Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 18:00 Íslandsmeistarar KR geta vonandi hafið titilvörn sína sem fyrst í júní. VÍSIR/BÁRA „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Víðir fór yfir stöðuna með Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í beinni útsendingu og sagði að ef að áætlanir gengu eftir yrði hægt að opna fyrir keppni í Pepsi Max-deildunum í fótbolta um þarnæstu mánaðamót. Æfingar geta hafist, þó með miklum takmörkunum, þegar fyrsta skref í afléttingu samkomubanns verður tekið 4. maí. „Masterplanið sem við erum að vinna eftir í þessum afléttingum, að gera þetta í hægum skrefum og sjá hvernig málin þróast. Þá erum við að tala um að íþróttastarf barna og unglinga geti byrjað að mjög miklu leyti núna 4. maí. Við erum að klára útfærslur á þessum 4. maí-pakka, hlusta eftir viðbrögðum og fá ábendingar um hvernig hægt sé að vinna málin innan þess ramma sem sóttvarnalæknir er búinn að setja. Þá losnar um þetta æfingabann. Það verða takmarkanir á fjölda sem getur æft saman en að minnsta kosti geta menn farið að æfa í litlum hópum, sem mun örugglega skipta miklu máli. Síðan höfum við sagt að þetta verði tekið í 3-4 vikna skrefum,“ segir Víðir. „Þegar komið verður í lok maí eða byrjun júní er hugsunin að fara með þetta samkomubann upp í 100 manns, og jafnframt á sama tíma að opna á það að starfsemi sem hefur verið lokuð, eins og líkamsræktarstöðvar, geti opnað og að íþróttastarf fullorðinna geti farið fram án takmarkana. Það þýðir að fótboltinn ætti að geta farið á fulla ferð þá,“ segir Víðir. Klippa: Sportið í dag - Víðir um íþróttir fullorðinna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
„Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Víðir fór yfir stöðuna með Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í beinni útsendingu og sagði að ef að áætlanir gengu eftir yrði hægt að opna fyrir keppni í Pepsi Max-deildunum í fótbolta um þarnæstu mánaðamót. Æfingar geta hafist, þó með miklum takmörkunum, þegar fyrsta skref í afléttingu samkomubanns verður tekið 4. maí. „Masterplanið sem við erum að vinna eftir í þessum afléttingum, að gera þetta í hægum skrefum og sjá hvernig málin þróast. Þá erum við að tala um að íþróttastarf barna og unglinga geti byrjað að mjög miklu leyti núna 4. maí. Við erum að klára útfærslur á þessum 4. maí-pakka, hlusta eftir viðbrögðum og fá ábendingar um hvernig hægt sé að vinna málin innan þess ramma sem sóttvarnalæknir er búinn að setja. Þá losnar um þetta æfingabann. Það verða takmarkanir á fjölda sem getur æft saman en að minnsta kosti geta menn farið að æfa í litlum hópum, sem mun örugglega skipta miklu máli. Síðan höfum við sagt að þetta verði tekið í 3-4 vikna skrefum,“ segir Víðir. „Þegar komið verður í lok maí eða byrjun júní er hugsunin að fara með þetta samkomubann upp í 100 manns, og jafnframt á sama tíma að opna á það að starfsemi sem hefur verið lokuð, eins og líkamsræktarstöðvar, geti opnað og að íþróttastarf fullorðinna geti farið fram án takmarkana. Það þýðir að fótboltinn ætti að geta farið á fulla ferð þá,“ segir Víðir. Klippa: Sportið í dag - Víðir um íþróttir fullorðinna Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Fleiri fréttir Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Sjá meira
Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46
Segir að liðin fái væntanlega 2-3 vikur til að undirbúa sig fyrir Íslandsmótið Vonir standa til að keppni á Íslandsmótinu í fótbolta geti hafist um miðjan júní. 15. apríl 2020 15:41