Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2020 19:00 Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. Arnarskóli er einkarekinn grunnskóli í Kópavogi fyrir börn með þroskafrávik. Notast er við atferlisíhlutun við kennslu sem er sama hugmyndafræði og hin fimm ára gamla Fjóla hefur vanist á leikskóla sínum. „Þetta hefur skilað miklu. Hún er að læra hluti sem mér hefur ekki tekist að kenna henni heima, hún er að læra það í gegn um þessa þjálfun,“ segir Herdís Fjóla Eiríksdóttir, móðir Fjólu. Fjóla er einhverf, með alvarlega þroskahömlun og kann ekki að tala. Þar sem hugmyndafræðin hefur hjálpað Fjólu mikið sóttu foreldrar hennar um Arnarskóla í haust. Það er eini skólinn hér á landi þar sem notast við aðferðina „Það er það úrræði sem við og allt fagfólk sem hefur unnið með Fjólu undanfarin ár erum sammála um að muni nýtast henni best,“ segir Daði Ármannsson, faðir Fjólu. Þar sem Fjóla býr ekki í Kópavogi þurfti að sækja sérstaklega um hjá Reykjavíkurborg um skólavistina en Fjóla fékk synjun í byrjun vikunnar. Ástæðan er að ekki sé búið að framkvæma ytra mat á starfsemi skólans. „Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á öllu höfuðborgarsvæðinu sem setur þetta fyrir sig með þennan skóla. Í öðrum tilvikum og þegar kemur að öðrum skólum er þetta ekkert atriði fyrir borgina og Reykjavíkurborg rekur sjálf skóla í Grafarvogi þar sem hefur ekki farið fram ytra mat í fjölda fjölda ára,“ segir Daði. Arnarskóli er tilbúin að taka á móti Fjólu og þá hafa Einhverfusamtökin ályktað að verið sé að mismuna börnum enda séu nú þegar fjögur börn úr Reykjavík í skólanum. „Samkvæmt barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna þá má ekki mismuna börnum eftir búsetu og hérna er bara klárlega verið að gera það,“ segir Herdís. Þau undirbúa nú kæru til ráðuneytisins með aðstoðar réttindagæslumanns fatlaðra. Fjóla hefur fengið pláss í Klettaskóla en foreldrunum finnst hann ekki henta. Síðasta úrræðið sé að flytja í annað sveitarfélag sem þau vilja síður þar sem önnur börn þeirra eru í skóla í Reykjavík. „Við erum með önnur börn sem eru hérna í skóla og við viljum ekkert fara héðan en það er alveg raunverulegur möguleiki að það komi til þess því hún fer í þennan skóla, við ætlum að koma henni í þennan skóla því þetta er það besta fyrir barnið,“ segir Herdís. Þremur öðrum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er um að sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægjanlega vel yfir. Nauðsynlegt sé að gerð sé úttekt á starfseminni þannig að ljóst sé að hún sé í samræmi við lög og reglur. Arnarskóli sé starfræktur í Kópavogi en ekki Reykjavík og því hafi borgin ekki umboð til eftirlits. „Það er nógu krefjandi lífið dags daglega. Við sofum ekki á nóttunni þar sem Fjóla vakir heilu næturnar, við erum með önnur börn og stórt heimili og það er raunverulega ekki á okkur leggjandi að vera líka að berjast við kerfið,“ segir Daði. Skóla - og menntamál Jafnréttismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Sjá meira
Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. Arnarskóli er einkarekinn grunnskóli í Kópavogi fyrir börn með þroskafrávik. Notast er við atferlisíhlutun við kennslu sem er sama hugmyndafræði og hin fimm ára gamla Fjóla hefur vanist á leikskóla sínum. „Þetta hefur skilað miklu. Hún er að læra hluti sem mér hefur ekki tekist að kenna henni heima, hún er að læra það í gegn um þessa þjálfun,“ segir Herdís Fjóla Eiríksdóttir, móðir Fjólu. Fjóla er einhverf, með alvarlega þroskahömlun og kann ekki að tala. Þar sem hugmyndafræðin hefur hjálpað Fjólu mikið sóttu foreldrar hennar um Arnarskóla í haust. Það er eini skólinn hér á landi þar sem notast við aðferðina „Það er það úrræði sem við og allt fagfólk sem hefur unnið með Fjólu undanfarin ár erum sammála um að muni nýtast henni best,“ segir Daði Ármannsson, faðir Fjólu. Þar sem Fjóla býr ekki í Kópavogi þurfti að sækja sérstaklega um hjá Reykjavíkurborg um skólavistina en Fjóla fékk synjun í byrjun vikunnar. Ástæðan er að ekki sé búið að framkvæma ytra mat á starfsemi skólans. „Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið á öllu höfuðborgarsvæðinu sem setur þetta fyrir sig með þennan skóla. Í öðrum tilvikum og þegar kemur að öðrum skólum er þetta ekkert atriði fyrir borgina og Reykjavíkurborg rekur sjálf skóla í Grafarvogi þar sem hefur ekki farið fram ytra mat í fjölda fjölda ára,“ segir Daði. Arnarskóli er tilbúin að taka á móti Fjólu og þá hafa Einhverfusamtökin ályktað að verið sé að mismuna börnum enda séu nú þegar fjögur börn úr Reykjavík í skólanum. „Samkvæmt barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna þá má ekki mismuna börnum eftir búsetu og hérna er bara klárlega verið að gera það,“ segir Herdís. Þau undirbúa nú kæru til ráðuneytisins með aðstoðar réttindagæslumanns fatlaðra. Fjóla hefur fengið pláss í Klettaskóla en foreldrunum finnst hann ekki henta. Síðasta úrræðið sé að flytja í annað sveitarfélag sem þau vilja síður þar sem önnur börn þeirra eru í skóla í Reykjavík. „Við erum með önnur börn sem eru hérna í skóla og við viljum ekkert fara héðan en það er alveg raunverulegur möguleiki að það komi til þess því hún fer í þennan skóla, við ætlum að koma henni í þennan skóla því þetta er það besta fyrir barnið,“ segir Herdís. Þremur öðrum börnum hefur verið synjað um skólavist í Arnarskóla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er um að sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægjanlega vel yfir. Nauðsynlegt sé að gerð sé úttekt á starfseminni þannig að ljóst sé að hún sé í samræmi við lög og reglur. Arnarskóli sé starfræktur í Kópavogi en ekki Reykjavík og því hafi borgin ekki umboð til eftirlits. „Það er nógu krefjandi lífið dags daglega. Við sofum ekki á nóttunni þar sem Fjóla vakir heilu næturnar, við erum með önnur börn og stórt heimili og það er raunverulega ekki á okkur leggjandi að vera líka að berjast við kerfið,“ segir Daði.
Skóla - og menntamál Jafnréttismál Félagsmál Reykjavík Tengdar fréttir Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Sjá meira
Einhverf og synjað um skólavist Í Kópavogi er starfræktur skóli fyrir einhverf börn. Þessi skóli heitir Arnarskóli og hefur þá sérstöðu að þar er veitt heildstæð þjónusta. 19. maí 2020 11:30