Fótbolti

„Munurinn á nútímafótbolta og fótbolta sem er að deyja út“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
RB Leipzig hafði mikla yfirburði í einvíginu gegn Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeild Evrópu.
RB Leipzig hafði mikla yfirburði í einvíginu gegn Tottenham í 16-liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. vísir/getty

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, segir að RB Leipzig spili nútímafótbolta öfugt við Tottenham. Leipzig vann öruggan sigur á Tottenham, 3-0, á Red Bull Arena í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Leipzig vann einvígi liðanna, 4-0 samanlagt.

Ólafur fór yfir muninn á Leipzig og Tottenham í Meistaradeildarmörkunum. Hann tók dæmi um Marcel Sabitzer vann boltann skömmu eftir að hafa skorað annað mark þýska liðsins.

„Þetta var áberandi betra hjá Leipzig. Þeir gátu varist framarlega, aftarlega og það var ákefð í því sem þeir voru að gera,“ sagði Ólafur.

„Fyrir mér endurspeglaði þetta muninn á nútímafótbolta og fótbolta sem er að deyja út.“

Greiningu Ólafs í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Meistaradeildarmörkin: Munurinn á Leipzig og Tottenham

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×