Fjöldi lítilla fyrirtækja komi ekki á óvart Sylvía Hall og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. maí 2020 23:00 Ingibjörg Björnsdóttir, verkefnastjóri Litla Íslands. Vísir Rúmlega 80 prósent fyrirtækja sem nýttu sér hlutabótaleiðina skráðu færri en 5 starfsmenn í úrræðið. Verkefnastjóri Litla Íslands segir tölurnar ekki koma sér á óvart. Lítil fyrirtæki séu hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Af þeim rúmlega 6400 fyrirtækjum sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda settu 2950 þeirra aðeins einn starfsmann á hlutabætur og 2323 fyrirtæki skráðu á bilinu tvo til fimm. Eftir standa rúmlega 1160 fyrirtæki, 18 prósent heildarfjöldans, sem létu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur, og það eru þessi fyrirtæki sem Vinnumálastofnun nafngreindi á lista sínum í gær. Á listanum kennir ýmissa grasa; þar má finna stórfyrirtæki, sveitarfélög, veitingastaði, verkfræðistofur, hótel og Hallgrímssókn. Á listanum kemur hins vegar ekki fram hversu marga starfsmenn fyrirtækin settu á hlutabætur eða hvað þau lækkuðu starfshlutfall þeirra mikið. Einnig kann að vanta fyrirtæki á listann sem hafa skráð starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum Aprílskýrsla Vinnumálastofnunnar ber þó með sér að 13 stórfyrirtæki hafi hvert um sig minnkað starfshlutfall fleiri en 150 starfsmanna sinna, þar af voru 8 fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjögur í verslun og 1 í iðnaði. Samanlagt voru það um um 14% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu sér úrræðið þann mánuðinn. Listi Vinnumálastofnunar ber því með sér að stór hluti þeirra sem sett voru hlutabætur hafi verið starfsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verkefnastjóri Litla Íslands segir að hafi verið viðbúið. „Nei, það kemur ekki á óvart. Mörg lítil fyrirtæki lentu í gríðarlegum rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hryggjarstykki í íslensku atvinnulífi, enda greiddu þau 69 prósent af heildarlaunum í landinu á árinu 2018,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og verkefnastjóri Litla Íslands. Þau þurfi því að styðja. „Á bak við hvert fyrirtæki er fólk sem er búið að leggja hart að sér við að skapa sér og samfélaginu verðmæti, sem er mikilvægt að vernda.“ Hlutabótaleiðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Rúmlega 80 prósent fyrirtækja sem nýttu sér hlutabótaleiðina skráðu færri en 5 starfsmenn í úrræðið. Verkefnastjóri Litla Íslands segir tölurnar ekki koma sér á óvart. Lítil fyrirtæki séu hryggjarstykkið í íslensku atvinnulífi. Af þeim rúmlega 6400 fyrirtækjum sem nýttu sér hlutabótaleið stjórnvalda settu 2950 þeirra aðeins einn starfsmann á hlutabætur og 2323 fyrirtæki skráðu á bilinu tvo til fimm. Eftir standa rúmlega 1160 fyrirtæki, 18 prósent heildarfjöldans, sem létu sex starfsmenn eða fleiri á hlutabætur, og það eru þessi fyrirtæki sem Vinnumálastofnun nafngreindi á lista sínum í gær. Á listanum kennir ýmissa grasa; þar má finna stórfyrirtæki, sveitarfélög, veitingastaði, verkfræðistofur, hótel og Hallgrímssókn. Á listanum kemur hins vegar ekki fram hversu marga starfsmenn fyrirtækin settu á hlutabætur eða hvað þau lækkuðu starfshlutfall þeirra mikið. Einnig kann að vanta fyrirtæki á listann sem hafa skráð starfsmenn á hlutabætur á allra síðustu dögum Aprílskýrsla Vinnumálastofnunnar ber þó með sér að 13 stórfyrirtæki hafi hvert um sig minnkað starfshlutfall fleiri en 150 starfsmanna sinna, þar af voru 8 fyrirtæki í ferðaþjónustu, fjögur í verslun og 1 í iðnaði. Samanlagt voru það um um 14% af öllum þeim einstaklingum sem nýttu sér úrræðið þann mánuðinn. Listi Vinnumálastofnunar ber því með sér að stór hluti þeirra sem sett voru hlutabætur hafi verið starfsmenn lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem verkefnastjóri Litla Íslands segir að hafi verið viðbúið. „Nei, það kemur ekki á óvart. Mörg lítil fyrirtæki lentu í gríðarlegum rekstrarvanda vegna heimsfaraldursins. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru hryggjarstykki í íslensku atvinnulífi, enda greiddu þau 69 prósent af heildarlaunum í landinu á árinu 2018,“ segir Ingibjörg Björnsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og verkefnastjóri Litla Íslands. Þau þurfi því að styðja. „Á bak við hvert fyrirtæki er fólk sem er búið að leggja hart að sér við að skapa sér og samfélaginu verðmæti, sem er mikilvægt að vernda.“
Hlutabótaleiðin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12 Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Birta lista yfir fyrirtæki sem settu sex eða fleiri á hlutabætur Vinnumálastofnun hefur birt lista yfir þau fyrirtæki sem gerðu samkomulag við starfsfólk um minnkað starfshlutfall og nýttu þar með hina svokölluðu hlutabótaleið. 22. maí 2020 20:12
Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Samdráttur í efnahagsmálum Íslendinga hefur ekki verið meiri á einu ári frá því árið 1920. Atvinnuleysi verður meira á þessu ári en nokkru sinni fyrr og samdráttur í útflutningi sjávarafurða hefur ekki verið meiri síðustu fjóra áratugina. 20. maí 2020 19:50