Bjartsýn á framhaldið og tilbúin að halda áfram með lífið Sylvía Hall skrifar 24. maí 2020 23:52 Sólrúnu Öldu Waldorff var bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð í október á síðasta ári. Skjáskot af vef RÚV „Ég fór að sofa í íbúðinni hjá kærastanum mínum og ég man eiginlega ekkert meira þar til ég vakna rúmum mánuði síðar í spítalarúmi í Svíþjóð. Og þar með byrjar allt.“ Þetta segir Sólrún Alda Waldorff um það sem tók við eftir bruna í Mávahlíð í október á síðasta ári. Sólrún er 23 ára gömul, en henni var bjargað út úr brennandi íbúðinni eftir að mikill eldur kviknaði í íbúðinni. Brennandi pottur féll á gólfið með þeim afleiðingum að logandi olía helltist úr og breiddist um íbúðina. Rætt var við Sólrúnu í kvöldfréttum RÚV. Sólrún var í íbúðinni ásamt kærasta sínum Rahmon Anvarov sem bjó í íbúðinni. Eigandi íbúðarinnar var einnig í íbúðinni en hann komst sjálfur út. Sólrún og Rahmon voru bæði sofandi þegar eldurinn kom upp. „Það var stöðugt verið að reyna að segja mér hvar ég væri, hvað hefði gerst – svo maður rosalega hræddur. Maður skildi þetta bara ekki,“ segir Sólrún í viðtalinu á RÚV. Bæði Sólrún og Rahmon brenndust alvarlega en Sólrúnu var haldið sofandi í þrjár vikur. Ákveðið var að flytja hana á brunadeild sjúkrahússins í Linköping í Svíþjóð. Skömmu eftir komuna til Svíþjóðar féllu lungu hennar saman, en hún hafði verið stöðug í fluginu. Hún var í bráðri lífshættu allan tímann en hún var með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama síns. Bati Sólrúnar er sagður undraverður. Læknar óttuðust að hún væri með heilaskaða eftir brunann og hún væri lömuð á annarri hlið líkamans. Mikill viljastyrkur Sólrúnar kom í ljós og hún hafi verið ákveðinn í því að ná skjótum bata. Hún lýsir því hvernig hún tók fyrstu skrefin eftir brunann og hversu mikill léttir fylgdi því í ítarlegu viðtali á vef RÚV. Fréttin var síðast uppfærð 29. maí. Slökkvilið Reykjavík Bruni í Mávahlíð Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
„Ég fór að sofa í íbúðinni hjá kærastanum mínum og ég man eiginlega ekkert meira þar til ég vakna rúmum mánuði síðar í spítalarúmi í Svíþjóð. Og þar með byrjar allt.“ Þetta segir Sólrún Alda Waldorff um það sem tók við eftir bruna í Mávahlíð í október á síðasta ári. Sólrún er 23 ára gömul, en henni var bjargað út úr brennandi íbúðinni eftir að mikill eldur kviknaði í íbúðinni. Brennandi pottur féll á gólfið með þeim afleiðingum að logandi olía helltist úr og breiddist um íbúðina. Rætt var við Sólrúnu í kvöldfréttum RÚV. Sólrún var í íbúðinni ásamt kærasta sínum Rahmon Anvarov sem bjó í íbúðinni. Eigandi íbúðarinnar var einnig í íbúðinni en hann komst sjálfur út. Sólrún og Rahmon voru bæði sofandi þegar eldurinn kom upp. „Það var stöðugt verið að reyna að segja mér hvar ég væri, hvað hefði gerst – svo maður rosalega hræddur. Maður skildi þetta bara ekki,“ segir Sólrún í viðtalinu á RÚV. Bæði Sólrún og Rahmon brenndust alvarlega en Sólrúnu var haldið sofandi í þrjár vikur. Ákveðið var að flytja hana á brunadeild sjúkrahússins í Linköping í Svíþjóð. Skömmu eftir komuna til Svíþjóðar féllu lungu hennar saman, en hún hafði verið stöðug í fluginu. Hún var í bráðri lífshættu allan tímann en hún var með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama síns. Bati Sólrúnar er sagður undraverður. Læknar óttuðust að hún væri með heilaskaða eftir brunann og hún væri lömuð á annarri hlið líkamans. Mikill viljastyrkur Sólrúnar kom í ljós og hún hafi verið ákveðinn í því að ná skjótum bata. Hún lýsir því hvernig hún tók fyrstu skrefin eftir brunann og hversu mikill léttir fylgdi því í ítarlegu viðtali á vef RÚV. Fréttin var síðast uppfærð 29. maí.
Slökkvilið Reykjavík Bruni í Mávahlíð Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira