Búa sig undir nýja tveggja metra reglu Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 24. maí 2020 22:18 Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti. Eigandi skemmtistaðar telur þó að fólk gæti gleymt sér þegar það er komið í stuð. Yfirstandandi samkomubann verður rýmkað á miðnætti þannig að 200 manns mega aftur koma saman, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opna á ný og tveggja metra reglan svokallaða verður svo gott sem afnumin, þó svo hún eigi áfram að vera valkostur á stöðum þar sem fólk kemur saman, eins og í kvikmyndahúsum, skemmtistöðum og veitingastöðum. Veitingastaður IKEA er einn þeirra staða sem hefur nú verið lokaður í tvo mánuði. Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar IKEA, segir ekki miklar breytingar vera á reglunum. „Við í rauninni erum ekkert að bakka mikið með reglurnar frá því eins og þær hafa verið, á meðan þær voru takmarkaðri. Það verða færri stólar og svoleiðis, það verður alveg tryggt að þeir sem vilja halda sig við tveggja metra regluna geti gert það. Þeir sem vilja sitja saman gera það þá bara á eigin ábyrgð.“ Þá verða breytingar gerðar í bíó. „Við skiptum salnum upp í tvö hólf. Annað hólfið, þar verður tveggja metra reglan áfram. Hitt hólfið, þar verður eitt sæti á milli einstaklinga eða hópa og við erum það heppin að vera hluti af einu stærsta miðasölukerfi í heiminum í dag, eina bíóhúsið á landinu, og það eiginlega sjálfkrafa sér um þetta,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri kvikmyndahúsa Senu. „Ef að einstaklingur eða hópur kaupir miða, þá blokkerar það sæti bæði hægra og vinstra megin við viðkomandi.“ Eigendur öldurhúsa eru nú í kapphlaupi við tímann að gera allt tilbúið fyrir morgundaginn þannig virða megi fjarlægðarmörk á stöðunum. „Það eru svæði fyrir tveggja metra, fólk sem vill vera með tveggja metra bil á milli,“ segir George Leite, einn eiganda Kalda bars, um opnun staðarins. Hann býst þó við því að það verði erfitt að virða tveggja metra regluna. Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti. Eigandi skemmtistaðar telur þó að fólk gæti gleymt sér þegar það er komið í stuð. Yfirstandandi samkomubann verður rýmkað á miðnætti þannig að 200 manns mega aftur koma saman, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opna á ný og tveggja metra reglan svokallaða verður svo gott sem afnumin, þó svo hún eigi áfram að vera valkostur á stöðum þar sem fólk kemur saman, eins og í kvikmyndahúsum, skemmtistöðum og veitingastöðum. Veitingastaður IKEA er einn þeirra staða sem hefur nú verið lokaður í tvo mánuði. Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar IKEA, segir ekki miklar breytingar vera á reglunum. „Við í rauninni erum ekkert að bakka mikið með reglurnar frá því eins og þær hafa verið, á meðan þær voru takmarkaðri. Það verða færri stólar og svoleiðis, það verður alveg tryggt að þeir sem vilja halda sig við tveggja metra regluna geti gert það. Þeir sem vilja sitja saman gera það þá bara á eigin ábyrgð.“ Þá verða breytingar gerðar í bíó. „Við skiptum salnum upp í tvö hólf. Annað hólfið, þar verður tveggja metra reglan áfram. Hitt hólfið, þar verður eitt sæti á milli einstaklinga eða hópa og við erum það heppin að vera hluti af einu stærsta miðasölukerfi í heiminum í dag, eina bíóhúsið á landinu, og það eiginlega sjálfkrafa sér um þetta,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri kvikmyndahúsa Senu. „Ef að einstaklingur eða hópur kaupir miða, þá blokkerar það sæti bæði hægra og vinstra megin við viðkomandi.“ Eigendur öldurhúsa eru nú í kapphlaupi við tímann að gera allt tilbúið fyrir morgundaginn þannig virða megi fjarlægðarmörk á stöðunum. „Það eru svæði fyrir tveggja metra, fólk sem vill vera með tveggja metra bil á milli,“ segir George Leite, einn eiganda Kalda bars, um opnun staðarins. Hann býst þó við því að það verði erfitt að virða tveggja metra regluna.
Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira