Björn Daníel: Allir hjá félaginu stefna að því sama og það er að vinna deildina á hverju ári Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2020 17:00 Björn Daníel Sverrisson í leik með FH á síðstu leiktíð. vísir/daníel Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, segir að stefnan í Hafnarfirði sé að vinna deildina á hverju ári og að félagið stefni ekki að „bara“ enda í þremur efstu sætunum. Björn Daníel og félagar eru byrjaðir að æfa á ný eftir rúmlega tvo mánuði en þeir hafa æft í minni hópum. Á mánudaginn fá þeir leyfi til þess að byrja að æfa án takmarkanna en Björn segir að það sé gott að vera kominn aftur á völlinn. „Það er geggjað. Þetta var langur tími þar sem maður var að hlaupa á hlaupabrettinu og gera alls konar æfingar heima hjá sér. Það er gott að vera kominn á æfingar aftur og að sparka í bolta,“ sagði Björn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hann segir að stefnan í Krikanum sé á titil. „Já, þegar maður spilar fyrir FH hugsar maður ekki um að enda í topp þremur. Maður hugsar um það að stefna á toppinn og vinna deildina. Ég held að það séu allir viðloðnir félagið þeir stefni að því sama og það er að vinna deildina á hverju ári.“ Björn var gagnrýndur fyrir frammistaða sínu á síðustu leiktíð en áður en hann hélt í atvinnumennsku var hann valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar. „Ég er sjálfur gagnrýninn á mig. Ég var ekki nógu góður. Ég var bestur fyrir tíu árum og það er langt síðan. Það væri gaman að geta fengið uppreisn æru, ef það er hægt að segja svo, á þessu tímabili og maður var búinn að æfa vel fram að COVID. Svo er maður að reyna sér að koma sér í gang aftur. Maður hélt sér við en ég held að það taki nokkra leiki hjá öllu að komast í sitt besta stand sérstaklega þar sem maður var ekki að sparka í boltann á næstu leiktíð.“ Miðjumaðurinn knái er orðinn fyrirliði FH eftir að Davíð Þór Viðarsson lagði skóna á hilluna og hann er stoltur af því. „Ég var mjög ánægður þegar Óli talaði við mig og stoltur. Ég er uppalinn hérna og að vera gerður að fyrirliða FH er draumur hjá manni þegar maður var yngri. Það var kominn tími á Davíð svo það þurfti að finna einhvern nýjan og ég er ánægður og stoltur að hafa fengið það hlutverk.“ Allt viðtalið við Björn má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Björn Daníel Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Í beinni: Fram - Haukar | Útlit fyrir blóðugt uppgjör Handbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, segir að stefnan í Hafnarfirði sé að vinna deildina á hverju ári og að félagið stefni ekki að „bara“ enda í þremur efstu sætunum. Björn Daníel og félagar eru byrjaðir að æfa á ný eftir rúmlega tvo mánuði en þeir hafa æft í minni hópum. Á mánudaginn fá þeir leyfi til þess að byrja að æfa án takmarkanna en Björn segir að það sé gott að vera kominn aftur á völlinn. „Það er geggjað. Þetta var langur tími þar sem maður var að hlaupa á hlaupabrettinu og gera alls konar æfingar heima hjá sér. Það er gott að vera kominn á æfingar aftur og að sparka í bolta,“ sagði Björn í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Hann segir að stefnan í Krikanum sé á titil. „Já, þegar maður spilar fyrir FH hugsar maður ekki um að enda í topp þremur. Maður hugsar um það að stefna á toppinn og vinna deildina. Ég held að það séu allir viðloðnir félagið þeir stefni að því sama og það er að vinna deildina á hverju ári.“ Björn var gagnrýndur fyrir frammistaða sínu á síðustu leiktíð en áður en hann hélt í atvinnumennsku var hann valinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar. „Ég er sjálfur gagnrýninn á mig. Ég var ekki nógu góður. Ég var bestur fyrir tíu árum og það er langt síðan. Það væri gaman að geta fengið uppreisn æru, ef það er hægt að segja svo, á þessu tímabili og maður var búinn að æfa vel fram að COVID. Svo er maður að reyna sér að koma sér í gang aftur. Maður hélt sér við en ég held að það taki nokkra leiki hjá öllu að komast í sitt besta stand sérstaklega þar sem maður var ekki að sparka í boltann á næstu leiktíð.“ Miðjumaðurinn knái er orðinn fyrirliði FH eftir að Davíð Þór Viðarsson lagði skóna á hilluna og hann er stoltur af því. „Ég var mjög ánægður þegar Óli talaði við mig og stoltur. Ég er uppalinn hérna og að vera gerður að fyrirliða FH er draumur hjá manni þegar maður var yngri. Það var kominn tími á Davíð svo það þurfti að finna einhvern nýjan og ég er ánægður og stoltur að hafa fengið það hlutverk.“ Allt viðtalið við Björn má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Björn Daníel
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Í beinni: Fram - Haukar | Útlit fyrir blóðugt uppgjör Handbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira