Erlent

Norðmenn loka skólum

Atli Ísleifsson skrifar
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, sagðist á fréttamannafundi í morgun eiga von á að henni verði færðar tillögur um að loka öllum skólum í landinu.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, sagðist á fréttamannafundi í morgun eiga von á að henni verði færðar tillögur um að loka öllum skólum í landinu. Getty

Yfirvöld í í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum vegna kórónuveirunnar frá og með 16. mars. Framhaldsskólum verður lokað frá og með morgundeginum.

Norskir fjölmiðlar segja að skólum meðal annars í höfuðborginni Osló, Bergen, Þrándheimi, Álasundi og Stafangri verði lokað.

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, sagðist á fréttamannafundi í morgun eiga von á að henni verði færðar tillögur um að loka öllum skólum í landinu.

Með þessu fara yfirvöld í Noregi sömu leið og Danir, en í gær var greint frá að öllum skólum í Danmörku yrði lokað.

Solberg sagði að almannavarnaráð landsins ræði nú um aðgerðir sem verði þær umfangsmestu á friðartímum. Almennir borgarar eigi eftir að finna fyrir þeim í daglegu lífi sínu. 

Á sjöunda hundrað kórónuveirusmit hafa greinst í Noregi til þessa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×