Leiða má líkum að því að kviknað hafi í út frá rafmagni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. maí 2020 12:00 Miklar skemmdir urðu á vinnubúðunum í brunanum. Vísir/Jóhann K. Mikill eldur kom upp í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka, sem staðsettar eru í Ölfusi, í nótt. Í fyrstu var ekki ljóst hvort starfsmenn væru í búðunum þegar eldurinn kom upp en til allrar mildi reyndist svo ekki vera. Slökkvistarf tók langan tíma en ferja þurfti allt vatn á vettvang. Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynning um eldinn klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú í nótt og voru slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi sendir á staðinn. Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi frá því í morgun. Í fyrstu talið að um hótel eða gistiheimili væri að ræða Vinnubúðirnar eru staðsettar við Þjóðveg 1 milli Hveragerðis og Selfoss og eiga að þjóna starfsmönnum Íslenskra aðalverktaka sem vinna að tvöföldun Suðurlandsvegar í Ölfusi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri segir að í fyrstu hafi ekki verið ljóst hvort um vinnubúðirnar væri að ræða eða gistiheimilið Hjarðarból sem er á svipuðum slóðum. „Svo kom í ljós að þetta voru vinnubúðirnar og við töldum líklegt að þær væru mannlausar, við höfðum það þó ekki staðfest en að kom í ljós þegar við vorum byrjaðir að þær voru mannlausar. Hér var heilmikill eldur þegar við komum á staðinn,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Eldurinn kom upp í mötuneyti vinnubúðanna og segir Pétur að leiða megi líkur að því að kviknað hafi í út frá rafmagni.Vísir/Jóhann K. Reykurinn baneitraður Vinnubúðirnar eru reistar úr gámastæðum sem Pétur segir að séu meðal annars úr frauðplastefni sem gerði aðstæður og slökkvistarf erfiðara. „Þannig að það er mikil eldsmatur í þessu. Þetta er mjög eldfimt efni og alveg baneitraður reykur. Ekki bara fyrir öndunarfæri heldur líka inn um húð hjá slökkviliðsmönnum þannig að hér þarf að fara varlega,“ sagði Pétur. Ferja þurfti allt vatn á vettvang með tankbílum sem tafði slökkvistarf. Pétur segir að samt sem áður hafi slökkvistarf gengið vel. „Það hefur tekið tíma vegna þess að það er timbur inn á milli og var nokkuð erfitt að komast að þessu en með körfubíl og rekstútum, svokölluðum, þá hefur þetta gengið vel.“ sagði Pétur. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri ræðir við Hauk Grönli, varaslökkviliðsstjóra og varðstjóra á vettvangi í morgun.Vísir/Jóhann K. Ekki hægt að segja með fullri vissu út frá hverju kviknaði en leiða má líkur að rafmagni Formlegu slökkvistarfi lauk svo á sjöunda tímanum í morgun og var vettvangurinn afhentur lögreglu til rannsóknar. Er þetta mikið tjón? „Já ég hugsa að þetta sé heilmikið tjón á þessum hluta búðanna. Þetta virðist vera mötuneytið sem þeir eru að setja upp og já þetta er mikið tjón,“ sagði Pétur. Getið þið áttað ykkur á út frá hverju kviknaði? „Ég held að það sé ómögulegt að segja með fullri vissu á þessari stundu en það má leiða líkum að rafmagni að sjálfsögðu á svona stað,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Slökkvilið Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. 22. maí 2020 06:28 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Sjá meira
Mikill eldur kom upp í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka, sem staðsettar eru í Ölfusi, í nótt. Í fyrstu var ekki ljóst hvort starfsmenn væru í búðunum þegar eldurinn kom upp en til allrar mildi reyndist svo ekki vera. Slökkvistarf tók langan tíma en ferja þurfti allt vatn á vettvang. Brunavarnir Árnessýslu fengu tilkynning um eldinn klukkan fjórtán mínútur yfir þrjú í nótt og voru slökkviliðsmenn frá Hveragerði og Selfossi sendir á staðinn. Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi frá því í morgun. Í fyrstu talið að um hótel eða gistiheimili væri að ræða Vinnubúðirnar eru staðsettar við Þjóðveg 1 milli Hveragerðis og Selfoss og eiga að þjóna starfsmönnum Íslenskra aðalverktaka sem vinna að tvöföldun Suðurlandsvegar í Ölfusi. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri segir að í fyrstu hafi ekki verið ljóst hvort um vinnubúðirnar væri að ræða eða gistiheimilið Hjarðarból sem er á svipuðum slóðum. „Svo kom í ljós að þetta voru vinnubúðirnar og við töldum líklegt að þær væru mannlausar, við höfðum það þó ekki staðfest en að kom í ljós þegar við vorum byrjaðir að þær voru mannlausar. Hér var heilmikill eldur þegar við komum á staðinn,“ sagði Pétur í samtali við fréttastofu á vettvangi brunans í morgun. Eldurinn kom upp í mötuneyti vinnubúðanna og segir Pétur að leiða megi líkur að því að kviknað hafi í út frá rafmagni.Vísir/Jóhann K. Reykurinn baneitraður Vinnubúðirnar eru reistar úr gámastæðum sem Pétur segir að séu meðal annars úr frauðplastefni sem gerði aðstæður og slökkvistarf erfiðara. „Þannig að það er mikil eldsmatur í þessu. Þetta er mjög eldfimt efni og alveg baneitraður reykur. Ekki bara fyrir öndunarfæri heldur líka inn um húð hjá slökkviliðsmönnum þannig að hér þarf að fara varlega,“ sagði Pétur. Ferja þurfti allt vatn á vettvang með tankbílum sem tafði slökkvistarf. Pétur segir að samt sem áður hafi slökkvistarf gengið vel. „Það hefur tekið tíma vegna þess að það er timbur inn á milli og var nokkuð erfitt að komast að þessu en með körfubíl og rekstútum, svokölluðum, þá hefur þetta gengið vel.“ sagði Pétur. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri ræðir við Hauk Grönli, varaslökkviliðsstjóra og varðstjóra á vettvangi í morgun.Vísir/Jóhann K. Ekki hægt að segja með fullri vissu út frá hverju kviknaði en leiða má líkur að rafmagni Formlegu slökkvistarfi lauk svo á sjöunda tímanum í morgun og var vettvangurinn afhentur lögreglu til rannsóknar. Er þetta mikið tjón? „Já ég hugsa að þetta sé heilmikið tjón á þessum hluta búðanna. Þetta virðist vera mötuneytið sem þeir eru að setja upp og já þetta er mikið tjón,“ sagði Pétur. Getið þið áttað ykkur á út frá hverju kviknaði? „Ég held að það sé ómögulegt að segja með fullri vissu á þessari stundu en það má leiða líkum að rafmagni að sjálfsögðu á svona stað,“ sagði Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu.
Slökkvilið Lögreglumál Ölfus Tengdar fréttir Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. 22. maí 2020 06:28 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Sjá meira
Mikill eldur í vinnubúðum við Suðurlandsveg Heilmikill eldur kviknaði í vinnubúðum Íslenskra aðalverktaka við Suðurlandsveg í Ölfusi á fjórða tímanum í nótt. 22. maí 2020 06:28