu Patrick Pedersen á miðju tímabil í fyrra og það má sjá mikinn mun á Valsliðinu með og án Danans undanfarin þrjú tímabil. Með hann hafa Valsmenn náð í 68 prósent stiga í boði eða tólf prósent meira en þegar hann spilar ekki. Liðið skorar líka miklu fleiri mörk með Patrick Pedersen í liðinu. Toppmenn Vals í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Patrick Pedersen var markahæstur hjá Valsmönnum í Pepsi Max deildinni 2019 þrátt fyrir að spila ekki allt tímabilið með liðinu. Andri Adolphsson gaf flestar stoðsendingar, átti þátt í flestum mörkum og tók ásamt Patrick Pedersen þátt í flestum markasóknum liðsins. Haukur Páll Sigurðsson var líka áberandi því hann fór í flestar tæklingar, upp í flest skallaeinvígi og braut oftast af sér. Andri Adolphsson reyndi líka flest skot, flesta einleiki og þá fiskaði hann flest brot á andstæðingana. Eiður Aron Sigurbjörnsson vann flesta bolta. Að lokum Heimir Guðjónsson og aðstoðarmaður hans, Srdjan Tufegdzic, eiga að hefja Val aftur til flugs.vísir/Sigurjón Heimir er vanur að skila titli á fyrsta tímabili með sín lið og það kæmi ekkert á óvart að hann myndi kveikja neistann á Hlíðarenda á ný og byrja með stæl hjá Val. Nær allir leikmenn liðsins voru slakir í fyrra og þurfa að sýna að síðasta tímabil var slys en ekki varanlegt ástand. Miðað við hæfileika og reynslu Valsliðsins eru litlar líkur á því að hamfarir síðasta tímabils endutaki sig. Valinn maður er í hverju rúmi hjá Val og metnaðurinn á þeim bænum mikill. Valsmenn vonast til að Heimir leiði liðið aftur á toppinn, þangað sem þeir stefna alltaf. Pepsi Max-deild karla Valur Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin 2020: Erfiðara í ár eftir yfirburðina í fyrra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Flýgur Hrafninn í Kópavoginum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 11. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Erfiður vetur en allt önnur staða með hækkandi sól Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 10. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Vonir og væntingar í Víkinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 9. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spá: Ekki nóg að fá aukamann í brúna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 8. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Þurfa að særa meiðsladrauginn í burtu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 5. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin: Sama sagan í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 4. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Hvora útgáfuna af ÍA sjáum við í sumar? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 3. júní 2020 10:00 Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00 Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í Pepsi Max-deild karla hefst með leik Vals og KR laugardagskvöldið 13. júní. KR-ingar eiga titil að verja en þeir urðu Íslandsmeistarar í 27. sinn í sögu félagsins í fyrra. Íþróttadeild spáir Val 1. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar og liðið verði því Íslandsmeistari í þriðja sinn á fjórum árum og í 22. sinn alls. Eftir sannkallað hamfaratímabil í fyrra, þar sem Valur endaði í 6. sæti, var Ólafur Jóhannesson látinn fara og við tók Heimir Guðjónsson. Valsmenn virðast hafa náð vopnum sínum á ný og stefna á Íslandsmeistaratitilinn. Leikmannahópurinn er sennilega sá besti í deildinni og breiddin gríðarlega mikil. Og nú verður danski markahrókurinn Patrick Pedersen með Val frá byrjun tímabils. Stuðullinn á að hann verði markakóngur er ekkert rosalega hár. Heimir stýrði FH í áratug og gerði liðið fimm sinnum að Íslandsmeisturum og einu sinni að bikarmeisturum. Hann stýrði síðan HB í Færeyjum í tvö ár þar sem hann vann bæði deild og bikar. Heimir er einn af sigursælustu þjálfurum í sögu efstu deildar á Íslandi og þekkir ekkert annað en að vinna. Honum til aðstoðar hjá Val er Srdjan Tufegdzic sem var áður aðalþjálfari hjá KA og Grindavík. Valur í Reykjavík 22 Íslandsmeistaratitlar 11 bikarmeistaratitlar 16 tímabil samfellt í efstu deild (2005-) 2 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (2018) 4 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2016) 7 tímabil í röð í efri hluta (2013-) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 6 sinnum í 5. sæti Síðasta tímabil Að tala um vonbrigðasumar kemst eiginlega ekki nálægt því að lýsa furðulegu og klúðurslegu tímabili Valsmanna sem áttu fyrir mótið að fara létt með að vinna þriðja Íslandsmeistaratitilinn í röð. Það gekk allt á afturfótunum á Hlíðarenda, nýju leikmennirnir komu ekki með góða strauma og besta dæmið um það er Gary Martin sem þjálfarinn Ólafur Jóhannesson vildi síðan losna við í upphafi móts. Valsliðið var óþekkjanlegt frá síðustu árum og missti hvað eftir annað niður forystu í leikjum sínum. Valsmenn sátu í botnsætinu eftir fimm töp í fyrstu sjö umferðunum en tók aðeins við sér eftir komu Patrick Pedersen og rétt komst upp í efri hlutann. Liðið og leikmenn Vísir/Toggi Eiður Aron Sigurbjörnsson, Lasse Petry, Ólafur Karl Finsen, Andri Adolphsson og Einar Karl Ingvarsson eru meðal leikmanna sem verða væntanlega utan byrjunarliðs Vals til að byrja með í sumar. Það segir sitt um hversu ofboðslega mikla breidd Valsmenn eru með. Valur er nánast með tvo leikmenn í hverri einustu stöðu nema fremst á vellinum en Patrick Pedersen er eini eiginlegi framherji liðsins. Eftir að hafa leikið sem lánsmaður með Fjölni í Inkasso-deildinni í fyrra er Rasmus Christiansen kominn aftur í byrjunarlið Vals og verður væntanlega við hlið Orra Sigurðar Ómarssonar í miðri vörninni. Sebastian Hedlund verður líklega notaður meira á miðjunni en í vörninni og Sigurður Egill Lárusson hefur leikið sem fremsti miðjumaður í undirbúningsleikjunum. Lykilmennirnir Hannes Þór Halldórsson, Haukur Páll Sigurðsson og Patrick Pedersen eru Valsliðinu dýrmætir.vísir/vilhelm/bára Hannes Þór Halldórsson (f. 1984): Ótrúlegt en satt teljum við landsliðsmarkvörðinn koma til með að vera í lykilhlutverki hjá Val í sumar. Hannes fékk reyndar nokkra gagnrýni í fyrra, enda gríðarlegar væntingar gerðar til hans auk þess sem það virtist falla illa í kramið hjá sumum að hann færi meiddur í brúðkaup Gylfa og Alexöndru á Ítalíu á miðju tímabili. En það vita allir Íslendingar hversu góður Hannes er í að verja markið þegar vörnin er sæmilega þétt og skipulögð fyrir framan hann. Hann ætti að vera hungraður í bæði að vinna titil og að halda sæti sínu í harðri samkeppni um byrjunarliðssæti í landsliðinu. Haukur Páll Sigurðsson (f. 1987): Það mætti segja að eini gallinn við fyrirliðann sé að hann missi af fáeinum leikjum á hverju tímabili, vegna meiðsla og banna. Annars er hann herra áreiðanlegur; grjótharður miðjumaður sem brýtur upp sóknir andstæðinganna en getur líka byrjað þær fyrir sitt lið og er auk þess stórkostlegur skallamaður. Sá kostur Hauks gæti nýst betur fái hann að spila aðeins framar eins og margt bendir til að gangi eftir. Patrick Pedersen (f. 1991): Danski sóknarmaðurinn ætti bara að halda sig í Valsbúningnum því þá skorar hann alltaf mörk. Hann lék fyrst með Val sumarið 2013 og hefur alls skorað 55 mörk í 83 leikjum í efstu deild. Frá því að hann kom fyrst á Hlíðarenda hefur Pedersen spilað í Danmörku, Noregi og Moldóvu en alltaf komið aftur til Vals þess á milli og raðað inn mörkum. Í fyrra skoraði hann átta mörk á hálfu tímabili og það er Valsliðinu nauðsynlegt að Pedersen verði í svipuðu formi í sumar og haldist heill heilsu. Markaðurinn Vísir/Toggi Aron Bjarnason var einn besti leikmaður deildarinnar í fyrra áður en hann fór til Ungverjalands á miðju sumri og hann ætti að efla sóknarleik Valsliðsins. Magnús Egilsson fylgdi á eftir Heimi frá Færeyjum og er vinstri bakvörður í stað Bjarna Ólafs. Miðvörðurinn Rasmus Christiansen snýr aftur og Birkir Heimisson er efnilegur miðjumaður frá Akureyri sem leikið hefur með yngri liðum Heerenveen síðustu fjögur ár. Valsmenn sjá auðvitað á eftir Bjarna Ólafi en aðrir leikmenn sem kvöddu voru í litlu eða engu hlutverki á síðustu leiktíð. Þarf að gera betur en í fyrra Eiður Aron er einn fjölmargra leikmanna Vals sem þarf að svara fyrir slaka frammistöðu á síðasta tímabili.vísir/daníel Af nógu er að taka hér og samkeppnin mikil enda áttu nánast allir leikmenn Vals slakt tímabil í fyrra. Þeirra á meðal var Eiður Aron Sigurbjörnsson. Eftir að hafa verið frábær fyrstu tvo tímabilin sín hjá Val gerði hann lítið af viti í fyrra. Valsvörnin var ótraust og liðið fékk á sig 34 mörk. Miðað við undirbúningstímabilið virðist Eiður Aron búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði Vals og hann þarf því að setja undir sig hausinn og gefa í. Heimavöllurinn Það getur borgað sig að hafa sólgleraugun með á Hlíðarenda.vísir/vilhelm Öll aðstaða er til fyrirmyndar á Origo-vellinum þar sem áhorfendur sitja rétt við gervigrasvöllinn og geta heyrt þjálfarana koma skilaboðum til sinna manna. Valsmenn hafa skipt áhorfendasvæðum upp í sex 200 manna hólf fyrir fyrsta leik á mótinu, gegn KR annað kvöld, vegna fjöldatakmarkana og áhorfendur verða því eitthvað færri en í fyrsta leik síðasta Íslandsmóts (1.383 á leik við Víking). Að meðaltali mættu 1.110 áhorfendur á Hlíðarenda síðasta sumar, en Valsliðið vann fimm heimaleiki, gerði tvö jafntefli og tapaði fjórum leikjum. Hvað segir sérfræðingurinn? „Það spá allir Valsliðinu titlinum og það er ekki að ástæðulausu,“ segir Þorkell Máni Pétursson, einn af sérfræðingunum í Pepsi Max Stúkunni á Stöð 2 Sport. „Valsmenn eru með gríðarlega góðan mannskap – leikmenn sem geta klárað leiki algjörlega upp á eigin spýtur og þannig leikmenn gætu þess vegna átt eftir að vera á varamannabekknum í sumar,“ segir Máni. „Heimir gæti farið mjög passívur inn í þetta mót, að passa sig að næla bara í úrslitin, 1-0 eða 2-0 eða hvernig sem er. Þetta er ótrúlega fært þjálfarateymi hjá Val og það er alveg gefið mál að leikmenn liðsins eru allir með það í hausnum að síðasta tímabil var gjörsamlega hrein hörmung. Það er alveg sama hvort þú ferð frá markmanni eða fram í fremstu línu. Ég held að þeir séu allir hungraðir í að sanna sig að nýju og það er engin spurning að Valsararnir verða þarna í toppbaráttunni í allt sumar, en hvort þeir klára þetta á eftir að koma í ljós,“ segir Máni. Sagan Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... Bikarmeistari og A-deild (5. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... A-deild (7. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... B-deild (2. sæti og upp) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... Íslandsmeistari Fyrir sextíu árum (1960) ... A-deild (4. sæti) Vísir/Toggi Heimir Guðjónsson er tekinn við Valsliðinu en hann er sá þjálfari sem hefur skilað liði oftast í þrjú efstu sætin í nútíma fótbolta eða frá 1977 til 2019. Valsmenn voru mikið með boltann á síðasta tímabili í Pepsi Max deild karla og voru með flestar sendingar að meðaltali í leik þrátt fyrir að ná aðeins sjötta sætinu. Þetta sjötta sæti var einmitt slakasta titilvörn liðs í tólf liða efstu deild en Blikar enduðu einnig í sjötta sæti þegar þeir vörðu titil sinn sumarið 2011. Valsmenn fengu Patrick Pedersen á miðju tímabil í fyrra og það má sjá mikinn mun á Valsliðinu með og án Danans undanfarin þrjú tímabil. Með hann hafa Valsmenn náð í 68 prósent stiga í boði eða tólf prósent meira en þegar hann spilar ekki. Liðið skorar líka miklu fleiri mörk með Patrick Pedersen í liðinu. Toppmenn Vals í tölfræðinni á síðasta tímabili Vísir/Toggi Patrick Pedersen var markahæstur hjá Valsmönnum í Pepsi Max deildinni 2019 þrátt fyrir að spila ekki allt tímabilið með liðinu. Andri Adolphsson gaf flestar stoðsendingar, átti þátt í flestum mörkum og tók ásamt Patrick Pedersen þátt í flestum markasóknum liðsins. Haukur Páll Sigurðsson var líka áberandi því hann fór í flestar tæklingar, upp í flest skallaeinvígi og braut oftast af sér. Andri Adolphsson reyndi líka flest skot, flesta einleiki og þá fiskaði hann flest brot á andstæðingana. Eiður Aron Sigurbjörnsson vann flesta bolta. Að lokum Heimir Guðjónsson og aðstoðarmaður hans, Srdjan Tufegdzic, eiga að hefja Val aftur til flugs.vísir/Sigurjón Heimir er vanur að skila titli á fyrsta tímabili með sín lið og það kæmi ekkert á óvart að hann myndi kveikja neistann á Hlíðarenda á ný og byrja með stæl hjá Val. Nær allir leikmenn liðsins voru slakir í fyrra og þurfa að sýna að síðasta tímabil var slys en ekki varanlegt ástand. Miðað við hæfileika og reynslu Valsliðsins eru litlar líkur á því að hamfarir síðasta tímabils endutaki sig. Valinn maður er í hverju rúmi hjá Val og metnaðurinn á þeim bænum mikill. Valsmenn vonast til að Heimir leiði liðið aftur á toppinn, þangað sem þeir stefna alltaf.
Valur í Reykjavík 22 Íslandsmeistaratitlar 11 bikarmeistaratitlar 16 tímabil samfellt í efstu deild (2005-) 2 ár frá síðasta Íslandsmeistaratitli (2018) 4 ár frá síðasta bikarmeistaratitli (2016) 7 tímabil í röð í efri hluta (2013-) Uppáhaldssæti í tólf liða deild: 6 sinnum í 5. sæti
Árin líða Fyrir fimm árum (2015) ... Bikarmeistari og A-deild (5. sæti) Fyrir tíu árum (2010) ... A-deild (7. sæti) Fyrir tuttugu árum (2000) ... B-deild (2. sæti og upp) Fyrir fjörutíu árum (1980) ... Íslandsmeistari Fyrir sextíu árum (1960) ... A-deild (4. sæti)
Pepsi Max-spáin 2020: Erfiðara í ár eftir yfirburðina í fyrra Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 2. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 12. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Flýgur Hrafninn í Kópavoginum? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Breiðabliki 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 11. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Erfiður vetur en allt önnur staða með hækkandi sól Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 4. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 10. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Vonir og væntingar í Víkinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Víkingi 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 9. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spá: Ekki nóg að fá aukamann í brúna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 8. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Þurfa að særa meiðsladrauginn í burtu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 5. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin: Sama sagan í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 4. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Hvora útgáfuna af ÍA sjáum við í sumar? Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 3. júní 2020 10:00
Pepsi Max spáin 2020: Þurfa að forðast sömu mistök og síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 10. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 2. júní 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Reynir á unga menn í Grafarvogi Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fjölni 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 29. maí 2020 10:00
Pepsi Max-spáin 2020: Grýtt leið hjá Gróttu Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 12. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 28. maí 2020 10:00