Búa sig undir nýja tveggja metra reglu Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 24. maí 2020 22:18 Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti. Eigandi skemmtistaðar telur þó að fólk gæti gleymt sér þegar það er komið í stuð. Yfirstandandi samkomubann verður rýmkað á miðnætti þannig að 200 manns mega aftur koma saman, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opna á ný og tveggja metra reglan svokallaða verður svo gott sem afnumin, þó svo hún eigi áfram að vera valkostur á stöðum þar sem fólk kemur saman, eins og í kvikmyndahúsum, skemmtistöðum og veitingastöðum. Veitingastaður IKEA er einn þeirra staða sem hefur nú verið lokaður í tvo mánuði. Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar IKEA, segir ekki miklar breytingar vera á reglunum. „Við í rauninni erum ekkert að bakka mikið með reglurnar frá því eins og þær hafa verið, á meðan þær voru takmarkaðri. Það verða færri stólar og svoleiðis, það verður alveg tryggt að þeir sem vilja halda sig við tveggja metra regluna geti gert það. Þeir sem vilja sitja saman gera það þá bara á eigin ábyrgð.“ Þá verða breytingar gerðar í bíó. „Við skiptum salnum upp í tvö hólf. Annað hólfið, þar verður tveggja metra reglan áfram. Hitt hólfið, þar verður eitt sæti á milli einstaklinga eða hópa og við erum það heppin að vera hluti af einu stærsta miðasölukerfi í heiminum í dag, eina bíóhúsið á landinu, og það eiginlega sjálfkrafa sér um þetta,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri kvikmyndahúsa Senu. „Ef að einstaklingur eða hópur kaupir miða, þá blokkerar það sæti bæði hægra og vinstra megin við viðkomandi.“ Eigendur öldurhúsa eru nú í kapphlaupi við tímann að gera allt tilbúið fyrir morgundaginn þannig virða megi fjarlægðarmörk á stöðunum. „Það eru svæði fyrir tveggja metra, fólk sem vill vera með tveggja metra bil á milli,“ segir George Leite, einn eiganda Kalda bars, um opnun staðarins. Hann býst þó við því að það verði erfitt að virða tveggja metra regluna. Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira
Veitingastaðir, kvikmyndahús og skemmtistaðir eru nú í óðaönn að tryggja það að fólk geti áfram haft tvo metra á milli sín, eftir að samkomubann tekur breytingum á miðnætti. Eigandi skemmtistaðar telur þó að fólk gæti gleymt sér þegar það er komið í stuð. Yfirstandandi samkomubann verður rýmkað á miðnætti þannig að 200 manns mega aftur koma saman, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaðir opna á ný og tveggja metra reglan svokallaða verður svo gott sem afnumin, þó svo hún eigi áfram að vera valkostur á stöðum þar sem fólk kemur saman, eins og í kvikmyndahúsum, skemmtistöðum og veitingastöðum. Veitingastaður IKEA er einn þeirra staða sem hefur nú verið lokaður í tvo mánuði. Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar IKEA, segir ekki miklar breytingar vera á reglunum. „Við í rauninni erum ekkert að bakka mikið með reglurnar frá því eins og þær hafa verið, á meðan þær voru takmarkaðri. Það verða færri stólar og svoleiðis, það verður alveg tryggt að þeir sem vilja halda sig við tveggja metra regluna geti gert það. Þeir sem vilja sitja saman gera það þá bara á eigin ábyrgð.“ Þá verða breytingar gerðar í bíó. „Við skiptum salnum upp í tvö hólf. Annað hólfið, þar verður tveggja metra reglan áfram. Hitt hólfið, þar verður eitt sæti á milli einstaklinga eða hópa og við erum það heppin að vera hluti af einu stærsta miðasölukerfi í heiminum í dag, eina bíóhúsið á landinu, og það eiginlega sjálfkrafa sér um þetta,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri kvikmyndahúsa Senu. „Ef að einstaklingur eða hópur kaupir miða, þá blokkerar það sæti bæði hægra og vinstra megin við viðkomandi.“ Eigendur öldurhúsa eru nú í kapphlaupi við tímann að gera allt tilbúið fyrir morgundaginn þannig virða megi fjarlægðarmörk á stöðunum. „Það eru svæði fyrir tveggja metra, fólk sem vill vera með tveggja metra bil á milli,“ segir George Leite, einn eiganda Kalda bars, um opnun staðarins. Hann býst þó við því að það verði erfitt að virða tveggja metra regluna.
Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Sjá meira