Tveir í einangrun á Akureyri vegna gruns um smit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 20:47 Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Tveir sjúklingar á sjúkrahúsinu á Akureyri hafa verið settir í einangrun eftir að upp kom grunur um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þeir hafa sýnt einkenni sjúkdómsins en uppfylla þó ekki almenn skimunarskilyrði. Þetta staðfesti Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu í samtali við Vísi. „Það er ekki búið að staðfesta neitt smit. Þeir eru með einkenni, en uppfylla ekki skimunarskilyrðin. Hins vegar gátum við ekki fengið mjög ljósa sögu af undanförnum vikum frá sjúklingunum,“ segir Sigurður. Hann segir að í ljósi þessa, og að sjúklingarnir hafi meðal annars sýnt einkenni í öndunarfærum, hafi verið ákveðið að einangra þá. „Við gátum ekki útilokað einhverja samveru við smitaða, þó að hún sé ólíkleg.“ Sýni voru tekin af sjúklingunum og þau send suður til Reykjavíkur eins fljótt og auðið var. Niðurstaðna úr þeim er að vænta síðar í kvöld eða á morgun. „Við gripum til þeirra varnaraðgerða sem okkur ber að gera ef grunur er um smit og reyna þá að grípa til þeirra aðgerða að dreifa ekki úr því þangað til við erum búin að fá staðfestingu eða afsönnun. Þetta eru bara sérstakar varúðarráðstafanir sem við erum að gera,“ segir Sigurður. Hann segir að verið sé að sinna öllum sjúklingum spítalans áfram og lítil sem engin röskun hafi orðið á starfsemi spítalans. Þá hafi starfsmenn spítalans æft það hvernig taka ætti á móti sjúklingi sýktum af COVID-19. Sú æfing hafi reynst vel í dag. „Við vorum búin að læra heilmikið af þessari æfingu, sem var hluti af þessum viðbúnaði sem við höfum verið að vinna í undanfarnar vikur.“ Alls hafa 90 smit verið staðfest hér á landi. Nær öll hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira
Tveir sjúklingar á sjúkrahúsinu á Akureyri hafa verið settir í einangrun eftir að upp kom grunur um að þeir væru smitaðir af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Þeir hafa sýnt einkenni sjúkdómsins en uppfylla þó ekki almenn skimunarskilyrði. Þetta staðfesti Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu í samtali við Vísi. „Það er ekki búið að staðfesta neitt smit. Þeir eru með einkenni, en uppfylla ekki skimunarskilyrðin. Hins vegar gátum við ekki fengið mjög ljósa sögu af undanförnum vikum frá sjúklingunum,“ segir Sigurður. Hann segir að í ljósi þessa, og að sjúklingarnir hafi meðal annars sýnt einkenni í öndunarfærum, hafi verið ákveðið að einangra þá. „Við gátum ekki útilokað einhverja samveru við smitaða, þó að hún sé ólíkleg.“ Sýni voru tekin af sjúklingunum og þau send suður til Reykjavíkur eins fljótt og auðið var. Niðurstaðna úr þeim er að vænta síðar í kvöld eða á morgun. „Við gripum til þeirra varnaraðgerða sem okkur ber að gera ef grunur er um smit og reyna þá að grípa til þeirra aðgerða að dreifa ekki úr því þangað til við erum búin að fá staðfestingu eða afsönnun. Þetta eru bara sérstakar varúðarráðstafanir sem við erum að gera,“ segir Sigurður. Hann segir að verið sé að sinna öllum sjúklingum spítalans áfram og lítil sem engin röskun hafi orðið á starfsemi spítalans. Þá hafi starfsmenn spítalans æft það hvernig taka ætti á móti sjúklingi sýktum af COVID-19. Sú æfing hafi reynst vel í dag. „Við vorum búin að læra heilmikið af þessari æfingu, sem var hluti af þessum viðbúnaði sem við höfum verið að vinna í undanfarnar vikur.“ Alls hafa 90 smit verið staðfest hér á landi. Nær öll hafa greinst á höfuðborgarsvæðinu.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Akureyri Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Sjá meira