Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. maí 2020 12:31 Kolbrún Baldursdóttir Borgarfulltrúi segir Reykjavíkurborg mismuna börnum eftir búsetu og kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. Sérskólaúrræði borgarinnar séu í lamasessi. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær gagnrýndu foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun Reykjavíkurborg fyrir að synja dóttur þeirra um skólavist í Arnarskóla í Kópavogi. En þau segja skólann henta fötlun barnsins best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á starfsemi Arnarskóla svo hún samræmist örugglega lögum og reglum. Borgin hafi þó ekki umboð til að fara til eftirlits eða ytra mats í skólanum þar sem hann er starfræktur í Kópavogi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins segir ummæli Helga fyrirslátt. „Við erum að treysta skólanum fyrir börnum úr Reykjavík og það hefur ekki farið þetta svokallaða ytra mat. Hvað skeður ef við opnum fyrir frekari umsóknir þar til þetta mat liggur fyrir, það er engin stórhætta á ferðum hér. Það er búið að meta það af fagaðilum og foreldrum að þetta eru úrræði sem hentar þeim vel. Þarna myndu þau sinna sínu námi meðal jafningja og líða vel. Þessi vandi er stór í Reykjavík. Þessi sérskólaúrræði eru í lamasessi,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Skjáskot/Stöð 2 Þá hefur sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjarvíburborgar bent á að borgin reki sjálf einhverfudeildir og Klettaskóla. Kolbrún segir skólana ekki sambærilega. „Arnarskóli er alveg einstakur að því leyti til að hann er með heildstæða stefnu. Í skólanum getur nemandinn sinnt öllu, allt frá námi að tómstundum. Þar er ekki þessi þvælingur barns á milli staða. Ég hef þess vegna sagt að borgin ætti einfaldlega að reka sinn eigin Arnarskóla, þ.e.a.s. akkúrat svona úrræði,“ sagði Kolbrún. Kolbrún segir að í þessu tilfelli sé barninu mismunað eftir búsetu. „Reykjavíkurborg hafnar að greiða inntökugjöldin eða umsókn fyrir barnið inn í þennan skóla en getur ekki boðið barninu upp á nákvæmlega sama úrræði sem talið er að henti barninu best, þá er það auðvitað ekkert annað en mismunun,“ sagði Kolbrún. Reykjavík Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Borgarfulltrúi segir Reykjavíkurborg mismuna börnum eftir búsetu og kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. Sérskólaúrræði borgarinnar séu í lamasessi. Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær gagnrýndu foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun Reykjavíkurborg fyrir að synja dóttur þeirra um skólavist í Arnarskóla í Kópavogi. En þau segja skólann henta fötlun barnsins best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á starfsemi Arnarskóla svo hún samræmist örugglega lögum og reglum. Borgin hafi þó ekki umboð til að fara til eftirlits eða ytra mats í skólanum þar sem hann er starfræktur í Kópavogi. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins segir ummæli Helga fyrirslátt. „Við erum að treysta skólanum fyrir börnum úr Reykjavík og það hefur ekki farið þetta svokallaða ytra mat. Hvað skeður ef við opnum fyrir frekari umsóknir þar til þetta mat liggur fyrir, það er engin stórhætta á ferðum hér. Það er búið að meta það af fagaðilum og foreldrum að þetta eru úrræði sem hentar þeim vel. Þarna myndu þau sinna sínu námi meðal jafningja og líða vel. Þessi vandi er stór í Reykjavík. Þessi sérskólaúrræði eru í lamasessi,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.Skjáskot/Stöð 2 Þá hefur sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjarvíburborgar bent á að borgin reki sjálf einhverfudeildir og Klettaskóla. Kolbrún segir skólana ekki sambærilega. „Arnarskóli er alveg einstakur að því leyti til að hann er með heildstæða stefnu. Í skólanum getur nemandinn sinnt öllu, allt frá námi að tómstundum. Þar er ekki þessi þvælingur barns á milli staða. Ég hef þess vegna sagt að borgin ætti einfaldlega að reka sinn eigin Arnarskóla, þ.e.a.s. akkúrat svona úrræði,“ sagði Kolbrún. Kolbrún segir að í þessu tilfelli sé barninu mismunað eftir búsetu. „Reykjavíkurborg hafnar að greiða inntökugjöldin eða umsókn fyrir barnið inn í þennan skóla en getur ekki boðið barninu upp á nákvæmlega sama úrræði sem talið er að henti barninu best, þá er það auðvitað ekkert annað en mismunun,“ sagði Kolbrún.
Reykjavík Skóla - og menntamál Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00
Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent