Um nýjan þjálfara Blika: „Tók sveinsprófið með Gróttu en hann á meistaranámið eftir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2020 13:15 Óskar Hrafn (fyrir miðju) er að fara inn í sitt fyrsta tímabil sem þjálfari í efstu deild. Mynd/Blikar.is Guðmundur Benediktsson mun stýra þáttum sem sýndir verða hvern miðvikudag fram að fyrsta leik í Pepsi Max deild karla. Þar verður farið yfir öll lið deildarinnar. Í fyrsta þættinum fékk Gummi þá Reyni Leósson og Tómas Inga Tómasson til að fara yfir lið Breiðabliks með sér. Ræddu þeir nýjan þjálfara Blika, Óskar Hrafn Þorvaldsson, en hann er að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Annað sæti á síðustu leiktíð og tímabilinu þar á undan er ekki nóg. Óskar Hrafn Þorvaldsson er fenginn með enga reynslu í efstu deild og með litla reynslu þar sem hann hefur aðeins þjálfað tvö tímabil í meistaraflokki. Reyndar með bravör þar sem hann fór upp um deild í bæði skiptin og kom Gróttu upp í efstu deild í fyrsta sinn en eru Blikar kaldir að fara þessa leið,“ spurði Gummi Ben, þáttastjórnandi. „Ég er hrifinn af þeirri ráðningu og held hann hafi rosalega margt fram að færa sem góður þjálfari að hafa. En þegar þú talar um að annað sæti sé ekki nóg í Kópavogi þá er bara eitt sæti fyrir ofan það,“ sagði Reynir áður en hann hélt áfram. Held þetta snúist um tvennt. Að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og að þeir séu að fara spila annarskonar fótbolta og fara eftir hugmyndafræði sem hann kemur með inn í klúbbinn.“ „Hann tók sveinsprófið með Gróttu. Hann á meistaranámið eftir og það er árið í ár. Og ég held þetta ár skeri úr um hvað Óskar geri í framtíðinni. Ef þetta fer vel á held ég að hann verði frábær þjálfari en ef að illa gengur held ég að þetta geti orðið erfitt fyrir hann því þetta er risa próf sem hann er að fara í,“ sagði Tómas Ingi um um sumarið hjá Óskari og Blikum. Þá voru fyrstu leikir Blika á tímabilinu ræddir en þeir mæta að sjálfsögðu Gróttu, liðinu sem Óskar kom upp um tvær deildir á tveimur árum, í fyrsta leik á Kópavogsvelli. Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Meistaranám Óskars Hrafns Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Guðmundur Benediktsson mun stýra þáttum sem sýndir verða hvern miðvikudag fram að fyrsta leik í Pepsi Max deild karla. Þar verður farið yfir öll lið deildarinnar. Í fyrsta þættinum fékk Gummi þá Reyni Leósson og Tómas Inga Tómasson til að fara yfir lið Breiðabliks með sér. Ræddu þeir nýjan þjálfara Blika, Óskar Hrafn Þorvaldsson, en hann er að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild. Umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Annað sæti á síðustu leiktíð og tímabilinu þar á undan er ekki nóg. Óskar Hrafn Þorvaldsson er fenginn með enga reynslu í efstu deild og með litla reynslu þar sem hann hefur aðeins þjálfað tvö tímabil í meistaraflokki. Reyndar með bravör þar sem hann fór upp um deild í bæði skiptin og kom Gróttu upp í efstu deild í fyrsta sinn en eru Blikar kaldir að fara þessa leið,“ spurði Gummi Ben, þáttastjórnandi. „Ég er hrifinn af þeirri ráðningu og held hann hafi rosalega margt fram að færa sem góður þjálfari að hafa. En þegar þú talar um að annað sæti sé ekki nóg í Kópavogi þá er bara eitt sæti fyrir ofan það,“ sagði Reynir áður en hann hélt áfram. Held þetta snúist um tvennt. Að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og að þeir séu að fara spila annarskonar fótbolta og fara eftir hugmyndafræði sem hann kemur með inn í klúbbinn.“ „Hann tók sveinsprófið með Gróttu. Hann á meistaranámið eftir og það er árið í ár. Og ég held þetta ár skeri úr um hvað Óskar geri í framtíðinni. Ef þetta fer vel á held ég að hann verði frábær þjálfari en ef að illa gengur held ég að þetta geti orðið erfitt fyrir hann því þetta er risa próf sem hann er að fara í,“ sagði Tómas Ingi um um sumarið hjá Óskari og Blikum. Þá voru fyrstu leikir Blika á tímabilinu ræddir en þeir mæta að sjálfsögðu Gróttu, liðinu sem Óskar kom upp um tvær deildir á tveimur árum, í fyrsta leik á Kópavogsvelli. Þessa skemmtilegu umræðu má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Meistaranám Óskars Hrafns
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Gummi Ben og félagar byrja að hita upp fyrir Pepsi Max-deild karla | Sjáðu þáttinn í heild sinni Upphitun Stöðvar 2 Sports fyrir Pepsi Max-deild karla hófst formlega í kvöld. Þá var á dagskrá fyrsti upphitunarþátturinn af fjórum sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og á Vísi. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 20. maí 2020 20:45