Fyrstu frumvörpin um aðgerðir lögð fram á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 12. mars 2020 20:00 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Boðað hefur verið til aukafundar á Alþingi á morgun þar sem líklega verða lögð fram frumvörp um hluta þeirra aðgerða sem stjórnvöld ætla að grípa til vegna stöðunnar. Stjórnarandstaðan ítrekar mikilvægi samstarfs við hana og aðila vinnumarkaðarins. Viðbrögð stjórnvalda og áætlanir vegna ástandsins í samfélaginu voru til umræðu bæði í fyrirspurnartíma og eftir munnlega skýrslu forsætisráðherra um þau mál á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ánægður með fund formanna allra flokka á þinginu í dag þar sem aðgerðir og nauðsynleg lagasetning vegna stöðunnar var rædd. „Við erum að vinna að því að hraða eins og mest má verða einstaka ákvörðunum sem áður stóð til að safna saman í einn bandorm með mörgum málum. Sumar af þeim ákvörðunum geta komið hraðar inn og við ræddum það við stjórnarandstöðuna að halda þingfund á morgun og reyna að koma þeim í gegnum þingið sem fyrst. Því var ágætlega tekið sem er mjög gott,“ sagði Bjarni. Í umræðum buðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar allir upp á samstarf við ríkisstjórnina og hvöttu hana einnig til að vinna málin með samtökum launafólks og fyrirtækja. „Við megum ekki bíða eftir því að veruleikinn teiknist einhvern veginn upp. Heldur þurfum að sýna frumkvæði, áræðni, æðruleysi og kjark,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar varaði við öllum hræðsluáróðri og hvatti til þess að lýðræðisleg tæki væru nýtt í samvinnu við alla ákvarðanatöku. „Gerum þetta saman. Förum yfir þetta saman, veitum skýr svör og ég vil hvetja ríkisstjórnina til dáða hvað það varðar. Ég vil líka hrósa henni fyrir að hafa svarað Bandaríkjamönnum almennilega. Hæstvirtur utanríkisráðherra, vel gert,“ sagði Þorgerður Katrín. Ríkissjóður stendur vel eftir miklar niðurgreiðslur skulda á undanförnum árum. En minni tekjur vegna ástandsins og aukin útgjöld með aðgerðum stjórnvalda þýða töluverðan halla á fjárlögum strax á þessu ári og því næsta. „Og við þurfum einfaldlega að sætta okkur við að þannig förum við best í gegnum þessa lægð. Ef við ætluðum ekki að hafa halla myndum við þurfa að fara í mjög sársaukafullar aðgerðir og það ætlum við ekki að gera,“ sagði Bjarni og ítrekaði að hér væri um tímabundið ástand að ræða. Wuhan-veiran Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Enn ekkert íþróttabann á Englandi Ríkisstjórnin á Englandi er enn að íhuga hvort að fresta eigi öllum íþróttaviðburðum vegna kórónuveirunnar en enn hefur ekkert bann verið gefið út. 12. mars 2020 18:00 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðtakandi fari í sóttkví. 12. mars 2020 18:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Boðað hefur verið til aukafundar á Alþingi á morgun þar sem líklega verða lögð fram frumvörp um hluta þeirra aðgerða sem stjórnvöld ætla að grípa til vegna stöðunnar. Stjórnarandstaðan ítrekar mikilvægi samstarfs við hana og aðila vinnumarkaðarins. Viðbrögð stjórnvalda og áætlanir vegna ástandsins í samfélaginu voru til umræðu bæði í fyrirspurnartíma og eftir munnlega skýrslu forsætisráðherra um þau mál á Alþingi í dag. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var ánægður með fund formanna allra flokka á þinginu í dag þar sem aðgerðir og nauðsynleg lagasetning vegna stöðunnar var rædd. „Við erum að vinna að því að hraða eins og mest má verða einstaka ákvörðunum sem áður stóð til að safna saman í einn bandorm með mörgum málum. Sumar af þeim ákvörðunum geta komið hraðar inn og við ræddum það við stjórnarandstöðuna að halda þingfund á morgun og reyna að koma þeim í gegnum þingið sem fyrst. Því var ágætlega tekið sem er mjög gott,“ sagði Bjarni. Í umræðum buðu fulltrúar stjórnarandstöðunnar allir upp á samstarf við ríkisstjórnina og hvöttu hana einnig til að vinna málin með samtökum launafólks og fyrirtækja. „Við megum ekki bíða eftir því að veruleikinn teiknist einhvern veginn upp. Heldur þurfum að sýna frumkvæði, áræðni, æðruleysi og kjark,“ sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar varaði við öllum hræðsluáróðri og hvatti til þess að lýðræðisleg tæki væru nýtt í samvinnu við alla ákvarðanatöku. „Gerum þetta saman. Förum yfir þetta saman, veitum skýr svör og ég vil hvetja ríkisstjórnina til dáða hvað það varðar. Ég vil líka hrósa henni fyrir að hafa svarað Bandaríkjamönnum almennilega. Hæstvirtur utanríkisráðherra, vel gert,“ sagði Þorgerður Katrín. Ríkissjóður stendur vel eftir miklar niðurgreiðslur skulda á undanförnum árum. En minni tekjur vegna ástandsins og aukin útgjöld með aðgerðum stjórnvalda þýða töluverðan halla á fjárlögum strax á þessu ári og því næsta. „Og við þurfum einfaldlega að sætta okkur við að þannig förum við best í gegnum þessa lægð. Ef við ætluðum ekki að hafa halla myndum við þurfa að fara í mjög sársaukafullar aðgerðir og það ætlum við ekki að gera,“ sagði Bjarni og ítrekaði að hér væri um tímabundið ástand að ræða.
Wuhan-veiran Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Enn ekkert íþróttabann á Englandi Ríkisstjórnin á Englandi er enn að íhuga hvort að fresta eigi öllum íþróttaviðburðum vegna kórónuveirunnar en enn hefur ekkert bann verið gefið út. 12. mars 2020 18:00 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðtakandi fari í sóttkví. 12. mars 2020 18:04 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Sjá meira
Enn ekkert íþróttabann á Englandi Ríkisstjórnin á Englandi er enn að íhuga hvort að fresta eigi öllum íþróttaviðburðum vegna kórónuveirunnar en enn hefur ekkert bann verið gefið út. 12. mars 2020 18:00
Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53
Óprúttinn aðili boðaði fólk í sóttkví undir fölsku flaggi Eitthvað hefur verið um það að unglingar hafi fengið skilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem óprúttinn aðili óskar eftir því í nafni landlæknis að viðtakandi fari í sóttkví. 12. mars 2020 18:04