„Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Sylvía Hall skrifar 24. maí 2020 23:01 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Einar Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. Hún telur að Icelandair hafi sýnt lítinn vilja til að semja við Flugfreyjufélag Íslands og að flugfélagið hafi ýjað að því að samið yrði við aðra, féllust flugfreyjur ekki á tilboð Icelandair. Milliliðalaust bréf forstjóra fyrirtækisins til flugfreyja sé brotlegt við lög og ætlað að reka fleyg í þá miklu samstöðu sem er í röðum flugfreyja. „Ég hef verið hissa á því hvað Icelandair setur lítinn metnað í þessar viðræður. Síðan eru einhvers svona undirliggjandi hótanir um að semja þá við einhverja aðra,“ sagði Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins í Víglínunni í dag. „Síðan er annað mál þessi fleygur sem er verið að reka í viðræðurnar líka, varðandi það að vera alltaf að senda svona milliliðalaus skilaboð til flugfreyja.“ Samstaðan meðal flugfreyja er sterk að mati Drífu. Flugfreyjufélagið hafi haldið vel sótta fundi og lagt mikinn metnað í samningaræðurnar, sýnt mikinn samningsvilja en Icelandair hafi hins vegar sýnt metnaðarleysi í viðræðunum, sem komi henni á óvart. „Ég veit ekkert hvert planið er, og ég er eiginlega farin að hallast að því að það sé ekkert. Að það sé bara svolítið verið að fálma út í myrkrið.“ Hún segir ekkert verkalýðsfélag samþykkja fastan kjarasamning til fimm til sjö ára með engum launahækkunum. Svo þurfi að líta til þess að það sé mun lengra síðan flugfreyjur sömdu síðast en flugstjórar og þær séu því að semja frá allt öðrum stað. Kemur til greina að leita til félagsdóms Drífa segir bréfasendingar Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, líklega brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðið er á um að atvinnurekendur eigi ekki að hafa afskipti af stéttarfélögum. Með því að senda slík bréf án milligöngu samninganefndar sé í það minnsta til þess fallið að hafa áhrif á samstöðu félagsmanna. Það komi vel til greina að leita til félagsdóms. „Það kemur allt til greina. Við þurfum aðeins að gera okkur grein fyrir að við viljum bara að það sé samið í lengstu lög. Við viljum gefa fólki frið til að semja og það er miður að það hafi ekki verið gert og við þurfum að skoða það,“ segir Drífa en bætir þó við að hún telji félagsdóm ekki hafa mikil áhrif á deiluna. „Það sem myndi gerast í félagsdómi er sennilega að þeir myndu segja að þetta er ekki rétt. Það eru hins vegar engar afleiðingar.“ Því taldi hún vænlegast að skrifa bréf til Samtaka atvinnulífsins vegna bréfaskriftanna. Icelandair sé meðlimur í samtökunum og því beri þau einhverja ábyrgð. Félög verði að virða leikreglur vinnumarkaðarins. „Alltaf þegar félagið gerir þetta, þá setur það kjaraviðræðurnar í uppnám. Þeir eru að fresta því að ná lendingu og það er verra. Þeir eru ekki að vinna sér í hag eins og ég sé það. Ég veit ekki hvaða plan er í gangi en þetta getur ekki verið gott fyrir viðræðurnar sem slíkar – nema það sé beinlínis tilgangurinn að klára ekki þessar viðræður.“ Drífa fór yfir stöðu mála í kjaraviðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins í Víglínunni í dag.Vísir/Einar Draumur að sjá algilda samninga fyrir flugfreyjur „Ástæðan fyrir því að flugfreyjudeilan er svolítið öðruvísi en aðrar deilur er að flugfreyjur eru í rauninni með vinnustaðasamninga. Það eru ekki þessir algildu samningar á íslenskum vinnumarkaði sem varðar flugfreyjur,“ segir Drífa um kjaradeiluna. Því sé tækifæri til þess að láta það verða að veruleika nú. „Við höfum látið okkur dreyma um að gera slíka algilda samninga, þannig ef það er stofnað nýtt flugfélag þá eru til samningar fyrir það flugfélag. Ég skil ekki að Icelandair skuli ekki sjá hag sinn í því að gera slíkt, og SA, af því að annars eru flugfélögin að gera samninga fyrir sínar freyjur sem geta verið mismunandi samsetning á hópum og einhvern veginn vera í félagslegum undirboðum við þau félög sem fyrir eru. Mér finnst núna vera lag að gera algildan kjarasamning fyrir flugfreyjur á Íslandi.“ Hún segist hafa áhyggjur af stöðu Icelandair, rétt eins og hún hefur áhyggjur af stöðu vinnumarkaðarins almennt. Starfsfólk fyrirtækisins búi yfir góðri þjálfun og það liggi fyrir að það verði þörf fyrir það þegar flugsamgöngur hefjast á ný. „Auðvitað held ég að það sé von flestra að Icelandair haldi áfram, þetta er fyrirtæki sem hefur notið velvildar, þetta er fyrirtæki sem býður mann velkominn heim þegar hjólin snerta flugbrautina á Íslandi og ég held að okkur þyki flestum vænt um þetta félag,“ segir Drífa. Hún telji þó Icelandair vera að ganga á velvild margra í kjaraviðræðunum. „Þau eru að ganga svolítið hressilega á þessa innistæðu gagnvart mér og þeim sem hafa verið í helsta návígi í þessum viðræðum. Mér finnst þetta skipta máli fyrir Icelandair sem okkar þjóðarflugfélag, að reyna nú að vanda sig aðeins og vera í þessu af heilindum.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið við Drífu í fullri lengd. Icelandair Víglínan Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. Hún telur að Icelandair hafi sýnt lítinn vilja til að semja við Flugfreyjufélag Íslands og að flugfélagið hafi ýjað að því að samið yrði við aðra, féllust flugfreyjur ekki á tilboð Icelandair. Milliliðalaust bréf forstjóra fyrirtækisins til flugfreyja sé brotlegt við lög og ætlað að reka fleyg í þá miklu samstöðu sem er í röðum flugfreyja. „Ég hef verið hissa á því hvað Icelandair setur lítinn metnað í þessar viðræður. Síðan eru einhvers svona undirliggjandi hótanir um að semja þá við einhverja aðra,“ sagði Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins í Víglínunni í dag. „Síðan er annað mál þessi fleygur sem er verið að reka í viðræðurnar líka, varðandi það að vera alltaf að senda svona milliliðalaus skilaboð til flugfreyja.“ Samstaðan meðal flugfreyja er sterk að mati Drífu. Flugfreyjufélagið hafi haldið vel sótta fundi og lagt mikinn metnað í samningaræðurnar, sýnt mikinn samningsvilja en Icelandair hafi hins vegar sýnt metnaðarleysi í viðræðunum, sem komi henni á óvart. „Ég veit ekkert hvert planið er, og ég er eiginlega farin að hallast að því að það sé ekkert. Að það sé bara svolítið verið að fálma út í myrkrið.“ Hún segir ekkert verkalýðsfélag samþykkja fastan kjarasamning til fimm til sjö ára með engum launahækkunum. Svo þurfi að líta til þess að það sé mun lengra síðan flugfreyjur sömdu síðast en flugstjórar og þær séu því að semja frá allt öðrum stað. Kemur til greina að leita til félagsdóms Drífa segir bréfasendingar Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, líklega brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem kveðið er á um að atvinnurekendur eigi ekki að hafa afskipti af stéttarfélögum. Með því að senda slík bréf án milligöngu samninganefndar sé í það minnsta til þess fallið að hafa áhrif á samstöðu félagsmanna. Það komi vel til greina að leita til félagsdóms. „Það kemur allt til greina. Við þurfum aðeins að gera okkur grein fyrir að við viljum bara að það sé samið í lengstu lög. Við viljum gefa fólki frið til að semja og það er miður að það hafi ekki verið gert og við þurfum að skoða það,“ segir Drífa en bætir þó við að hún telji félagsdóm ekki hafa mikil áhrif á deiluna. „Það sem myndi gerast í félagsdómi er sennilega að þeir myndu segja að þetta er ekki rétt. Það eru hins vegar engar afleiðingar.“ Því taldi hún vænlegast að skrifa bréf til Samtaka atvinnulífsins vegna bréfaskriftanna. Icelandair sé meðlimur í samtökunum og því beri þau einhverja ábyrgð. Félög verði að virða leikreglur vinnumarkaðarins. „Alltaf þegar félagið gerir þetta, þá setur það kjaraviðræðurnar í uppnám. Þeir eru að fresta því að ná lendingu og það er verra. Þeir eru ekki að vinna sér í hag eins og ég sé það. Ég veit ekki hvaða plan er í gangi en þetta getur ekki verið gott fyrir viðræðurnar sem slíkar – nema það sé beinlínis tilgangurinn að klára ekki þessar viðræður.“ Drífa fór yfir stöðu mála í kjaraviðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins í Víglínunni í dag.Vísir/Einar Draumur að sjá algilda samninga fyrir flugfreyjur „Ástæðan fyrir því að flugfreyjudeilan er svolítið öðruvísi en aðrar deilur er að flugfreyjur eru í rauninni með vinnustaðasamninga. Það eru ekki þessir algildu samningar á íslenskum vinnumarkaði sem varðar flugfreyjur,“ segir Drífa um kjaradeiluna. Því sé tækifæri til þess að láta það verða að veruleika nú. „Við höfum látið okkur dreyma um að gera slíka algilda samninga, þannig ef það er stofnað nýtt flugfélag þá eru til samningar fyrir það flugfélag. Ég skil ekki að Icelandair skuli ekki sjá hag sinn í því að gera slíkt, og SA, af því að annars eru flugfélögin að gera samninga fyrir sínar freyjur sem geta verið mismunandi samsetning á hópum og einhvern veginn vera í félagslegum undirboðum við þau félög sem fyrir eru. Mér finnst núna vera lag að gera algildan kjarasamning fyrir flugfreyjur á Íslandi.“ Hún segist hafa áhyggjur af stöðu Icelandair, rétt eins og hún hefur áhyggjur af stöðu vinnumarkaðarins almennt. Starfsfólk fyrirtækisins búi yfir góðri þjálfun og það liggi fyrir að það verði þörf fyrir það þegar flugsamgöngur hefjast á ný. „Auðvitað held ég að það sé von flestra að Icelandair haldi áfram, þetta er fyrirtæki sem hefur notið velvildar, þetta er fyrirtæki sem býður mann velkominn heim þegar hjólin snerta flugbrautina á Íslandi og ég held að okkur þyki flestum vænt um þetta félag,“ segir Drífa. Hún telji þó Icelandair vera að ganga á velvild margra í kjaraviðræðunum. „Þau eru að ganga svolítið hressilega á þessa innistæðu gagnvart mér og þeim sem hafa verið í helsta návígi í þessum viðræðum. Mér finnst þetta skipta máli fyrir Icelandair sem okkar þjóðarflugfélag, að reyna nú að vanda sig aðeins og vera í þessu af heilindum.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið við Drífu í fullri lengd.
Icelandair Víglínan Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent