Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fjölnir 25-21 | Skyldusigur hjá Mosfellingum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 11. mars 2020 21:15 Guðmundur Árni Ólafsson, leikmaður Aftureldingar. vísir/daníel þór Afturelding vann fjögurra marka sigur á Fjölni, 25-21, á heimavelli í kvöld. Fjölnir er fallið úr Olís deildinni en liðið stóð lengi vel í heimamönnum og aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik, 12-11. Það var lítið skorað í upphafi leiks en staðan var aðeins 3-1 eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Leikur Aftureldingar var ekki til afspurnar í fyrri hálfleik en Fjölnismenn spiluðu góðan varnarleik sem varð til þess að heimamenn voru með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, hélt sínum mönnum inní leiknum en hann var með 14 varða bolta í fyrri hálfleik og það voru heimamenn sem leiddu með einu marki í hálfleik 12-11. Afturelding kom sterkari út í síðari hálfleik og náðu strax upp fjögurra marka forskoti og héldu Fjölni í góðri fjarlægð lungað af síðari hálfleik. Fjölnir náði nokkru sinnum að minnka forskot heimamanna niður í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Afturelding fagnaði að lokum fjögurra marka sigri, 25-21. Af hverju vann Afturelding? Arnór Freyr Stefánsson er mjög stór ástæða þess að Afturelding vann þennan leik, hann var með yfir 50% markvörslu. Afturelding er betra lið og býr yfir meiri reynslu til að klára svona leiki. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Freyr Stefánsson, eins og áður hefur komið fram, var frábær og var hann maður leiksins. Hann varði 22 bolta í marki Aftureldingar. Þá átti Guðmundur Árni Ólafsson góðan leik fyrir sína menn með 10 mörk. Goði Ingvar Sveinsson var atkvæðamestur Fjölnismanna í sókninni, hann skoraði 5 mörk og var með 7 sköpuð færi. Enn markvörður liðsins, Bjarki Snær Jónsson steig upp þegar líða tók á leikinn og endaði í 13 boltum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Aftureldingar framan af var ansi slakur enda með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Þeir voru óþolimóðir og óskynsamir. Hjá Fjölni var það fyrst og fremst færa nýtingin sem gekk illa. Hvað er framundan? Fjölnir fær Hauka í heimsókn í Dalhús, síðasti heimaleikur þeirra í Olísdeildinni enn hörkuleikur verður í Breiðholti þegar ÍR og Afturelding mætast. Einar Andri: Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur „Við spiluðum ekki vel“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. „Sérstaklega í fyrri hálfleik, við vorum með 9 tapaða bolta og mjög ólíkir sjálfum okkur. Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur“ „Við ræddum saman í hálfleik og fengum betri frammistöðu í seinni hálfleik. Enn ég er auðvitað gríðalega ánægður með Arnór (Frey Stefánsson) og varnarleikinn“ sagði Einar Andri og hrósar þar vörn og markvörslu heilt yfir í leiknum. Arnór Freyr byrjaði þennan leik virkilega vel og lokaði marki sinna manna en Fjölnir var aðeins komið með eitt mark eftir rúmar 10 mínútur. Arnór ákvað það rétt fyrir leik að spila leikinn. „Hann var tæpur að taka þátt í leiknum, hann er búinn að vera eitthvað slappur kallinn og ákvað það svo rétt fyrir leik að vera með. Enn það má ekki gleyma því að vörnin var líka virkilega flott“ Afturelding var lengi í gang og þykir það hæpið að þessi frammistaða hefði dugað þeim til sigurs gegn liðunum í efri hluta deildarinnar. Einar Andri tekur undir það en tekur þó ekkert af Fjölnismönnum sem gerðu vel í dag „Fjölnir gerði okkur alveg erfitt fyrir, þeir voru að spila á ungum leikmönnum og gerðu þetta vel. Enn já við þurfum samt að gera betur í næstu leikjum ef við ætlum okkur fleiri stig“
Afturelding vann fjögurra marka sigur á Fjölni, 25-21, á heimavelli í kvöld. Fjölnir er fallið úr Olís deildinni en liðið stóð lengi vel í heimamönnum og aðeins eitt mark skyldi liðin að í hálfleik, 12-11. Það var lítið skorað í upphafi leiks en staðan var aðeins 3-1 eftir fyrstu 10 mínútur leiksins. Leikur Aftureldingar var ekki til afspurnar í fyrri hálfleik en Fjölnismenn spiluðu góðan varnarleik sem varð til þess að heimamenn voru með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Arnór Freyr Stefánsson, markvörður Aftureldingar, hélt sínum mönnum inní leiknum en hann var með 14 varða bolta í fyrri hálfleik og það voru heimamenn sem leiddu með einu marki í hálfleik 12-11. Afturelding kom sterkari út í síðari hálfleik og náðu strax upp fjögurra marka forskoti og héldu Fjölni í góðri fjarlægð lungað af síðari hálfleik. Fjölnir náði nokkru sinnum að minnka forskot heimamanna niður í tvö mörk en lengra komust þeir ekki. Afturelding fagnaði að lokum fjögurra marka sigri, 25-21. Af hverju vann Afturelding? Arnór Freyr Stefánsson er mjög stór ástæða þess að Afturelding vann þennan leik, hann var með yfir 50% markvörslu. Afturelding er betra lið og býr yfir meiri reynslu til að klára svona leiki. Hverjir stóðu upp úr? Arnór Freyr Stefánsson, eins og áður hefur komið fram, var frábær og var hann maður leiksins. Hann varði 22 bolta í marki Aftureldingar. Þá átti Guðmundur Árni Ólafsson góðan leik fyrir sína menn með 10 mörk. Goði Ingvar Sveinsson var atkvæðamestur Fjölnismanna í sókninni, hann skoraði 5 mörk og var með 7 sköpuð færi. Enn markvörður liðsins, Bjarki Snær Jónsson steig upp þegar líða tók á leikinn og endaði í 13 boltum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Aftureldingar framan af var ansi slakur enda með 10 tapaða bolta í fyrri hálfleik. Þeir voru óþolimóðir og óskynsamir. Hjá Fjölni var það fyrst og fremst færa nýtingin sem gekk illa. Hvað er framundan? Fjölnir fær Hauka í heimsókn í Dalhús, síðasti heimaleikur þeirra í Olísdeildinni enn hörkuleikur verður í Breiðholti þegar ÍR og Afturelding mætast. Einar Andri: Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur „Við spiluðum ekki vel“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar. „Sérstaklega í fyrri hálfleik, við vorum með 9 tapaða bolta og mjög ólíkir sjálfum okkur. Það var stemnings og gæðaleysi yfir okkur“ „Við ræddum saman í hálfleik og fengum betri frammistöðu í seinni hálfleik. Enn ég er auðvitað gríðalega ánægður með Arnór (Frey Stefánsson) og varnarleikinn“ sagði Einar Andri og hrósar þar vörn og markvörslu heilt yfir í leiknum. Arnór Freyr byrjaði þennan leik virkilega vel og lokaði marki sinna manna en Fjölnir var aðeins komið með eitt mark eftir rúmar 10 mínútur. Arnór ákvað það rétt fyrir leik að spila leikinn. „Hann var tæpur að taka þátt í leiknum, hann er búinn að vera eitthvað slappur kallinn og ákvað það svo rétt fyrir leik að vera með. Enn það má ekki gleyma því að vörnin var líka virkilega flott“ Afturelding var lengi í gang og þykir það hæpið að þessi frammistaða hefði dugað þeim til sigurs gegn liðunum í efri hluta deildarinnar. Einar Andri tekur undir það en tekur þó ekkert af Fjölnismönnum sem gerðu vel í dag „Fjölnir gerði okkur alveg erfitt fyrir, þeir voru að spila á ungum leikmönnum og gerðu þetta vel. Enn já við þurfum samt að gera betur í næstu leikjum ef við ætlum okkur fleiri stig“
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn