Innlent

Bein útsending: Aukafréttatími klukkan 12 á Stöð 2

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aukafréttatími Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 12.
Aukafréttatími Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan 12.

Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar verður með aukafréttatíma klukkan 12 í dag sem aðgengilegur verður á öllum þremur miðlum. Óhætt er að segja að dagurinn sé tíðindamikill og miklir óvissutímar.

Bandaríkin hafa ákveðið að loka á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga sem hefur gríðarleg áhrif á flugfélög víða um heim, meðal annars hér á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa formlega mótmælt aðgerðum vestanhafs.

Jarðskjálfti af stærð 5 nærri Grindavík fannst víða á suðvesturhorninu. Allt frá Njarðvík vestur í Búðardal. Rætt verður við skjálftasérfræðing í fréttatímanum og tekinn púlsinn á Grindvíkingum.

Þá verður farið yfir stöðu mála vegna kórónuveirunnar víða um heim og auðvitað hér á landi.

Allt í beinni útsendingu klukkan tólf á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Klippa: Aukafréttatími vegna COVID19 og jarðskjálfta í Grindavík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×