Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 32-22 | Norðanmenn sáu ekki til sólar Benedikt Grétarsson skrifar 12. mars 2020 21:00 Birgir Már Birgisson og félagar eiga enn möguleika á deildarmeistaratitlinum. vísir/daníel FH lyfti sér upp yfir Aftureldingu í annað sæti Olísdeildar karla í handbolta með öruggum 10 marka sigri gegn KA í kvöld. Leikið var í Kaplakrika og FH vann auðveldan sigur 32-22. Staðan í hálfleik var 20-12. FH á ennþá möguleika á deildarmeistaratitlinum en KA hefur að engu að keppa í 10 sæti deildarinnar. Þessar staðreyndir komu nokkuð bersýnilega í ljós strax í fyrri hálfleik, þegar FH-ingar gáfu norðanmönnum enga möguleika og hreinlega kafsigldu ráðþrota gestina Jóhann Birgir Ingvarsson skoraði nokkur glæsileg mörk og markvörðurinn Phil Döhler hélt áfram að heilla á nýju ári. Reyndar gat Sigursteinn Arndal leyft sér að rótera mikið og það var alveg sama hver kom inn á parketið hjá FH, allir skiluðu fínu verki. Átta marka munur FH að loknum fyrri hálfleik, gaf ekki fyrirheit um spennandi leik í þeim seinni og sú varð raunin FH hélt áfram að leyfa sem flestum að spila og náði mest 10 marka forystu í seinni hálfleik. KA menn byrjuðu seinni hálfleik vel en sprungu svo á limminu. Lokatölur urðu 32-22 og FH lítur gríðarlega vel út, nú þegar úrslitakeppnin nálgast óðfluga. Af hverju vann FH leikinn? FH náði átta marka forskoti eftir 30 mínutna leik og það er einfaldlega alltof mikill munur fyrir lið eins og KA. Varnarleikur og markvarsla FH var í toppstandi og sóknarlega gerðu menn hlutina lengstum af ró og skynsemi. Betra liðið vann í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Phil Döhler var frábær í markinu hjá FH með tæplega 50% markvöslu. Jóhann Birgir Ingvarsson sýndi enn og aftur að hann er leikmaður sem getur komið með óvænta vinkla í sóknina og er á sínum degi, gjörsamlega óstöðvandi. Leonharð átti góða innkomu og Hlynur Jóhannsson skoraði frábær mörk. Jovan Kukobat var bestur KA-manna og er líklega búinn að spila sig í byrjunarliðið. Áki Egilsnes var atkvæðamestur í sókninni. Hvað gekk illa? Nýting dauðafæra gekk illa hjá báðum liðum og markmennirnir fá hrós fyrir sinn leik í Kaplakrika. Það gekk líka illa að ná upp einhverri stemmingu. Bæði var leikurinn ójafn og áhorfendur fáir. Hvað gerist næst? FH heldur í vonina um deildarmeistaratitilinn og mætir Stjörnunni á útivelli í næstu umferð. Lokaleikur FH verður snúin viðureign gegn Fram 24.mars. KA leikur síðasta heimaleik sinn á þessu tímabili gegn Val í næstu umferð og klárar svo mótið með útileik gegn ÍBV. Sigursteinn: Þarft að mæta klár í slagsmál gegn KA „Við fengum vissulega sigurinn sem við ætluðum okkur en það var bara spes stemming yfir þessum leik. Það var fámennt á áhorfendapöllunum og langt síðan við spiluðum síðast vegna langrar bikar-pásu. Það tók því langan tíma að ná takti en ég er mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH eftir öruggan tíu marka sigur gegn KA. FH skaust upp í annað sæti Olísdeildar karla með sigrinum og á enn möguleika á að landa deildarmeistaratitlinum. FH lenti á vegg gegn KA í fyrri umferðinni og Sigursteinn var búinn að undirbúa sína menn undir mótherja dagsins. „Þú þarft að vera tilbúinn í hörku slagsmál þegar þú mætir KA og við vorum búnir að fara vel yfir okkar leik því að við töpuðum illa gegn þeim í fyrri umferðinni og það sveið. Við vorum bara klárir í slaginn í kvöld,“ sagði Sigursteinn og bætti við að leikmannahópurinn hjá honum væri að skila sínu, allir sem einn. „Ég er mjög sáttur við alla mina leikmenn. Þeir gerðu hlutina á fullu gasi allan leikinn. Auðvitað verða einhver mistök gerð en fyrst og síðast voru menn á fullu og það gleður mig.“ FH þarf að ná í fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum og treysta á að Valsmenn misstígi sig, til þess að FH geti orðið deildarmeistarar. Sigursteinn segir markmiðin skýr hjá liðinu. „Við stefnum auðvitað alltaf eins hátt og við getum en þetta snýst líka um að bæta sig jafnt og þétt, leik frá leik,“ sagði Sigursteinn að lokum.
FH lyfti sér upp yfir Aftureldingu í annað sæti Olísdeildar karla í handbolta með öruggum 10 marka sigri gegn KA í kvöld. Leikið var í Kaplakrika og FH vann auðveldan sigur 32-22. Staðan í hálfleik var 20-12. FH á ennþá möguleika á deildarmeistaratitlinum en KA hefur að engu að keppa í 10 sæti deildarinnar. Þessar staðreyndir komu nokkuð bersýnilega í ljós strax í fyrri hálfleik, þegar FH-ingar gáfu norðanmönnum enga möguleika og hreinlega kafsigldu ráðþrota gestina Jóhann Birgir Ingvarsson skoraði nokkur glæsileg mörk og markvörðurinn Phil Döhler hélt áfram að heilla á nýju ári. Reyndar gat Sigursteinn Arndal leyft sér að rótera mikið og það var alveg sama hver kom inn á parketið hjá FH, allir skiluðu fínu verki. Átta marka munur FH að loknum fyrri hálfleik, gaf ekki fyrirheit um spennandi leik í þeim seinni og sú varð raunin FH hélt áfram að leyfa sem flestum að spila og náði mest 10 marka forystu í seinni hálfleik. KA menn byrjuðu seinni hálfleik vel en sprungu svo á limminu. Lokatölur urðu 32-22 og FH lítur gríðarlega vel út, nú þegar úrslitakeppnin nálgast óðfluga. Af hverju vann FH leikinn? FH náði átta marka forskoti eftir 30 mínutna leik og það er einfaldlega alltof mikill munur fyrir lið eins og KA. Varnarleikur og markvarsla FH var í toppstandi og sóknarlega gerðu menn hlutina lengstum af ró og skynsemi. Betra liðið vann í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Phil Döhler var frábær í markinu hjá FH með tæplega 50% markvöslu. Jóhann Birgir Ingvarsson sýndi enn og aftur að hann er leikmaður sem getur komið með óvænta vinkla í sóknina og er á sínum degi, gjörsamlega óstöðvandi. Leonharð átti góða innkomu og Hlynur Jóhannsson skoraði frábær mörk. Jovan Kukobat var bestur KA-manna og er líklega búinn að spila sig í byrjunarliðið. Áki Egilsnes var atkvæðamestur í sókninni. Hvað gekk illa? Nýting dauðafæra gekk illa hjá báðum liðum og markmennirnir fá hrós fyrir sinn leik í Kaplakrika. Það gekk líka illa að ná upp einhverri stemmingu. Bæði var leikurinn ójafn og áhorfendur fáir. Hvað gerist næst? FH heldur í vonina um deildarmeistaratitilinn og mætir Stjörnunni á útivelli í næstu umferð. Lokaleikur FH verður snúin viðureign gegn Fram 24.mars. KA leikur síðasta heimaleik sinn á þessu tímabili gegn Val í næstu umferð og klárar svo mótið með útileik gegn ÍBV. Sigursteinn: Þarft að mæta klár í slagsmál gegn KA „Við fengum vissulega sigurinn sem við ætluðum okkur en það var bara spes stemming yfir þessum leik. Það var fámennt á áhorfendapöllunum og langt síðan við spiluðum síðast vegna langrar bikar-pásu. Það tók því langan tíma að ná takti en ég er mjög ánægður með sigurinn,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH eftir öruggan tíu marka sigur gegn KA. FH skaust upp í annað sæti Olísdeildar karla með sigrinum og á enn möguleika á að landa deildarmeistaratitlinum. FH lenti á vegg gegn KA í fyrri umferðinni og Sigursteinn var búinn að undirbúa sína menn undir mótherja dagsins. „Þú þarft að vera tilbúinn í hörku slagsmál þegar þú mætir KA og við vorum búnir að fara vel yfir okkar leik því að við töpuðum illa gegn þeim í fyrri umferðinni og það sveið. Við vorum bara klárir í slaginn í kvöld,“ sagði Sigursteinn og bætti við að leikmannahópurinn hjá honum væri að skila sínu, allir sem einn. „Ég er mjög sáttur við alla mina leikmenn. Þeir gerðu hlutina á fullu gasi allan leikinn. Auðvitað verða einhver mistök gerð en fyrst og síðast voru menn á fullu og það gleður mig.“ FH þarf að ná í fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum og treysta á að Valsmenn misstígi sig, til þess að FH geti orðið deildarmeistarar. Sigursteinn segir markmiðin skýr hjá liðinu. „Við stefnum auðvitað alltaf eins hátt og við getum en þetta snýst líka um að bæta sig jafnt og þétt, leik frá leik,“ sagði Sigursteinn að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn