Flugfreyjufélagið samþykkti sambærilegan flugtímafjölda hjá WOW: „Ekki hægt að bera samningana saman“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Andri Eysteinsson skrifa 21. maí 2020 19:19 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins. Vísir/Egill Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. „Ég vísa því alfarið á bug. Það er í rauninni krafa um aukið vinnuframlag, allt frá 8% til 20%. Það eru launahækkanir sem samræmast þó ekki almennum vinnumarkaði. Þetta eru of stórir bitar sem ekki er hægt að sætta sig við,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Launakjör flugfreyja fara eftir starfsaldri og í 100% vinnu skilar flugfreyja nú 65 flugstundum á mánuði. „Það er hægt að reikna með 2,5 klukkustundum á hverja flugstund,“ segir Guðlaug. Gríðarlegur fjöldi sækir um að verða flugfreyja eða þjónn á ári hverju en starfið krefst stúdentsprófs. Hins vegar er algengt að háskólamenntaðir sækist um að starfa í faginu. Til að mynda er um 10% af flugfreyjum Icelandair hjúkrunarfræðingar. Meðallaun flugfreyja á síðasta ári voru 520 þúsund krónur á mánuði. Yfirflugfreyjur fengu 740 þúsund krónur samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Mánaðarlegir dagpeningar voru á bilinu 140 til 145 þúsund að meðaltali. Önnur kjör eru bifreiðarstyrkur, keyrsla til og frá vinnu frá ákveðnum áfangastað. Sölulaun vegna varnings um borð. Skóstyrkur og frí gisting þegar dvalið er erlendis. Guðlaug segir að engar breytingar hafi verið í tilboði Icelandair varðandi önnur kjör. Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við WOW árið 2018 þar sem samþykkt var að yfirflugfreyja ynni 67 flugtíma, flugfreyja 69 tíma og flugfreyjur með minnstan starfsaldur 78 tíma. Þetta er sambærilegt og Icelandair bauð í gær um að flugtímar færu í 70-78 flugtíma. Aðspurð af hverju þessi munur stafar segir Guðlaug. „Annað er lágfargjaldaflugfélag og hitt er flugfélag sem gefur sig út fyrir að vera með meiri þjónustu og annað launastig. Annars er ekki hægt að bera þessa tvö samninga saman því þeir eru byggðir á mismunandi grunni,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands hafnaði lokatilboði Icelandair á samningafundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði fréttum í gær að samningurinn hafi falið í sér krónutöluhækkarnir á laun og um 12 prósenta hækkun á lægstu laun. Þrátt fyrir kröfu um aukið vinnuframlag frá flugfreyjum og þjónum innihaldi samningurinn starfskjör fyrir flugliða sem séu með því besta sem þekkist á Vesturlöndum. Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það rangt. „Ég vísa því alfarið á bug. Það er í rauninni krafa um aukið vinnuframlag, allt frá 8% til 20%. Það eru launahækkanir sem samræmast þó ekki almennum vinnumarkaði. Þetta eru of stórir bitar sem ekki er hægt að sætta sig við,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Launakjör flugfreyja fara eftir starfsaldri og í 100% vinnu skilar flugfreyja nú 65 flugstundum á mánuði. „Það er hægt að reikna með 2,5 klukkustundum á hverja flugstund,“ segir Guðlaug. Gríðarlegur fjöldi sækir um að verða flugfreyja eða þjónn á ári hverju en starfið krefst stúdentsprófs. Hins vegar er algengt að háskólamenntaðir sækist um að starfa í faginu. Til að mynda er um 10% af flugfreyjum Icelandair hjúkrunarfræðingar. Meðallaun flugfreyja á síðasta ári voru 520 þúsund krónur á mánuði. Yfirflugfreyjur fengu 740 þúsund krónur samkvæmt upplýsingum frá Icelandair. Mánaðarlegir dagpeningar voru á bilinu 140 til 145 þúsund að meðaltali. Önnur kjör eru bifreiðarstyrkur, keyrsla til og frá vinnu frá ákveðnum áfangastað. Sölulaun vegna varnings um borð. Skóstyrkur og frí gisting þegar dvalið er erlendis. Guðlaug segir að engar breytingar hafi verið í tilboði Icelandair varðandi önnur kjör. Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við WOW árið 2018 þar sem samþykkt var að yfirflugfreyja ynni 67 flugtíma, flugfreyja 69 tíma og flugfreyjur með minnstan starfsaldur 78 tíma. Þetta er sambærilegt og Icelandair bauð í gær um að flugtímar færu í 70-78 flugtíma. Aðspurð af hverju þessi munur stafar segir Guðlaug. „Annað er lágfargjaldaflugfélag og hitt er flugfélag sem gefur sig út fyrir að vera með meiri þjónustu og annað launastig. Annars er ekki hægt að bera þessa tvö samninga saman því þeir eru byggðir á mismunandi grunni,“ sagði Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira