Fótbolti

Tottenham biður Pochettino um að taka á sig launalækkun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino á hliðarlínunni er hann stýrði Tottenham.
Pochettino á hliðarlínunni er hann stýrði Tottenham. vísir/getty

Mauricio Pochettino, sem Tottenham rak úr starfi 19. nóvember 2019, hefur verið beðinn um að taka á sig launalækkun hjá félaginu vegna kórónuveirunnar. Enskir miðlar greina frá þessu.

Eftir fimm og hálft ár í starfi fékk Argentínumaðurinn sparkið og inn kom Jose Mourinho. Pochettino er á launum hjá Tottenham þangað til hann fær annað starf en hann er talinn vera með 8,5 milljónir punda í árslaun.

Tottenham hefur hafið viðræður við bæði leikmenn og þjálfara félagsins um að taka á sig launalækkun og það eru ekki bara núverandi þjálfarar og leikmenn heldur hefur félagið haft samband við Pochettino um að taka á sig skerðingu.

Félagið lauk nýverið við að byggja stórglæsilegan leikvang svo fjárhagur félagsins stendur ekki sem best. Óvíst er hversu mikla skerðingu Daniel Levy stjórnarmaður félagsins fer fram á en hann hefur vakið mikla athygli síðan veiran skall á.

Hann hefur meðal annars íhugað að láta vallarstarfsmenn félagsins vinna í garðinum heima hjá sér og setti svo hluta þeirra á neyðarlög stjórnvalda. Hann dró þá ákvörðun síðan til baka eftir mikinn þrýsting frá stuðningsmönnum félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×