„Þetta hafa verið mjög skrýtnar vikur fyrir okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2020 15:02 Meðlimir bandsins fóru í viðtal hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni í dag. Marinó Geir Lilliendahl sést hér fremstur í mynd. Undanfarnar vikur hafa verið mjög krefjandi fyrir tónlistarfólk og skemmtikrafta þar sem nánast allt skemmtanahald hefur legið niðri frá byrjun mars. Stuðlabandið er ein vinsælasta ballhljómsveit landsins og undir venjulegum kringumstæðum væru allar helgar bókaðar undir árshátíðir á þessum tíma árs. Marinó Geir Lilliendahl er trommuleikari og umboðsmaður Stuðlabandsins. Hann segir þetta hafa verið mjög skrýtinn tíma en þó virðist eitthvað vera að rofa til. „Þetta hafa verið mjög skrýtnar vikur fyrir okkur sem erum vanir því að spila svona mikið. Við höfum þó reynt að gera gott úr hlutunum og nýta tímann sem best. Við höfum verið duglegir að senda frá okkur myndbönd frá viðburðum síðasta árs ásamt því að hafa fært okkur inn í hljóðver þar sem við erum að vinna í nýrri tónlist,“ segir Marinó. Á þessum tíma er oftast mjög mikið að gera hjá Stuðlabandinu. „Á þessum tíma ársins erum við vanalega með 2-3 gigg hverja einustu helgi og því hefur þetta verið ansi undarlegur tími hjá okkur eins og flestum öðrum skemmtikröftum landsins,“ bætir hann við. Hvernig lítur sumarið út hjá ykkur? „Við leyfum okkur að vera bjartsýnir og erum spenntir fyrir sumrinu. Síminn er byrjaður að hringja og fólk er greinilega að huga að næstu vikum og mánuðum.“ Hann segir að flestum viðburðum sem áttu að vera haldnir á undanförnum vikum hafi verið frestað en ekki aflýst. „Langflestum viðburðum hefur verið frestað fram á haustið og hinum verið aflýst. Ég geri ráð fyrir því að það verði ansi mörg verkefni á dagskránni þegar þjóðfélagið færist nær því sem eðlilegt er. Við erum allavega úthvíldir og klárir í slaginn þegar að því kemur,“ segir Marinó. Tíminn nýttur í frumsamið efni Marinó segir Stuðlabandið ekki hafa setið auðum höndum í samkomubanninu og í dag er hljómsveitin að gefa út nýtt lag og myndband. „Við ákváðum strax í upphafi að líta á þennan tíma sem tækifæri. Þar sem við erum yfirleitt að spila allar helgar hefur ekki gefist tími til að vinna frumsamið efni en þegar dagatalið tæmist á einu augabragði var fátt annað í stöðunni en að nýta þann tíma sem allra best.“ Nýja lagið heitir Hver ert þú? og Marinó segir að lagið fjalli um deit í framhaldi af samskiptum í gegnum stefnumótaforrit sem geta stundum farið á annan veg en maður leggur upp með. „Hver ert þú? vísar til þess að hitta einhvern á stefnumóti og viðkomandi er ekki alveg eins og prófíllinn á Tinder sagði til um. Við fundum einhverja 80‘s fjöl sem við vorum mjög hrifnir af og ákváðum að taka það alla leið,“ segir Marinó að lokum og segist mjög spenntur fyrir útgáfunni. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá Stuðlabandinu. Klippa: Stuðlabandið - Hver ert þú? Drengirnir mættu til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun og má hlusta á það viðtal hér að neðan. Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bylgjan Kótelettan Tengdar fréttir Þegar Frikki Dór og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kótelettunni Stuðlabandið og Frikki Dór komu fram á tíu ára afmæli Kótelettunnar á Selfossi helgina 7.-9. júní á síðasta ári. 30. apríl 2020 14:32 Hörkustuð í samanklipptu Þjóðhátíðarmyndbandi Stuðlabandið kom frá á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á stóra sviðinu í Herjólfsdal síðasta sumar og var vel tekið í prógram bandsins. 14. apríl 2020 14:31 Páll Óskar og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kópavogsblótinu Kópavogsblótið var haldið með pompi og prakt í Fífunni föstudaginn 24. janúar en um var að ræða sameiginlegat þorrablót HK, Breiðabliks og Gerplu. 4. febrúar 2020 11:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa verið mjög krefjandi fyrir tónlistarfólk og skemmtikrafta þar sem nánast allt skemmtanahald hefur legið niðri frá byrjun mars. Stuðlabandið er ein vinsælasta ballhljómsveit landsins og undir venjulegum kringumstæðum væru allar helgar bókaðar undir árshátíðir á þessum tíma árs. Marinó Geir Lilliendahl er trommuleikari og umboðsmaður Stuðlabandsins. Hann segir þetta hafa verið mjög skrýtinn tíma en þó virðist eitthvað vera að rofa til. „Þetta hafa verið mjög skrýtnar vikur fyrir okkur sem erum vanir því að spila svona mikið. Við höfum þó reynt að gera gott úr hlutunum og nýta tímann sem best. Við höfum verið duglegir að senda frá okkur myndbönd frá viðburðum síðasta árs ásamt því að hafa fært okkur inn í hljóðver þar sem við erum að vinna í nýrri tónlist,“ segir Marinó. Á þessum tíma er oftast mjög mikið að gera hjá Stuðlabandinu. „Á þessum tíma ársins erum við vanalega með 2-3 gigg hverja einustu helgi og því hefur þetta verið ansi undarlegur tími hjá okkur eins og flestum öðrum skemmtikröftum landsins,“ bætir hann við. Hvernig lítur sumarið út hjá ykkur? „Við leyfum okkur að vera bjartsýnir og erum spenntir fyrir sumrinu. Síminn er byrjaður að hringja og fólk er greinilega að huga að næstu vikum og mánuðum.“ Hann segir að flestum viðburðum sem áttu að vera haldnir á undanförnum vikum hafi verið frestað en ekki aflýst. „Langflestum viðburðum hefur verið frestað fram á haustið og hinum verið aflýst. Ég geri ráð fyrir því að það verði ansi mörg verkefni á dagskránni þegar þjóðfélagið færist nær því sem eðlilegt er. Við erum allavega úthvíldir og klárir í slaginn þegar að því kemur,“ segir Marinó. Tíminn nýttur í frumsamið efni Marinó segir Stuðlabandið ekki hafa setið auðum höndum í samkomubanninu og í dag er hljómsveitin að gefa út nýtt lag og myndband. „Við ákváðum strax í upphafi að líta á þennan tíma sem tækifæri. Þar sem við erum yfirleitt að spila allar helgar hefur ekki gefist tími til að vinna frumsamið efni en þegar dagatalið tæmist á einu augabragði var fátt annað í stöðunni en að nýta þann tíma sem allra best.“ Nýja lagið heitir Hver ert þú? og Marinó segir að lagið fjalli um deit í framhaldi af samskiptum í gegnum stefnumótaforrit sem geta stundum farið á annan veg en maður leggur upp með. „Hver ert þú? vísar til þess að hitta einhvern á stefnumóti og viðkomandi er ekki alveg eins og prófíllinn á Tinder sagði til um. Við fundum einhverja 80‘s fjöl sem við vorum mjög hrifnir af og ákváðum að taka það alla leið,“ segir Marinó að lokum og segist mjög spenntur fyrir útgáfunni. Hér að neðan má sjá nýtt myndband frá Stuðlabandinu. Klippa: Stuðlabandið - Hver ert þú? Drengirnir mættu til Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun og má hlusta á það viðtal hér að neðan.
Tónlist Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bylgjan Kótelettan Tengdar fréttir Þegar Frikki Dór og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kótelettunni Stuðlabandið og Frikki Dór komu fram á tíu ára afmæli Kótelettunnar á Selfossi helgina 7.-9. júní á síðasta ári. 30. apríl 2020 14:32 Hörkustuð í samanklipptu Þjóðhátíðarmyndbandi Stuðlabandið kom frá á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á stóra sviðinu í Herjólfsdal síðasta sumar og var vel tekið í prógram bandsins. 14. apríl 2020 14:31 Páll Óskar og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kópavogsblótinu Kópavogsblótið var haldið með pompi og prakt í Fífunni föstudaginn 24. janúar en um var að ræða sameiginlegat þorrablót HK, Breiðabliks og Gerplu. 4. febrúar 2020 11:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Þegar Frikki Dór og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kótelettunni Stuðlabandið og Frikki Dór komu fram á tíu ára afmæli Kótelettunnar á Selfossi helgina 7.-9. júní á síðasta ári. 30. apríl 2020 14:32
Hörkustuð í samanklipptu Þjóðhátíðarmyndbandi Stuðlabandið kom frá á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á stóra sviðinu í Herjólfsdal síðasta sumar og var vel tekið í prógram bandsins. 14. apríl 2020 14:31
Páll Óskar og Stuðlabandið gerðu allt vitlaust á Kópavogsblótinu Kópavogsblótið var haldið með pompi og prakt í Fífunni föstudaginn 24. janúar en um var að ræða sameiginlegat þorrablót HK, Breiðabliks og Gerplu. 4. febrúar 2020 11:30