Fleiri leita aðstoðar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð Nadine Guðrún Yaghi og Andri Eysteinsson skrifa 24. maí 2020 09:38 Þorbjörg Inga Jónsdóttir stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni Fjölgað hefur í hópi þeirra sem leita lögfræðiráðgjafar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð. Lögfræðingur segir teikn á lofti um að skilnuðum sé að fjölga og mál séu farin að þyngjast. Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað hér á landi vegna COVID-19 faraldursins. Lögregla hefur verið kölluð út vegna slíkra mála í auknum mæli og þá hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis að undanförnu. „Þegar við byrjum á þessu COVID-ástandi þá varð aukning varðandi lögfræðiráðgjöfina, bæði urðum við varar við auknar komur beint til kvennaráðgjafarinnar og líka til Bjarkarhlíðar þar sem fólk var að velta fyrir sér fjárhagsstöðu sinni, réttindum varðandi eignaskipti, yfirráð yfir fjármunum sem eru auðvitað oft tengd ofbeldismálum,“ segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni. Þá séu teikn á lofti um að skilnuðum hafi fjölgað. „Það er auðvitað mikið álag á fjölskyldunum bæði út af þessu ástandi sem veldur svona persónulegu álagi og svo líka út af fjárhagsstöðu, margir að missa vinnuna og tapa tekjum af ýmsum ástæðum,“ sagði Þorbjörg. Þá segir Þorbjörg að málin séu að versna. „Það er svona ákveðinn þungi sem mér finnst ég verða vör við. Þessi vilji til að setja börnin inn í deiluna til dæmis. Mér finnst við ganga töluvert lengra í þeim málum en verið hefur. Maður veltir því fyrir sér hvort barnaverndarnefnd þurfi að koma þar sterkar inn. Fólk sem verður fyrir ofbeldi í nánum samböndum leitar sér lögfræðiaðstoðar þar sem það veit oft ekki hvaða rétt það á. „Hver staðan er á málunum í rannsókn og ákæruferli hjá hinu opinbera. Hvað það tekur hugsanlega langan tíma að fá niðurstöðu í svona mál sem skiptir fólk miklu máli,“ sagði Þorbjörg. Fólk í þessari stöðu eigi rétt á réttargæslumanni og skaðabótum. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira
Fjölgað hefur í hópi þeirra sem leita lögfræðiráðgjafar hjá Kvennaráðgjöfinni og Bjarkarhlíð. Lögfræðingur segir teikn á lofti um að skilnuðum sé að fjölga og mál séu farin að þyngjast. Heimilisofbeldismálum hefur fjölgað hér á landi vegna COVID-19 faraldursins. Lögregla hefur verið kölluð út vegna slíkra mála í auknum mæli og þá hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis að undanförnu. „Þegar við byrjum á þessu COVID-ástandi þá varð aukning varðandi lögfræðiráðgjöfina, bæði urðum við varar við auknar komur beint til kvennaráðgjafarinnar og líka til Bjarkarhlíðar þar sem fólk var að velta fyrir sér fjárhagsstöðu sinni, réttindum varðandi eignaskipti, yfirráð yfir fjármunum sem eru auðvitað oft tengd ofbeldismálum,“ segir Þorbjörg Inga Jónsdóttir, stjórnarformaður Bjarkarhlíðar og lögfræðingur hjá Kvennaráðgjöfinni. Þá séu teikn á lofti um að skilnuðum hafi fjölgað. „Það er auðvitað mikið álag á fjölskyldunum bæði út af þessu ástandi sem veldur svona persónulegu álagi og svo líka út af fjárhagsstöðu, margir að missa vinnuna og tapa tekjum af ýmsum ástæðum,“ sagði Þorbjörg. Þá segir Þorbjörg að málin séu að versna. „Það er svona ákveðinn þungi sem mér finnst ég verða vör við. Þessi vilji til að setja börnin inn í deiluna til dæmis. Mér finnst við ganga töluvert lengra í þeim málum en verið hefur. Maður veltir því fyrir sér hvort barnaverndarnefnd þurfi að koma þar sterkar inn. Fólk sem verður fyrir ofbeldi í nánum samböndum leitar sér lögfræðiaðstoðar þar sem það veit oft ekki hvaða rétt það á. „Hver staðan er á málunum í rannsókn og ákæruferli hjá hinu opinbera. Hvað það tekur hugsanlega langan tíma að fá niðurstöðu í svona mál sem skiptir fólk miklu máli,“ sagði Þorbjörg. Fólk í þessari stöðu eigi rétt á réttargæslumanni og skaðabótum.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Sjá meira